Líf og dauði í ferðaþjónustunni í Víglínunni Heimir Már Pétursson skrifar 14. febrúar 2021 16:51 Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair bindur vonir við að hægt verði að hefja áætlunarflug til borga í Bandaríkjunum í sumar. Stöð2/Sigurjón Eftir að bólusetningar gegn kórónuveirunni hófust hér á landi og víða um heim hafa vonir glæðst um að ferðaþjónustan fari að taka við sér. Hvenær það verður ræðst bæði af aðstæðum innanlands og utan og hversu hratt tekst að bólusetja meirihluta þjóðarinnar og heimsbyggðina. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair til sín í Víglínuna á Stöð 2 til að ræða stöðu þessa stærsta ferðaþjónustufyrirtækis landsins. Þá mætir Ingibjörg Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Bændahallarinnar og Hótels Sögu í þáttinn en Bændasamtökin hafa ákveðið að standa ekki framar sjálf að hótelrekstri í húsinu. Forstjóri Icelandair segir að Icelandair gæti þurft að draga á lánalínu með ríkisábyrgð í haust ef sumarið bregðist.Stöð 2/Sigurjón Icelandair tapaði 51 milljarði á síðasta ári að meðtöldum afskriftum á flugvélum. Fyrirtækið hefur notið vinnumarkaðsaðgerða stjórnvalda og sótt sér á þriðja tug milljarða í nýju hlutafé. Enn er þó óljóst hvort félagið þarf að draga á fimmtán milljarða lánalínu með ríkisábyrgð á þessu ári. Farsóttin hefur reynt mjög á þanþol allra fyrirtækja í ferðaþjónustunni sem stóðu misjafnlega áður en hún hófst. Þannig höfðu staðið yfir miklar endurbætur á einu elsta og þekktasta hóteli landsins, hótel Sögu, þegar eftirspurn eftir gistingu hrundi á nokkrum dögum í upphafi síðasta árs. Ingibjörg Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Bændahallarinnar og hótel Sögu segir kórónuveirufaraldurinn hafi komið á Versta tíma fyrir Sögu þar sem mikil uppbygging hafði átt sér stað árin á undan.Stöð 2/Sigurjón Ingibjörg Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Bændahallarinnar og hótels Sögu mætir í seinni hluta Víglínunnar í dag. Hún þekkir mjög vel til ferðaþjónustunnar í landinu en framtíð Hótels Sögu er í mikilli óvissu. Fyrirtækið hefur verið í greiðsluskjóli í nokkra mánuði og skuldar á fjórða milljarð króna. Meðal annars hefur verið rætt að Háskóli Íslands kaupi bygginguna en áhugi á byggingunni virðist mikill bæði hér á landi og meðal erlendra aðila. Víglínan er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 17:40. Ferðamennska á Íslandi Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Víglínan Salan á Hótel Sögu Tengdar fréttir Icelandair selur restina af hlut sínum í Icelandair Hotels Icelandair Group hefur gert samning við Berjaya um sölu félagsins á 25% eftirstandandi hlut í hótelfélaginu. Berjaya á fyrir 75% hlut í Icelandair Hotels. Söluverðið er um 440 milljónir króna eða 3,4 milljónir Bandaríkjadala og kemur til greiðslu við afhendingu hlutarins og þegar skilmálar samningsins hafa verið uppfylltir. 11. febrúar 2021 09:33 Rekstur Icelandair í ár aðeins þrjátíu prósent af því sem var fyrir faraldur Icelandair gerir ráð fyrir að rekstrarumfang félagsins á þessu ári verði aðeins þrjátíu prósent af því sem var áður en heimsfaraldurinn skall á. Forstjórinn Bogi Nils Bogason segir verulega óvissu um hve marga starfsmenn verði hægt að endurráða í sumar. 9. febrúar 2021 20:12 Hugsanlegt að Háskóli Íslands kaupi Hótel Sögu Til greina kemur að Háskóli Íslands kaupi hótel Hótel Sögu. Þetta staðfestir Jón Atli Benediktsson, rektor skólans, í samtali við Markaðinn viðskiptarit Fréttablaðsins en hótelinu var lokað í nóvember síðastliðnum. 10. febrúar 2021 07:05 Hótel Saga óskar eftir greiðsluskjóli Hótel Saga hefur bæst í hóp þeirra ferðaþjónustufyrirtækja sem hafa sótt um greiðsluskjól á síðustu dögum og vikum. 7. júlí 2020 16:43 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Heimir Már Pétursson fréttamaður fær Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair til sín í Víglínuna á Stöð 2 til að ræða stöðu þessa stærsta ferðaþjónustufyrirtækis landsins. Þá mætir Ingibjörg Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Bændahallarinnar og Hótels Sögu í þáttinn en Bændasamtökin hafa ákveðið að standa ekki framar sjálf að hótelrekstri í húsinu. Forstjóri Icelandair segir að Icelandair gæti þurft að draga á lánalínu með ríkisábyrgð í haust ef sumarið bregðist.Stöð 2/Sigurjón Icelandair tapaði 51 milljarði á síðasta ári að meðtöldum afskriftum á flugvélum. Fyrirtækið hefur notið vinnumarkaðsaðgerða stjórnvalda og sótt sér á þriðja tug milljarða í nýju hlutafé. Enn er þó óljóst hvort félagið þarf að draga á fimmtán milljarða lánalínu með ríkisábyrgð á þessu ári. Farsóttin hefur reynt mjög á þanþol allra fyrirtækja í ferðaþjónustunni sem stóðu misjafnlega áður en hún hófst. Þannig höfðu staðið yfir miklar endurbætur á einu elsta og þekktasta hóteli landsins, hótel Sögu, þegar eftirspurn eftir gistingu hrundi á nokkrum dögum í upphafi síðasta árs. Ingibjörg Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Bændahallarinnar og hótel Sögu segir kórónuveirufaraldurinn hafi komið á Versta tíma fyrir Sögu þar sem mikil uppbygging hafði átt sér stað árin á undan.Stöð 2/Sigurjón Ingibjörg Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Bændahallarinnar og hótels Sögu mætir í seinni hluta Víglínunnar í dag. Hún þekkir mjög vel til ferðaþjónustunnar í landinu en framtíð Hótels Sögu er í mikilli óvissu. Fyrirtækið hefur verið í greiðsluskjóli í nokkra mánuði og skuldar á fjórða milljarð króna. Meðal annars hefur verið rætt að Háskóli Íslands kaupi bygginguna en áhugi á byggingunni virðist mikill bæði hér á landi og meðal erlendra aðila. Víglínan er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 17:40.
Ferðamennska á Íslandi Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Víglínan Salan á Hótel Sögu Tengdar fréttir Icelandair selur restina af hlut sínum í Icelandair Hotels Icelandair Group hefur gert samning við Berjaya um sölu félagsins á 25% eftirstandandi hlut í hótelfélaginu. Berjaya á fyrir 75% hlut í Icelandair Hotels. Söluverðið er um 440 milljónir króna eða 3,4 milljónir Bandaríkjadala og kemur til greiðslu við afhendingu hlutarins og þegar skilmálar samningsins hafa verið uppfylltir. 11. febrúar 2021 09:33 Rekstur Icelandair í ár aðeins þrjátíu prósent af því sem var fyrir faraldur Icelandair gerir ráð fyrir að rekstrarumfang félagsins á þessu ári verði aðeins þrjátíu prósent af því sem var áður en heimsfaraldurinn skall á. Forstjórinn Bogi Nils Bogason segir verulega óvissu um hve marga starfsmenn verði hægt að endurráða í sumar. 9. febrúar 2021 20:12 Hugsanlegt að Háskóli Íslands kaupi Hótel Sögu Til greina kemur að Háskóli Íslands kaupi hótel Hótel Sögu. Þetta staðfestir Jón Atli Benediktsson, rektor skólans, í samtali við Markaðinn viðskiptarit Fréttablaðsins en hótelinu var lokað í nóvember síðastliðnum. 10. febrúar 2021 07:05 Hótel Saga óskar eftir greiðsluskjóli Hótel Saga hefur bæst í hóp þeirra ferðaþjónustufyrirtækja sem hafa sótt um greiðsluskjól á síðustu dögum og vikum. 7. júlí 2020 16:43 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Icelandair selur restina af hlut sínum í Icelandair Hotels Icelandair Group hefur gert samning við Berjaya um sölu félagsins á 25% eftirstandandi hlut í hótelfélaginu. Berjaya á fyrir 75% hlut í Icelandair Hotels. Söluverðið er um 440 milljónir króna eða 3,4 milljónir Bandaríkjadala og kemur til greiðslu við afhendingu hlutarins og þegar skilmálar samningsins hafa verið uppfylltir. 11. febrúar 2021 09:33
Rekstur Icelandair í ár aðeins þrjátíu prósent af því sem var fyrir faraldur Icelandair gerir ráð fyrir að rekstrarumfang félagsins á þessu ári verði aðeins þrjátíu prósent af því sem var áður en heimsfaraldurinn skall á. Forstjórinn Bogi Nils Bogason segir verulega óvissu um hve marga starfsmenn verði hægt að endurráða í sumar. 9. febrúar 2021 20:12
Hugsanlegt að Háskóli Íslands kaupi Hótel Sögu Til greina kemur að Háskóli Íslands kaupi hótel Hótel Sögu. Þetta staðfestir Jón Atli Benediktsson, rektor skólans, í samtali við Markaðinn viðskiptarit Fréttablaðsins en hótelinu var lokað í nóvember síðastliðnum. 10. febrúar 2021 07:05
Hótel Saga óskar eftir greiðsluskjóli Hótel Saga hefur bæst í hóp þeirra ferðaþjónustufyrirtækja sem hafa sótt um greiðsluskjól á síðustu dögum og vikum. 7. júlí 2020 16:43