Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

Helgi Már Magnússon: Þetta er bara risastór sigur fyrir okkur

KR vann dramatískan sigur á Stjörnunni er liðin mættust á Meistaravöllum í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. KR leiddi í fyrri hálfleik, Stjarnan í þeim síðari en að lokum voru það KR-ingar sem unnu leikinn með átta stiga mun eftir framlengingu, 98-90. Helgi Már, þjálfari KR, var virkilega ánægður með sigurinn í leikslok.

Körfubolti
Fréttamynd

„Þetta ferli kenndi mér að láta vaða“

„Erum við ekki flest rithöfundar inn við beinið?“ segir fjölmiðlamaðurinn og körfuboltaþjálfarinn Kjartan Atli Kjartansson sem var að gefa út sína fyrstu barna- og unglingabók, Saman í liði.

Lífið
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍR 92-79 | Sterkur heimasigur á Hlíðarenda

Valur fékk ÍR í heimsókn á Hlíðarenda í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. ÍR-ingar frumsýndu nýjan þjálfara því hinn margreyndi Friðrik Ingi Rúnarsson tók að sjálfsögðu við liðinu í vikunni. Heimamenn fóru rólega af stað en tóku fljótt yfir leikinn. Að lokum vann Valur 13 stiga sigur, 92-79. Valsmenn með sinn þriðja deildarsigur í röð.

Körfubolti
Fréttamynd

Elvar atkvæðamikill í naumu tapi

Elvar Már Friðriksson og félagar hans í belgíska liðinu Antwerp Giants tóku á móti Ionikos frá Grikklandi í fimmtu umferð riðlakeppni Euro Cup í körfubolta í kvöld. Elvar skoraði 28 stig er liðið tapaði naumlega, 90-87.

Körfubolti
Fréttamynd

Ó­víst hversu lengi LeBron verður frá

LeBron James lék ekki með Los Angeles Lakers er liðið steinlá gegn Portland Trail Blazers um helgina. Lakers hefur ekki gefið út hversu lengi LeBron verður frá en hann hefur nú þegar misst af fjórum leikjum.

Körfubolti
Fréttamynd

Körfuboltakvöld: Tíu bestu tilþrifin

Liðsmenn Subway Körfuboltakvölds völdu tíu bestu tilþrifin úr umferðum Subway deildanna í vikunni. Af nógu var að taka. Troðslur, hugguleg sniðskot, hundaheppni, langskot og fleira.

Körfubolti