Stefnt á að opna skólana eftir páska Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist vona að það takist að halda kórónuveirufaraldrinum niðri svo opna megi skólana strax aftur eftir páska. Þetta kom fram í viðtali við hann í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Innlent 30. mars 2021 09:12
Segja þörf á alþjóðlegum sáttmála um heimsfaraldra Þörf er á alþjóðlegum sáttmála sem leggur línurnar fyrir það hvernig þjóðir heimsins taka á heimsfaraldri á borð við þann sem nú gengur yfir vegna Covid-19. Erlent 30. mars 2021 08:09
Skiptir út sex ráðherrum í ríkisstjórninni Jair Bolsonaro Brasilíuforseti hefur skipt út sex ráðherrum í ríkisstjórn sinni en forsetinn sætir nú miklum þrýstingi vegna nýrrar bylgju í faraldrinum þar í landi. Erlent 30. mars 2021 07:57
Telur ótímabært að opna landamærin meira og efast um litakóðunarkerfið Landlæknir telur ekki tímabært að opna landamærin meira og segist hún efast um litakóðunarkerfið sem taka á upp á landamærunum 1. maí næstkomandi. Hann segir stöðuna á landamærunum forsendu þess hvernig ástand faraldursins sé innanlands. Innlent 29. mars 2021 21:30
Býst við talsvert minni og styttri bylgju en í haust Ekki hefur tekist að rekja þau kórónuveirusmit sem greindust utan sóttkvíar um helgina. Sóttvarnalæknir býst þó við styttri bylgju nú en í haust. Innlent 29. mars 2021 21:01
Laddi fer með hlutverk í nýju myndbandi Ivu og Más Söngvararnir Iva Marín Adrichem og Már Gunnarsson sendu í gær frá sér lagið Vinurinn vor. Myndbandið við lagið er tekið upp á nokkrum stöðum hér á landi síðasta sumar. Lífið 29. mars 2021 21:01
„Svolítið sérstakt“ að horfa upp á auðar brekkur meðan fólk fjölmennir að gosinu Forstöðumaður Hlíðarfjalls segir sárt að horfa upp á auðar skíðabrekkur á meðan fólk fjölmennir að gosstöðvunum í Geldingadölum. Sóttvarnalæknir kallar eftir því að fólk bíði með að leggja leið sína að eldgosinu. Innlent 29. mars 2021 19:18
Von á bóluefni Janssen til Evrópu þann 19. apríl Bóluefni Janssen gegn Covid-19 fer í dreifingu í Evrópu þann 19. apríl næstkomandi að sögn Johnson & Johnson, móðurfyrirtækis Janssen. Bóluefnið hefur þá sérstöðu að ekki þarf tvo skammta af efninu svo það gefi fulla vörn. Erlent 29. mars 2021 18:45
Virkni bóluefna Moderna og Pfizer sögð 90% Rannsókn á framlínustarfsfólki í Bandaríkjunum bendir til þess að bóluefni Moderna og Pfizer hafi 90% virkni í að koma í veg fyrir kórónuveirusmit. Niðurstöður Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eru sagðar í samræmi við þær rannsóknir sem lyfjafyrirtækin gerðu með bóluefnin. Erlent 29. mars 2021 15:54
Ekki verið ákveðið hvort starfsfólk Landspítala fái seinni skammtinn Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort þeir starfsmenn Landspítalans sem hafa fengið fyrri skammt AstraZeneca bóluefnisins fái þann seinni. Innlent 29. mars 2021 13:53
Slakað á sóttvarnaaðgerðum utandyra í Bretlandi Allt að sex manns geta nú komið saman utandyra og íþróttir sem eru spilaðar úti eru aftur leyfðar eftir að slakað var verulega á sóttvarnaaðgerðum sem hafa gilt frá ársbyrjun í Bretlandi í dag. Nýjum kórónuveirusmitum hefur fækkað verulega með ströngum aðgerðum undanfarinna mánaða. Erlent 29. mars 2021 13:29
Utan sóttkvíar með þrjár mismunandi tegundir breska afbrigðisins Sóttvarnalæknir segir þá sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar um helgina með þrjár mismunandi gerðir af breska afbrigði veirunnar. Ekki hafi tekist að rekja þessi smit, sem sé áhyggjuefni. Innlent 29. mars 2021 12:24
Skráningarblöðin ekki til þess að búa til nýjan kúnnahóp Fyrirtækjum er ekki heimilt að óska eftir öðrum upplýsingum um viðskiptavini sína en lög og reglur gera ráð fyrir, að sögn Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar. Þeim sem sækja veitinga- eða matsölustaði er nú gert að fylla út sérstök skráningarblöð með helstu persónuupplýsingum samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra en það er til þess að flýta fyrir smitrakningu ef smit greinast. Viðskipti innlent 29. mars 2021 12:11
Óhugnanlega margir miðað við faraldurinn og fólk beðið um að huga að smitvörnum Fljúgandi hálka er á gönguleiðum við Geldingardali og lögregla biður fólk um að vera vel útbúið með hálkubrodda. Koma þurfti nokkrum til aðstoðar í gær sem ýmist duttu eða tognuðu á leiðinni. Björgunarsveitarmaður segir óhugnalega marga á svæðinu með tilliti til faraldursins og biður fólk um að huga að smitvörnum. Innlent 29. mars 2021 11:59
Fjórir greindust innanlands og tveir utan sóttkvíar Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en tveir voru utan sóttkvíar. Innlent 29. mars 2021 10:59
Telja líklegast að veiran hafi borist úr dýrum Líklegast er að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi borist úr leðurblökum í menn í gegnum aðra dýrategund samkvæmt niðurstöðum sameiginlegrar rannsóknar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og kínverskra stjórnvalda. „Afar ólíklegt“ er talið að veiran hafi sloppið út af tilraunastofu eins og samsæriskenningar hafa verið um. Erlent 29. mars 2021 09:08
Þrjár tegundir af breska afbrigðinu sem ekki er hægt að rekja til landamæranna Að minnsta kosti þrjár mismunandi tegundir af breska afbrigði kórónuveirunnar sem ekki er hægt að rekja til landamæranna hafa greinst innanlands undanfarið. Innlent 29. mars 2021 08:23
Dauðsföllin í Mexíkó sextíu prósent fleiri en áður var haldið fram Stjórnvöld í Mexíkó hafa gefið út nýjar tölur varðandi faraldur kórónuveirunnar þar í landi sem leiða í ljós að þar hefur ástandið verið mun verra en hingað til hefur verið haldið fram. Erlent 29. mars 2021 07:50
„Er þetta nógu þjóðhollt?“ Undanfarin misseri hefur hatursglæpum gegn Bandaríkjamönnum af asískum uppruna fjölgað gríðarlega. Upptök þessarar bylgju hatursglæpa rekja margir til rasisma í kjölfar kórónuveirufaraldursins í garð asískra Bandaríkjamanna. Erlent 28. mars 2021 20:24
Sérstakt eftirlit með sóttkvíarreglum við gosstöðvarnar Virkt eftirlit var tekið upp á gossvæðinu í gær til að koma í veg fyrir að fólk sniðgangi sóttkví til að berja gosið augum. Lögreglan á Suðurnesjum þurfti að loka Suðurstrandavegi tímabundið í dag vegna fjölda bifreiða og verður svæðinu lokað klukkan níu í kvöld. Innlent 28. mars 2021 20:02
Einn skipverjanna fluttur á Landspítala Einn skipverjanna tíu, sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í súrálsskipi við Móeyjarhöfn á Reyðarfirði, var fluttur með sjúkraflugi á Landspítala í dag. Einkenni skipverjans höfðu versnað og þótti rétt að flytja hann til öryggis á sjúkrahús. Innlent 28. mars 2021 18:10
„Farþegum er bara blandað saman“ Íslendingur sem ferðaðist hingað til lands frá Kaupmannahöfn um helgina segir farir sínar ekki sléttar eftir flug með Icelandair frá til Keflavíkur nú um helgina. Vélin kom til Kaupmannahafnar hálffull af farþegum frá Stokkhólmi. Viðskipti innlent 28. mars 2021 16:24
Enginn starfsmaður reyndist smitaður eftir skimun Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og þar af einn utan sóttkvíar. 25 starfsmenn Laugarnesskóla voru á meðal þeirra sem fóru í sýnatöku í gær og fengu þeir allir neikvæða niðurstöðu. Innlent 28. mars 2021 13:57
Áætlun stjórnvalda „á milli þess að vera fáránleg, hlægileg og glæpsamleg“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að stökkbreytingar á kórónuveirunni geti leitt til þess að hún verði skaðminni þegar fram líða stundir. Hann telur fyrirhugað litakóðakerfi stjórnvalda við landamærin ekki góða hugmynd. Innlent 28. mars 2021 12:26
Sex greindust innanlands og einn utan sóttkvíar Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og var þar einn utan sóttkvíar. Þá greindist einn í landamæraskimun. Innlent 28. mars 2021 10:42
Kári ræðir stöðu faraldursins og bóluefni á Sprengisandi Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, verður gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Farið verður yfir stöðu kórónuveirufaraldursins, bóluefni og skort á þeim sem og mismunandi afbrigði veirunnar. Innlent 28. mars 2021 09:31
Skora á Johnson að deila bóluefnum með fátækari þjóðum Góðgerðafélög á borð við Save the Children og Wellcome Trust hafa skorað á Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að greina frá því hversu margir skammtar af bóluefnum munu fara til fátækari þjóða í ljósi þess að Bretar munu ekki nýta alla þá skammta sem hafa verið keyptir. Erlent 28. mars 2021 08:22
Óttast að fleiri deyi úr krabbameini vegna áhrifa faraldursins Óttast er að fleiri Bandaríkjamenn gætu dáið úr krabbameini á næstu árum en síðustu misseri vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á heilbrigðiskerfi landsins. Erlent 27. mars 2021 23:25
Streymdu til Serbíu í ókeypis bólusetningu Þúsundir streymdu frá Bosníu og Hersegóvínu, Svartfjallalandi og Norður-Makedóníu yfir landamærin til nágranna sinna í Serbíu í dag þar sem yfirvöld bjóða upp á ókeypis bólusetningu yfir helgina. Erlent 27. mars 2021 20:00
Telja enn ekki ástæðu til að birta Covid tölur um helgar Áfram munu upplýsingar um Covid smittölur ekki vera aðgengilegar á vefnum covid.is um helgar þrátt fyrir að tíu manna samkomubann sé í gildi. Innlent 27. mars 2021 19:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent