Þórólfur hefur skilað nýjum tillögum varðandi landamærin Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. febrúar 2021 07:39 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, skilaði í gær nýjum tillögum varðandi aðgerðir á landamærunum til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann vildi ekki tjá sig um það hvað felst í tillögunum en á upplýsingafundi landlæknis og almannavarna í síðustu viku sagði hann ýmsar hugmyndir uppi um hvað væri hægt að gera. Meðal annars mætti skerpa á ýmsum verkferlum og sannreyna upplýsingar sem ferðamenn koma með; hvort þeir gefi upp rétt símanúmer, heimilisfang og svo framvegis. „Það er hægt að krefja fólk um neikvætt vottorð áður en það kemur eins og er gert í mjög mörgum Evrópulöndum. Síðan er hægt, ef vafi leikur á að til dæmis fólk muni halda sóttkví, að skylda fólk til að vera í farsóttarhúsi meðan á sóttkví stendur. Þetta eru svona helstu atriðin sem hægt væri að nýta sér,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi á fimmtudag. Ekki tillögur um tilslakanir innanlands í minnisblaðinu Í Bítinu í morgun sagði hann það kerfi sem hefur við lýði hér á landamærunum síðan í ágúst, tvöföldu skimunina með sóttkví á milli, hafa gefist mjög vel. Þó væru veikleikar í því, til dæmis ef fólk færi ekki eftir þeim leiðbeiningum sem gefnar eru. Þá væri hætta á smiti. „Ég tala nú ekki um núna þegar við erum komin með ný afbrigði úti um heiminn. Það gæti farið að leka inn og kannski á sama tíma erum við að slaka á hérna innanlands og þá getur þetta blossað upp. Þannig að við erum að skoða það og ég er með nýtt minnisblað þar sem ég er að leggja ýmislegt til,“ sagði Þórólfur í Bítinu. Hann sagði að í minnisblaðinu væri ekki að finna neinar tillögur um frekari tilslakanir innanlands. „Nei, ég held að það sé mjög mikilvægt að við reynum að berja í brestina á landamærunum áður en við förum að slaka meira á hérna innanlands,“ sagði Þórólfur og minnti á að það væri aðeins vika síðan frá því síðustu tilslakanir tóku gildi. Það tæki um eina til tvær vikur að sjá árangurinn af því. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Hann vildi ekki tjá sig um það hvað felst í tillögunum en á upplýsingafundi landlæknis og almannavarna í síðustu viku sagði hann ýmsar hugmyndir uppi um hvað væri hægt að gera. Meðal annars mætti skerpa á ýmsum verkferlum og sannreyna upplýsingar sem ferðamenn koma með; hvort þeir gefi upp rétt símanúmer, heimilisfang og svo framvegis. „Það er hægt að krefja fólk um neikvætt vottorð áður en það kemur eins og er gert í mjög mörgum Evrópulöndum. Síðan er hægt, ef vafi leikur á að til dæmis fólk muni halda sóttkví, að skylda fólk til að vera í farsóttarhúsi meðan á sóttkví stendur. Þetta eru svona helstu atriðin sem hægt væri að nýta sér,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi á fimmtudag. Ekki tillögur um tilslakanir innanlands í minnisblaðinu Í Bítinu í morgun sagði hann það kerfi sem hefur við lýði hér á landamærunum síðan í ágúst, tvöföldu skimunina með sóttkví á milli, hafa gefist mjög vel. Þó væru veikleikar í því, til dæmis ef fólk færi ekki eftir þeim leiðbeiningum sem gefnar eru. Þá væri hætta á smiti. „Ég tala nú ekki um núna þegar við erum komin með ný afbrigði úti um heiminn. Það gæti farið að leka inn og kannski á sama tíma erum við að slaka á hérna innanlands og þá getur þetta blossað upp. Þannig að við erum að skoða það og ég er með nýtt minnisblað þar sem ég er að leggja ýmislegt til,“ sagði Þórólfur í Bítinu. Hann sagði að í minnisblaðinu væri ekki að finna neinar tillögur um frekari tilslakanir innanlands. „Nei, ég held að það sé mjög mikilvægt að við reynum að berja í brestina á landamærunum áður en við förum að slaka meira á hérna innanlands,“ sagði Þórólfur og minnti á að það væri aðeins vika síðan frá því síðustu tilslakanir tóku gildi. Það tæki um eina til tvær vikur að sjá árangurinn af því. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira