Hrósuðu Tómasi Val í hástert og segja framtíð landsliðsins í góðum höndum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. mars 2023 11:45 Tómas Valur Þrastarson er einn af betri varnarmönnum deildarinnar að mati sérfræðinga Körfuboltakvölds. Vísir/Diego Tómas Valur Þrastarsonn átti hreint út sagt frábæran leik fyrir Þór Þorlákshöfn er liðið vann þriggja stiga sigur gegn Tindastóli í spennutrylli í Subway-deild karla í gærkvöldi. Körfuboltakvöld fór yfir frammistöðu Tómasar og umræðan leiddi út í framtíð íslenska landsliðsins í körfubolta. „Tómas Valur Þrastarson stal svolítið athyglinni okkar í græna herberginu þegar við horfðum á leikinn því að sá spilaði góða vörn,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins um Tómas í gærkvöldi. Hermann Hauksson, sérfræðingur þáttarins, tók þá við og hélt stutta lofræðu um Tómas. „Hávaxinn, fljótur og hann er líka að sýna okkur það að hann er óhræddur að taka stór skot. Hann gerði það í leiknum, tók stór þriggja stiga skot, sérstaklega í seinni hálfleik. Og svo getur hann bara tekið alla þessa stráka, minni og stærri, og dekkað þá. Hann er frábær að dekka snögga bakverði, hann er gríðarlega fljótur á löppunum og með góðar hendur. Ég er bara ofboðslega hrifinn af þessum leikmanni og genin í þessum bræðrum körfuboltalega séð eru rosalega stór og sterk,“ sagði Hermann, en Tómas er eins og margir vita bróðir Styrmis Snæs Þrastarsonar. Teitur Ölygsson greip þá boltann á lofti og hrósaði leikmanninum einnig. „Það kom mér á óvart bara strax í haust hvað hann er orðinn líkamlega sterkur og „athletic“ og það er bara mín skoðun að hann er einn af bestu „on-ball“ varnarmönnum í deildinni, eins og staðan er í dag. Hann er kornungur sem er alveg magnað og bara ágætis skotmaður og þetta er bara strákur sem á þvílíka framtíð fyrir sér.“ Klippa: Körfuboltakvöld: Tómas Valur frábær og framtíðin björt hjá landsliðinu Spennan í kringum framtíðarlandsliðsmenn mikil Umræðan fór þá út í möguleika íslenska karlalandsliðsins á næstu árum, enda hafa mikið af efnilegum leikmönnum verið að stíga fram á sviðið síðustu misseri. „Þetta eru líka frekar ólíkir leikmenn sem eru að koma upp heldur en hafa verið að koma upp í landsliðinu. Þetta eru allt frekar hávaxnir strákar og miklir íþróttamenn,“ sagði Hermann. „Stemningin og spennan í kringum þessa stráka sem eru að koma inn í landsliðið næstu kannski þrjú til fjögur árin er mikil og eftirvæntingin eftir því. Eðlilega.“ Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar Sjá meira
„Tómas Valur Þrastarson stal svolítið athyglinni okkar í græna herberginu þegar við horfðum á leikinn því að sá spilaði góða vörn,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins um Tómas í gærkvöldi. Hermann Hauksson, sérfræðingur þáttarins, tók þá við og hélt stutta lofræðu um Tómas. „Hávaxinn, fljótur og hann er líka að sýna okkur það að hann er óhræddur að taka stór skot. Hann gerði það í leiknum, tók stór þriggja stiga skot, sérstaklega í seinni hálfleik. Og svo getur hann bara tekið alla þessa stráka, minni og stærri, og dekkað þá. Hann er frábær að dekka snögga bakverði, hann er gríðarlega fljótur á löppunum og með góðar hendur. Ég er bara ofboðslega hrifinn af þessum leikmanni og genin í þessum bræðrum körfuboltalega séð eru rosalega stór og sterk,“ sagði Hermann, en Tómas er eins og margir vita bróðir Styrmis Snæs Þrastarsonar. Teitur Ölygsson greip þá boltann á lofti og hrósaði leikmanninum einnig. „Það kom mér á óvart bara strax í haust hvað hann er orðinn líkamlega sterkur og „athletic“ og það er bara mín skoðun að hann er einn af bestu „on-ball“ varnarmönnum í deildinni, eins og staðan er í dag. Hann er kornungur sem er alveg magnað og bara ágætis skotmaður og þetta er bara strákur sem á þvílíka framtíð fyrir sér.“ Klippa: Körfuboltakvöld: Tómas Valur frábær og framtíðin björt hjá landsliðinu Spennan í kringum framtíðarlandsliðsmenn mikil Umræðan fór þá út í möguleika íslenska karlalandsliðsins á næstu árum, enda hafa mikið af efnilegum leikmönnum verið að stíga fram á sviðið síðustu misseri. „Þetta eru líka frekar ólíkir leikmenn sem eru að koma upp heldur en hafa verið að koma upp í landsliðinu. Þetta eru allt frekar hávaxnir strákar og miklir íþróttamenn,“ sagði Hermann. „Stemningin og spennan í kringum þessa stráka sem eru að koma inn í landsliðið næstu kannski þrjú til fjögur árin er mikil og eftirvæntingin eftir því. Eðlilega.“
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar Sjá meira