Tengiflugskerfið til Bandaríkjanna umbreytir rekstri Play Flugfélagið Play flutti rúmlega 56.600 farþega í maí sem er 58% aukning frá aprílmánuði. Farþegafjöldinn í maí var jafnmikill og á öllum fyrsta ársfjórðungi. Forstjóri Play segir tengiflugskerfi til Bandaríkjanna umbreyta rekstrinum og að það gangi vel að koma sér fyrir á flugmarkaðnum. Viðskipti innlent 7. júní 2022 13:09
Nova kallar eftir skýrum reglum um inngrip vegna Huawei Fjarskiptafélagið Nova hefur kallað eftir því að stjórnvöld setji skýrar leikreglur um heimild hins opinbera, sem má finna í frumvarpi að fjarskiptalögum, til að hafa afskipti af því hvaða birgjar megi útvega búnað í fjarskiptainnviði á Íslandi. Jafnframt leggur Nova til að stjórnvöldum verði skylt að bæta fjarskiptafélögum tjón af íþyngjandi inngripum en það gæti í versta falli hlaupið á mörgum milljörðum króna. Innherji 7. júní 2022 12:05
Segir Eggert einn fárra sem hafi hlustað á hana Vítalía Lazareva segir Eggert Þór Kristófersson, fráfarandi forstjóra Festar hf., einn fárra manna sem hafi talað við hana eftir að hún steig fram og lýsti kynferðisofbeldi, sem hún sakar hátt setta menn í samfélaginu um að hafa beitt sig. Innlent 5. júní 2022 23:34
Samtök iðnaðarins kæra auglýsingar Nova Samtök iðnaðarins (SI) hafa kært auglýsingastofuna Brandenburg til siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA) vegna auglýsinga Nova þar sem uppspunnið Stéttarfélag innbrotsþjófa kemur við sögu. Telja SI að auglýsingastofan hafi með þeim brotið fjölmargar siðareglur SÍA. Innlent 3. júní 2022 15:45
Heiðar veltir Gildi úr sessi sem stærsti hluthafi Sýnar Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, er orðinn stærsti hluthafi fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækisins eftir að hafa keypt bréf fyrir 115 milljónir í dag. Innherji 3. júní 2022 13:53
Seðlabankinn merkir aukna fylgni milli innlendra og erlendra hlutabréfa Á undanförnum árum hefur fylgnin á milli verðs innlendra og erlenda hlutabréfa farið vaxandi. Tengsl innlendrar og alþjóðlegrar hagsveiflu hefur aukist á tímabilinu og umhverfi fjárfesta um allan heim hefur þróast með svipuðum hætti vegna keimlíkra viðbragða stjórnvalda við farsóttinni og vaxandi verðbólgu. Innherji 3. júní 2022 13:32
Bandarískur sjóður losar um stóran hluta bréfa sinna í Icelandair Bandarískur vogunarsjóður, sem hefur verið á meðal stærstu hluthafa Icelandair frá því um mitt árið í fyrra, seldi í flugfélaginu fyrir nærri 200 milljónir króna á seinni helmingi síðasta mánaðar. Frá áramótum hefur sjóðurinn, sem er stýringu hjá Stone Forest Capital, losað um þriðjung bréfa sinna í Icelandair. Innherji 3. júní 2022 11:28
Frumkvöðlar frá fyrsta degi Í dag fagnar Icelandair 85 ára afmæli. Við þessi tímamót er gaman að staldra við og í senn líta yfir farinn veg og til framtíðar. Að mínu mati er rauði þráðurinn í gegnum alla söguna einstakur kraftur og ástríða starfsfólks og sá mikli frumkvöðlaandi sem einkennt hefur félagið alla tíð og gerir enn. Skoðun 3. júní 2022 08:00
Hækkar verðmatið á Alvotech í 630 milljarða rétt fyrir skráningu á markað Heildarvirði íslenska líftæknilyfjafyrirtækisins Alvotech, sem verður skráð á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum og á Íslandi síðar í þessum mánuði, er metið á um 4,95 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 630 milljarða króna, í uppfærðu verðmati bandaríska fjárfestingabankans Nortland Capital á félaginu. Innherji 3. júní 2022 07:57
Eggert hættir sem forstjóri Festar Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festar hf. hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. ágúst næstkomandi. Gert hefur verið samkomulag um starfslok Eggerts en Festi rekur meðal annars Krónuna, Elko og N1. Viðskipti innlent 2. júní 2022 16:49
Stærsti einkafjárfestirinn selur sig út úr Íslandsbanka Útgerðarfyrirtækið Jakob Valgeir ehf. í Bolungarvík hefur á síðustu vikum selt nær allan eignarhlut sinn í Íslandsbanka fyrir vel á þriðja milljarð króna. Félagið var fyrir söluna stærsti einkafjárfestirinn í hluthafahópi bankans með rétt rúmlega eins prósenta hlut. Innherji 2. júní 2022 06:01
Stefnir með um fimmtungshlut í Nova og félagið metið á 19,5 milljarða í útboðinu Sjóðastýringarfyrirtækið Stefnir, dótturfélag Arion banka, er næst stærsti hluthafi Nova en sjóðir í rekstri þess fara með samanlagt um 18 prósenta hlut í fjarskiptafélaginu sem hefur boðað til hlutafjárútboðs næstkomandi föstudag sem mun standa yfir út næstu viku, eða til 10. júní. Í kjölfarið verður félagið skráð á Aðalmarkað í Kauphöllinni þriðjudaginn 21. júní. Innherji 1. júní 2022 18:02
Í skýjunum með að hafa fært stóran hluta fyrirtækisins í eigu þjóðarinnar Tæplega sjö þúsund nýir hluthafar hafa bæst í hóp eigenda Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar eftir hlutafjárútboð fyrirtækisins sem lauk á föstudag. Rúmlega tvöföld eftirspurn var eftir hlutafé í fyrirtækinu þar sem almenningur keypti á genginu 8,9 krónur á hlut og stærri fjárfestar buðu 10,03 krónur á hlut. Viðskipti innlent 1. júní 2022 15:44
Frá bleiku hjólhýsi í Afríku til spennandi starfa hjá Marel Hún fæddist í Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Og ólst þar upp í bleiku hjólhýsi í skóginum því pabbi hennar starfaði þar sem jarðfræðingur. Atvinnulíf 1. júní 2022 07:01
Stefnt að útboði Nova í næstu viku og vilja selja fyrir sjö til níu milljarða Stefnt er að því að hlutafjárútboð Nova muni hefjast í næstu viku en stjórnendur og ráðgjafar fjarskiptafyrirtækisins, sem hafa fundað með fjárfestum og markaðsaðilum í vikunni, horfa þar til þess að selja hluti í félaginu fyrir á bilinu um sjö til níu milljarða króna, samkvæmt heimildum Innherja. Innherji 1. júní 2022 06:01
Hærri vextir og meiri áhættufælni lækkar verðmat á Íslandsbanka Gerbreytt vaxtaumhverfi ásamt aukinni áhættufælni fjárfesta þýðir að ávöxtunarkrafa á eigið fé Íslandsbanka hækkar talsvert, eða úr 11,3 prósentum í 12,3 prósent, og við það lækkar nokkuð verðmatsgengi bankans, að mati Jakobsson Capital. Innherji 31. maí 2022 12:07
Mikill vöxtur í fyrirtækjalánum utan hins hefðbundna bankakerfis Stöðugur vöxtur er í lánum fagfjárfestasjóða til fyrirtækja á sama tíma og bankakerfið hefur einnig tekið við sér í að stórauka á ný lán til atvinnulífsins. Frá því í ársbyrjun 2021 hafa heildarútlán slíkra sjóða, sem eru einkum fjármagnaðir af lífeyrissjóðum, til atvinnufyrirtækja aukist um 60 prósent og námu þau 155 milljörðum í lok apríl. Innherji 31. maí 2022 08:58
Almennir fjárfestar skertir niður í 678 þúsund krónur í útboði Ölgerðarinnar Almennir fjárfestar sem tóku þátt í hlutafjárútboði Ölgerðarinnar, sem lauk síðastliðinn föstudag, fengu úthlutað bréfum í félaginu upp á 678 þúsund krónur, samkvæmt upplýsingum Innherja. Innherji 30. maí 2022 19:19
Fjármálastjóri Kviku kaupir í bankanum fyrir um 10 milljónir Ragnar Páll Dyer, fjármálastjóri Kviku, keypti í morgun hlutabréf í bankanum fyrir tæplega 10 milljónir króna. Samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar keypti hann samtals 500 þúsund hluti á genginu 19,7 krónur á hlut. Innherji 30. maí 2022 10:41
Fjórföld eftirspurn í útboði Ölgerðarinnar og félagið metið á 28 milljarða Alls bárust áskriftir fyrir rúmlega 32 milljarða króna í almennu hlutafjárútboði Ölgerðarinnar, sem lauk í gær, sem samsvarar rúmlega fjórfaldri umfram eftirspurn. Seldur var 29,5 prósenta hlutur í félaginu fyrir samtals 7,9 milljarða króna. Innherji 28. maí 2022 16:00
Forstjóri Kviku selur bréf í bankanum fyrir nærri 70 milljónir Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku banka, seldi hlutabréf í Kviku í dag fyrir nærri 70 milljónir samkvæmt tilkynningu sem var send til Kauphallarinnar. Seldi hann 3,3 milljónir hluta á genginu 20,4. Innherji 27. maí 2022 15:18
Orð Jens Garðars sjókvíaeldismanns eldast illa ISA veiran sem veldur hinum banvæna sjúkdómi blóðþorra í laxi hefur nú verið greind í sjókvíum Fiskeldis Austfjarða í Berufirði. Innlent 27. maí 2022 15:18
Lítið um innlausnir fjárfesta úr sjóðum þrátt fyrir verðhrun á mörkuðum Annan mánuðinn í röð minnkuðu fjárfestar við stöðu sína í innlendum hlutabréfasjóðum og blönduðum sjóðum en hreint útflæði úr þeim var samanlagt tæplega 900 milljónir króna í apríl. Innherji 27. maí 2022 11:08
Skuldabréf Ljósleiðarans komin í Kauphöllina Skuldabréf Ljósleiðarans, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, voru tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland í dag að fenginni staðfestingu fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands á útgefenda- og verðbréfalýsingu. Viðskipti innlent 27. maí 2022 09:30
Engin áform uppi um hlutafjáraukningu, segir forstjóri Play Þrátt fyrir miklar hækkanir á olíuverði eftir innrás Rússa í Úkraínu þá segir forstjóri Play að engar breytingar séu á fyrri rekstraráætlunum flugfélagsins fyrir þetta ár. Enn sé búist við því að einingakostnaður Play, að frátöldum eldsneytiskostnaði, muni minnka jafnt og þétt undir fjögur sent í sumar og að félagið verði farið að skila rekstrarhagnaði á seinni hluta ársins. Innherji 25. maí 2022 14:01
Hlutabréfaverð Play komið undir útboðsgengi félagsins í fyrra Hlutabréfaverð Play, sem hefur lækkað um nærri 16 prósent frá áramótum, er í fyrsta sinn komið undir það gengi sem stærri fjárfestar keyptu á í almennu hlutafjárútboði og í kjölfarið skráningu flugfélagsins á markað fyrir nærri einu ári síðan. Innherji 25. maí 2022 09:02
Bein útsending: Play skýrir 1,4 milljarða tap Tap flugfélagsins Play nam 11,2 milljónum bandaríkjadala, eða rúmlega 1,4 milljörðum íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins 2022. Þetta kemur fram í uppgjöri félagsins sem kynnt var í gær en Play mun gera nánar grein fyrir því á opnum kynningarfundi sem hefst klukkan 08:30. Viðskipti innlent 25. maí 2022 08:00
Tap upp á 1,4 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Tap flugfélagsins Play nam 11,2 milljónum Bandaríkjadala, eða rúmlega 1,4 milljörðum íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins 2022. Viðskipti innlent 24. maí 2022 18:03
Jón Óttar í stjórn Nova eftir kaup fjárfesta á þriðjungshlut Stokkað var upp í stjórn Nova, sem undirbýr nú skráningu á markað, í síðasta mánuði eftir að þrír framtakssjóðir fóru fyrir kaupum fjárfesta á rúmlega þriðjungshlut í fjarskiptafélaginu. Klinkið 24. maí 2022 18:00
Kvika fær fjórðung af markaðinum fyrir hverfandi litla greiðslu Kvika banki greiðir hverfandi litla upphæð fyrir safn viðskiptasamninga, sem saman mynda um 25 prósenta hlutdeild á markaðinum fyrir færsluhirðingu hér á landi. Þetta má lesa úr tilkynningum Kviku og Samkeppniseftirlitsins sem voru sendar út í gær í tengslum við samþykki eftirlitsins á kaupum Rapyd á Valitor, dótturfélagi Arion banka. Innherji 24. maí 2022 06:01