Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Enginn greindist smitaður í gær

Enginn greindist smitaður af Covid-19 í gær, hvorki innanlands né á landamærum. Þetta segir í bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Innlent
Fréttamynd

„Ekki kyssa eða knúsa fugla“

Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, hvetur fólk til þess að kyssa ekki eða knúsa fiðurfé vegna salmonellufaraldurs sem gengur um Bandaríkin þessa stundina.

Erlent
Fréttamynd

Allt annað líf að fá að standa ber­skjaldaður andspænis kúnnunum

Ætla má að veitinga­húsa- og bar­eig­endur landsins hafi margir hverjir séð til­efni til að gleðjast í dag yfir boðuðum til­slökunum á sótt­varna­reglum. Það er Björn Árna­son, eig­andi Skúla Craft Bar, að minnsta kosti en hann segir það muna öllu að fá að af­greiða fólk grímu­laus.

Innlent
Fréttamynd

Hætt verði að skima bólusetta og börn um miðjan júní

Sóttvarnalæknir leggur til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra um sóttvarnaaðgerðir á landamærum að um miðjan júní verði hætt að skima bólusetta, fólk með vottorð um fyrri Covid-sýkingu og börn. Í júní eða júlí verði stefnt að því að breyta tvöfaldri skimun í einfalda skimun og íhuga að hætta henni í framhaldinu.

Innlent
Fréttamynd

Á­fram grímu­skylda í Strætó

Tilslakanir á sóttvarnaraðgerðum og grímuskyldu munu ekki hafa áhrif á starfsemi Strætó. Áfram þurfa bæði farþegar og vagnstjórar að bera grímu.

Innlent
Fréttamynd

Bólu­settir verða á­fram skimaðir á landa­mærum

Bólusettir verða áfram skimaðir á landamærum og verður fyrirkomulag um tvöfalda skimun áfram óbreytt, að minnsta kosti til 15. júní. Er það meðal annars vegna þess að bólusettum á leið til landsins mun fjölga á næstunni.

Innlent
Fréttamynd

Fjór­tán hafa misst þjónustu fyrir að gangast ekki undir Co­vid-próf

Fjórtán einstaklingar hafa misst þjónustu á vegum Útlendingastofnunar eftir að hafa neitað að fara í Covid-19 próf þegar til stóð að senda þá úr landi. Þeir hafa nú misst húsnæði og fæðisgreiðslur á vegum Útlendingastofnunar. Stofnunin neitar því að aðgerðirnar brjóti gegn mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Innlent
Fréttamynd

Ó­háðir aðilar taka út al­var­legar auka­verkanir

Landlæknir, sóttvarnalæknir og forstjóri Lyfjastofnunar hafa ákveðið að kalla til óháða aðila til að rannsaka andlát og myndun blóðtappa sem tilkynnt hafa verið til Lyfjastofnunar í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19. Teknar verða fyrir fimm tilkynningar sem borist hafa um andlát, ásamt fimm tilkynningum um myndun blóðtappa.

Innlent
Fréttamynd

Hvetur við­skipta­vini H&M til að fara með gát

Allir fjórir sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær tengjast tveimur smitum sem komu upp meðal starfsmanna H&M á Hafnartorgi í fyrradag. Þrír af þessum fjórum voru þegar komnir í sóttkví þegar þeir greindust.

Innlent