„Við höfum ekki fengið sanngjarna gagnrýni“ Atli Arason skrifar 19. mars 2023 21:30 Kristjana Eir Jónsdóttir, þjálfari Fjölnis. Vísir/Diego. Kristjana Eir Jónsdóttir, þjálfari Fjölnis, var bæði ánægð og svekkt eftir 18 stiga tap gegn Haukum í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. „Ég er svekkt með margt en ánægð með eitthvað,“ sagði Kristjana í viðtali við Vísi eftir leik. „Við hættum ekki að berjast, við vorum að gera ákveðnar varnarfærslur vel og þegar við hlupum kerfin okkar rétt þá gekk það upp. Við vorum hins vegar að gefa þeim [Haukum] allt of mikið af opnum skotum og ég er minnst ánægð með það og orkuna sem við spiluðum með varnarlega á löngum köflum,“ svaraði Kristjana, aðspurð út í hvaða atriði hún væri ánægð með. Brittany Dinkins dróg vagninn í stigaskorun fyrir Fjölni í kvöld en Kristjana vill beina athyglinni að ungu stelpunum í liði Fjölnis en hún telur þær hafa fengið ósanngjarna gagnrýni á tímabilinu. „Ég er spurð út í Dinkins eftir hvern einasta leik. Svarið mitt breytist ekki neitt, það er gífurlegur munur að hafa hana í liðinu. Það sem mér finnst hins vegar verið minnst talað um í vetur eru ungu stelpurnar hjá okkur. Við erum með þrjá atvinnumenn og svo erum við með Shönnu [Dacanay] sem er eldri. Síðan eru allar hinar í 12. flokki eða yngri. Mér finnst eins og við höfum ekki fengið sanngjarna gagnrýni miðað við það. Við erum með Heiði [Karlsdóttur] sem er búin að vera frábær í síðustu leikjum, Stefanía [Hansen] er ekki hérna í kvöld en hún er búin að vera að stíga upp og svo er Bergdís [Anna Magnúsdóttir] búin að vera að koma inn með þvílíkan kraft. Þetta eru allt stelpur sem eru nýorðnar 18 ára.“ „Það er ekki oft sem lið eru að byggja svona mikið upp á varamönnum. Heiða [Ella Ásmundsdóttir] er 16 ára, hún er ekki einu sinni komin með æfingarakstur. Hún er að spila fullt af mínútum í dag og búinn að spila fullt af mínútum í vetur. Mér finnst þær vera búnar að fá ósanngjarna gagnrýni. Ég veit að Keflavík gerði þetta fyrir einhverjum árum en þegar Keflavík gerði þetta þá voru þær stelpur allar einum til tveim árum eldri heldur en þessar stelpur [í Fjölni] eru núna. Það sem hefur farið mest í mig er að ungu stelpurnar í Fjölni eru ekki að fá það kredit sem þær eiga skilið,“ sagði Kristjana Næsti leikur Fjölnis er á heimavelli gegn Val á miðvikudaginn. Kristjana telur sína stelpur vera vel undirbúnar fyrir þá viðureign. „Það sem við getum tekið jákvætt úr þessum leik er að við héldum áfram að berjast. Urté hélt áfram að skjóta og hún fór að hitta í lokin, sem er mjög gott. Það hefur svolítið háð henni að ef hún byrjar illa þá verður hún allt of pirruð en hún gerði það ekki í kvöld.“ „Við héldum áfram að berjast og það er það sem við ætlum að taka með okkur í næsta leik. Við ætlum samt frekar að byggja á fjórða leikhluta gegn Val úr síðasta leik, frekar en að byggja ofan á eitthvað frá þessum leik [gegn Haukum]. Það er ekki nema mánuður síðan við spiluðum á móti Val síðast, þannig við eigum að vera vel undirbúnar fyrir það verkefni,“ sagði Kristjana Eir Jónsdóttir, þjálfari Fjölnis, að endingu. Subway-deild kvenna Fjölnir Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar – Fjölnir 90-74 | Heimakonur ekki í vandræðum Haukar lentu ekki í teljandi vandræðum með Fjölni í Subway-deild kvenna í körfubolta. Leik lauk með 16 stiga sigri Hauka sem eru áfram í 2. sæti deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 19. mars 2023 20:15 Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
„Ég er svekkt með margt en ánægð með eitthvað,“ sagði Kristjana í viðtali við Vísi eftir leik. „Við hættum ekki að berjast, við vorum að gera ákveðnar varnarfærslur vel og þegar við hlupum kerfin okkar rétt þá gekk það upp. Við vorum hins vegar að gefa þeim [Haukum] allt of mikið af opnum skotum og ég er minnst ánægð með það og orkuna sem við spiluðum með varnarlega á löngum köflum,“ svaraði Kristjana, aðspurð út í hvaða atriði hún væri ánægð með. Brittany Dinkins dróg vagninn í stigaskorun fyrir Fjölni í kvöld en Kristjana vill beina athyglinni að ungu stelpunum í liði Fjölnis en hún telur þær hafa fengið ósanngjarna gagnrýni á tímabilinu. „Ég er spurð út í Dinkins eftir hvern einasta leik. Svarið mitt breytist ekki neitt, það er gífurlegur munur að hafa hana í liðinu. Það sem mér finnst hins vegar verið minnst talað um í vetur eru ungu stelpurnar hjá okkur. Við erum með þrjá atvinnumenn og svo erum við með Shönnu [Dacanay] sem er eldri. Síðan eru allar hinar í 12. flokki eða yngri. Mér finnst eins og við höfum ekki fengið sanngjarna gagnrýni miðað við það. Við erum með Heiði [Karlsdóttur] sem er búin að vera frábær í síðustu leikjum, Stefanía [Hansen] er ekki hérna í kvöld en hún er búin að vera að stíga upp og svo er Bergdís [Anna Magnúsdóttir] búin að vera að koma inn með þvílíkan kraft. Þetta eru allt stelpur sem eru nýorðnar 18 ára.“ „Það er ekki oft sem lið eru að byggja svona mikið upp á varamönnum. Heiða [Ella Ásmundsdóttir] er 16 ára, hún er ekki einu sinni komin með æfingarakstur. Hún er að spila fullt af mínútum í dag og búinn að spila fullt af mínútum í vetur. Mér finnst þær vera búnar að fá ósanngjarna gagnrýni. Ég veit að Keflavík gerði þetta fyrir einhverjum árum en þegar Keflavík gerði þetta þá voru þær stelpur allar einum til tveim árum eldri heldur en þessar stelpur [í Fjölni] eru núna. Það sem hefur farið mest í mig er að ungu stelpurnar í Fjölni eru ekki að fá það kredit sem þær eiga skilið,“ sagði Kristjana Næsti leikur Fjölnis er á heimavelli gegn Val á miðvikudaginn. Kristjana telur sína stelpur vera vel undirbúnar fyrir þá viðureign. „Það sem við getum tekið jákvætt úr þessum leik er að við héldum áfram að berjast. Urté hélt áfram að skjóta og hún fór að hitta í lokin, sem er mjög gott. Það hefur svolítið háð henni að ef hún byrjar illa þá verður hún allt of pirruð en hún gerði það ekki í kvöld.“ „Við héldum áfram að berjast og það er það sem við ætlum að taka með okkur í næsta leik. Við ætlum samt frekar að byggja á fjórða leikhluta gegn Val úr síðasta leik, frekar en að byggja ofan á eitthvað frá þessum leik [gegn Haukum]. Það er ekki nema mánuður síðan við spiluðum á móti Val síðast, þannig við eigum að vera vel undirbúnar fyrir það verkefni,“ sagði Kristjana Eir Jónsdóttir, þjálfari Fjölnis, að endingu.
Subway-deild kvenna Fjölnir Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar – Fjölnir 90-74 | Heimakonur ekki í vandræðum Haukar lentu ekki í teljandi vandræðum með Fjölni í Subway-deild kvenna í körfubolta. Leik lauk með 16 stiga sigri Hauka sem eru áfram í 2. sæti deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 19. mars 2023 20:15 Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
Leik lokið: Haukar – Fjölnir 90-74 | Heimakonur ekki í vandræðum Haukar lentu ekki í teljandi vandræðum með Fjölni í Subway-deild kvenna í körfubolta. Leik lauk með 16 stiga sigri Hauka sem eru áfram í 2. sæti deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 19. mars 2023 20:15
Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit