Eftirköst Covid-19 og vinnuveitendur Veiga Dís Hansdóttir skrifar 26. maí 2021 20:44 Þann 6. október greindist ég ásamt móður minni með Covid-19 en ekki var hægt að rekja smitin. Ég var í einangrun í rúmlega tvær vikur og helstu einkenni mín voru höfuðverkur, þreyta, vöðvaverkir, orkuleysi, svimi og mæði. Vel var haldið utan um mig á meðan einangrun stóð og fór ég rólega af stað til vinnu eftir það þar sem að einkenni mín hættu ekki og svefnleysi og fleira bættist við. Eftir að hafa klesst á nokkra ósýnilega veggi var ég sett í fullt veikindaleyfi í janúar frá starfi mínu sem leiðbeinandi í Varmárskóla í Mosfellsbæ þar sem ég kenni hönnun og smíði en ég er lærður húsasmiður. Núna 7 mánuðum seinna er ég enn óstarfhæf og vil taka fram að áður en ég smitaðist af Covid-19 æfði ég kraftlyftingar og aflraunir af kappi, hef unnið til margra verðlauna og stunda heilbrigt líferni, ég drekk ekki né reyki. Í samráði við minn lækni var ákveðið að koma mér aftur á lappir, hægt og rólega og óska eftir því að klára þennan skólavetur í 20% starfi, hefja störf í haust í 50% starfi með það markmiði að vera komin aftur í 100% starf eftir áramótin. Meðfram skertu starfshlutfalli þá er ég að vinna eftir endurhæfingaráætlun frá sérfræðingum, en fyrst og fremst þarf að koma mínum svefni í rétt horf, en svefnleysi er eitt afeinkennum Covid-19 og án svefns verður engin bati. Sveitarfélagið Mosfellsbær, með einkunnarorðin ,,virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja“ neitar mér að koma aftur til vinnu í 20% starf. Ég hef starfað fyrir Mosfellsbæ í tæp 2 ár og á þeim tíma aldrei orðið veik og lagt mig alla fram. Ég er 23 ára gömul og stödd í stormi með það eitt að markmiði að komast úr honum og vinnustaðurinn minn, sem er opinber stofnun, hefur engan áhuga á að koma til móts við mig. Þau vilja frekar greiða mér 100% laun í veikindaleyfi frekar en að nýta sér mína þekkingu og starfskrafta í skertu hlutfalli næstu mánuði og aðstoða mig þannig að komast aftur út á vinnumarkaðinn. Ég er að segja hér mína sögu því ég er ekki viss um að atvinnurekendur, hvort sem það er hjá hinu opinbera eða í einkaeigu, geri sér grein fyrir því hvað mörg okkar sem urðum svo óheppin að smitast af Covid-19 erum að ganga í gegnum. Í dag hafa 6560 staðfest smit átt sér stað og nýleg rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar á langtímaáhrifum Covid-19 hjá þeim sem smituðust í fyrstu bylgjunni segir að yfir 57% þeirra sem smituðust þurftu að minnka við sig reglubundin störf og 16% hafa þurft að minnka mikið við sig. Sama rannsókn sýnir að 18% eru að takast á við skert lífsgæði a.m.k 6 mánuðum eftir smit. Í dag gerir það þá um 1181 einstaklinga. Þessir 1181 einstaklingar verða að fá stuðning og skilning frá sínum vinnuveitanda því enginn skilur þessi einkenni eða vanlíðan nema þeir sem hafa tekist á við langtímaáhrif Covid -19. Sjálf hef ég fengið pláss á Reykjalundi og er þakklát fyrir að heilbrigðisyfirvöld átti sig á þessari stöðu okkar og hafi vilja og áhuga á að koma okkur aftur útí lífið en það þarf meira til að svo geti orðið. Vinnuveitendur þurfa að slást með okkur í lið, annars er hætta á að missa okkur algerlega útaf, með tilheyrandi kostnaði samfélagsins, og það vill enginn. Höfundur er húsasmiður og leiðbeinandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 6. október greindist ég ásamt móður minni með Covid-19 en ekki var hægt að rekja smitin. Ég var í einangrun í rúmlega tvær vikur og helstu einkenni mín voru höfuðverkur, þreyta, vöðvaverkir, orkuleysi, svimi og mæði. Vel var haldið utan um mig á meðan einangrun stóð og fór ég rólega af stað til vinnu eftir það þar sem að einkenni mín hættu ekki og svefnleysi og fleira bættist við. Eftir að hafa klesst á nokkra ósýnilega veggi var ég sett í fullt veikindaleyfi í janúar frá starfi mínu sem leiðbeinandi í Varmárskóla í Mosfellsbæ þar sem ég kenni hönnun og smíði en ég er lærður húsasmiður. Núna 7 mánuðum seinna er ég enn óstarfhæf og vil taka fram að áður en ég smitaðist af Covid-19 æfði ég kraftlyftingar og aflraunir af kappi, hef unnið til margra verðlauna og stunda heilbrigt líferni, ég drekk ekki né reyki. Í samráði við minn lækni var ákveðið að koma mér aftur á lappir, hægt og rólega og óska eftir því að klára þennan skólavetur í 20% starfi, hefja störf í haust í 50% starfi með það markmiði að vera komin aftur í 100% starf eftir áramótin. Meðfram skertu starfshlutfalli þá er ég að vinna eftir endurhæfingaráætlun frá sérfræðingum, en fyrst og fremst þarf að koma mínum svefni í rétt horf, en svefnleysi er eitt afeinkennum Covid-19 og án svefns verður engin bati. Sveitarfélagið Mosfellsbær, með einkunnarorðin ,,virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja“ neitar mér að koma aftur til vinnu í 20% starf. Ég hef starfað fyrir Mosfellsbæ í tæp 2 ár og á þeim tíma aldrei orðið veik og lagt mig alla fram. Ég er 23 ára gömul og stödd í stormi með það eitt að markmiði að komast úr honum og vinnustaðurinn minn, sem er opinber stofnun, hefur engan áhuga á að koma til móts við mig. Þau vilja frekar greiða mér 100% laun í veikindaleyfi frekar en að nýta sér mína þekkingu og starfskrafta í skertu hlutfalli næstu mánuði og aðstoða mig þannig að komast aftur út á vinnumarkaðinn. Ég er að segja hér mína sögu því ég er ekki viss um að atvinnurekendur, hvort sem það er hjá hinu opinbera eða í einkaeigu, geri sér grein fyrir því hvað mörg okkar sem urðum svo óheppin að smitast af Covid-19 erum að ganga í gegnum. Í dag hafa 6560 staðfest smit átt sér stað og nýleg rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar á langtímaáhrifum Covid-19 hjá þeim sem smituðust í fyrstu bylgjunni segir að yfir 57% þeirra sem smituðust þurftu að minnka við sig reglubundin störf og 16% hafa þurft að minnka mikið við sig. Sama rannsókn sýnir að 18% eru að takast á við skert lífsgæði a.m.k 6 mánuðum eftir smit. Í dag gerir það þá um 1181 einstaklinga. Þessir 1181 einstaklingar verða að fá stuðning og skilning frá sínum vinnuveitanda því enginn skilur þessi einkenni eða vanlíðan nema þeir sem hafa tekist á við langtímaáhrif Covid -19. Sjálf hef ég fengið pláss á Reykjalundi og er þakklát fyrir að heilbrigðisyfirvöld átti sig á þessari stöðu okkar og hafi vilja og áhuga á að koma okkur aftur útí lífið en það þarf meira til að svo geti orðið. Vinnuveitendur þurfa að slást með okkur í lið, annars er hætta á að missa okkur algerlega útaf, með tilheyrandi kostnaði samfélagsins, og það vill enginn. Höfundur er húsasmiður og leiðbeinandi.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun