Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Rakst á auglýsingu á Facebook sem breytti öllu

„Það erfiðasta við að vera atvinnulaus og vilja virkilega fara aftur út á atvinnumarkaðinn er að fá endalaust neitanir. Síðan fylgir oft svörunum að svo svakalega margir, eða þrjú hundruð manns, hafi verið að sækja um sömu stöðu og ég,“ segir Thelma Sjöfn Hannesdóttir, rafvirki og þriggja barna móðir á Akranesi sem nú er að læra kerfisstjórn.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Starfsfólki Tónlistarskóla Árnesinga umbunað

„Gjöfin var aðeins lítill þakklætisvottur fyrir allt það óeigingjarna starf sem starfsmenn skólans hafa innt af hendi frá því kórónaveirunnar fór að gæta fyrir ári síðan. Það reyndi mikið á mannskapinn að gjörbreyta kennsluháttum á nánast einni nóttu í mars, þegar kennsla færðist yfir í fjarkennslu,“ segir Helga Sighvatsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Árnesinga aðspurð um gjöf sem 39 kennarar skólans fengu nýlega.

Innlent
Fréttamynd

Klár í framlínuna eftir seinni sprautuna

Lögreglumenn í framlínu, sjúkraflutningamenn og slökkviliðsmenn á höfuðborgarsvæðinu byrjuðu að streyma í Laugardalshöll klukkan 13 í dag þar sem þeir fengu seinni Moderna sprautuna sína. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir að planið hafi verið að bólusetja 400 manns fyrsta klukkutímann og stefndi í að það gengi eftir.

Innlent
Fréttamynd

„Ég myndi nú ekki kalla þetta vonbrigði“

Heilbrigðisráðherra segist hafa haft hóflegar væntingar um að Íslendingum yrði boðið að taka þátt í bóluefnarannsókn á vegum lyfjafyrirtækisins Pfizer. Ráðherrann er vongóður um að búið verði að bólusetja meirihluta þjóðarinnar í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Hrap hjá Icelandair í fyrstu viðskiptum

Hlutabréfaverð í Icelandair hefur fallið um þrettán prósent í fyrstu viðskiptum dagsins. Viðskipti með bréf í flugfélaginu hafa numið tæplega 200 milljónum króna það sem af er degi. Verð á bréfum eftir lækkun er 1,58 krónur á hlut.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Fá­rán­legast af öllu að heilt fót­bolta­lið af heim­spekingum“ hafi tjáð sig um kjafta­sögu

Fjölmargar sögusagnir hafa verið uppi um samningaviðræður Íslendinga við Pfizer. Voru flestar þeirra á þá leið að búið væri að ganga frá samkomulagi við lyfjaframleiðandann og tryggja Íslendingum fleiri hundruð þúsund skammta af bóluefni við Covid-19 sem væri væntanlegt á allra næstu vikum. Síðdegis í dag kom svo í ljós að litlar líkur væru á því að Pfizer myndi ráðast í rannsóknarverkefni hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Segja Kínaferðina ekki hafa skilað miklum árangri

Vísindamenn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segja Kínaheimsókn þeirra ekki hafa skilað miklum árangri varðandi skilning vísindamanna á nýju kórónuveirunni. Hins vegar hafi teymi stofnunarinnar tekist að auka þekkingu varðandi upphaf faraldursins.

Erlent
Fréttamynd

Twitter greinir Pfizer-stöðuna: Víði út og Björg­ólf Thor inn

Margir biðu með öndina í hálsinum eftir niðurstöðu úr samningaviðræðum Íslendinga við lyfjaframleiðandann Pfizer sem hafa verið á vörum landsmanna frá því fyrir áramót. Bundu sumir vonir við að farsæl niðurstaða myndi hjálpa Íslandi að stökkva fram fyrir aðrar þjóðir í bóluefnaröðinni og tryggja að hægt yrði að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar við Covid-19 á allra næstu mánuðum.

Lífið
Fréttamynd

„Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið“

„Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið en það lá alveg fyrir að það gæti farið allavega.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um viðbrögð sín við þeim fregnum að litlar líkur séu á því að lyfjaframleiðandinn Pfizer muni efna til fjórðu fasa rannsóknar á virkni bóluefnis fyrirtækisins hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Erum „fórnarlömb eigin árangurs“

Vísindamenn Pfizer töldu ekki nægilega mörg tilfelli Covid-19 til að hægt væri að kanna bæði bein og óbein áhrif bólusetninga hér á landi. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir erfitt að deila við þá skoðun og að Íslendingar séu í raun fórnarlömb eigin velgengni.

Innlent
Fréttamynd

Hverfandi líkur á því að af samstarfi við Pfizer verði

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir hverfandi líkur á því að af rannsóknarverkefni í samstarfi við Pfizer verði. Þetta sagði Þórólfur við fréttastofu að loknum fundi Þórólfs, Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans með fulltrúum Pfizer. Fundurinn hófst klukkan 16 og er nýlokið.

Innlent
Fréttamynd

Kári, Már og Þórólfur funda með Pfizer klukkan 16

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir funda með vísindamönnum frá lyfjafyrirtækinu Pfizer klukkan 16 í dag.

Innlent
Fréttamynd

Upplýst umræða um Pfizer rannsóknina verði að fara fram

Þrír prófessorar og tveir dósentar í heimspeki kalla eftir upplýsingum frá sóttvarnayfirvöldum um mögulega fjórða fasa rannsókn Pfizer hér á landi. Aðeins þannig geti upplýst samfélagsumræða farið fram sem sé afar mikilvæg í tengslum við rannsókn af slíkri stærðargráðu og raun ber vitni.

Innlent
Fréttamynd

Fundað með Pfizer síðdegis

Fulltrúar íslenskra stjórnvalda munu funda með forsvarsmönnum lyfjarisans Pfizer í dag um hvort ráðast skuli í hjarðónæmistilraun hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Virknin gegn suður-afríska af­brigðinu að­eins tíu prósent

Niðurstöður rannsóknar vísindamanna á virkni bóluefnis AstraZeneca gegn suður-afríska afbrigði kórónuveirunnar benda til þess að það veiti aðeins tíu prósenta vernd gegn afbrigðinu. Það er mun minna en vonir stóðu til en upphaflega var vonast til að verndin yrði í það minnsta sextíu prósent.

Erlent
Fréttamynd

Bandarískur þingmaður deyr eftir að hafa greinst með Covid-19

Bandaríski þingmaðurinn Ron Wright, dó í gær. Þingmaðurinn tilkynnti í lok síðasta mánaðar að hann hefði greinst með Covid-19, sem nýja kórónuveiran veldur. Hann var 67 Repúblikani frá Texas og hafði glímt við aðra heilsukvilla að undanförnu og þar á meðal lungnakrabbamein.

Erlent