Efsta stéttin sé með vanstilltan siðferðiskompás Máni Snær Þorláksson skrifar 24. júlí 2023 13:19 Vilhjálmur gagnrýnir starfslokasamning Birnu Einarsdóttur harðlega en Birna fær 56,6 milljónir fyrir að láta af störfum sem bankastjóri Íslandsbanka Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, furðar sig á því að bankastjóri Íslandsbanka hafi verið með tæpar 57 milljónir í starfslokasamning. Það komi honum hins vegar ekki á óvart, efsta stéttin hér á landi sé með vanstilltan siðferðiskompás. „Það virðist vera sem það gildi allt önnur lögmál varðandi efri lög þessa samfélags heldur en almenning í þessu landi,“ segir Vilhjálmur í Bítinu á Bylgjunni. Hann nefnir sem dæmi að þegar fólk fremji lögbrot í starfi eða veldur fyrirtæki sínu tjóni þá fái það ekki neitt í líkingu við það sem Birna Einarsdóttir, fyrrverandi bankastjóri Íslandsbanka, fékk fyrir að láta af störfum. „Þegar okkar félagsmenn verða uppvísir af því að fremja einhvers konar lögbrot eða valda sínu fyrirtæki tjóni þá gilda þær leikreglur á íslenskum vinnumarkaði að viðkomandi aðili fær svokallaða fyrirvaralausa uppsögn.“ Það sé þegar starfsfólki er sagt upp án þess að það eigi neinn möguleika á því að fá uppsagnarfrest sinn greiddan. Vilhjálmur bendir á að Íslandbanki þurfi að greiða sáttarsekt sem nemur 1,2 milljörðum króna vegna lögbrota í tengslum við söluna á bankanum. „Ég get bara fullyrt það að ekki einn einasti launamaður á íslenskum vinnumarkaði sem yrði uppvís að því að bera ábyrgð á því að slíkt tjón myndi eiga sér stað hjá einhverju fyrirtæki að hann fengi uppsaganarfrest sinn greiddan.“ Gildi önnur lögmál um „þetta fólk“ Vilhjálmur segir að það taki verkafólk á hefðbundnum kauptaxta um tólf ár að ná upp í þá upphæð sem starfslokasamningur Birnu felur í sér. Séu meðal heildarlaun á Íslandi tekin taki það um fimm og hálft ár. „Það er alltaf talað um að þetta fólk beri svo ofboðselga mikla ábyrgð en ábyrgðin ristir ekki dýpra heldur en þetta að ofan á það allt saman gilda allt önnur lögmál um þetta fólk heldur en allt annað launafólk á íslenskum vinnumarkaði.“ Þá segir Vilhjálmur að það verði gaman að ræða þetta við Samtök atvinnulífsins í kjaraviðræðunum í ljósi þess að Birna hefur setið í stjórn samtakanna og tók þátt í að skrifa undir þá síðast. Það sé spurning hvort það eigi að lengja uppsagnarfrest upp í tólf mánuði. „Síðan til viðbótar ef að fólk brýtur lög, hvort það eigi að fá uppsagnarfrest sinn greiddan eins og í þessu tilfelli.“ Tvöföld mánaðarlaun forsætisráðherra Að mati Vilhjálms er verið að senda ofboðslega röng skilaboð út í samfélagið. Hann sé ekki á því að þegar fólk veldur sínu fyrirtæki stórfelldum skaða að það eigi þá rétt á greiðslu sem þessari sem Birna fær. „Það er nefnilega einfaldlega þannig að siðferðiskompás þessa ágæta fólks sem er í efsta lagi þessa samfélags, hann er bara eitthvað vanstilltur. Þetta er bara dálítið svona: Ég á þetta, ég má þetta.“ Þá vekur Vilhjálmur athygli á því að fimm milljónir á mánuði, það er upphæðin sem Birna fær vegna starfslokanna, sé tvöföld laun forsætisráðherra. „Svo er alltaf talað um að þetta er svo eftirsóknarvert fólk, það sé svo mikil ábyrgð sem fylgir þessum störfum. Hver er síðan ábyrgðin þegar á reynir?“ Salan á Íslandsbanka Stéttarfélög Kjaramál Íslandsbanki Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
„Það virðist vera sem það gildi allt önnur lögmál varðandi efri lög þessa samfélags heldur en almenning í þessu landi,“ segir Vilhjálmur í Bítinu á Bylgjunni. Hann nefnir sem dæmi að þegar fólk fremji lögbrot í starfi eða veldur fyrirtæki sínu tjóni þá fái það ekki neitt í líkingu við það sem Birna Einarsdóttir, fyrrverandi bankastjóri Íslandsbanka, fékk fyrir að láta af störfum. „Þegar okkar félagsmenn verða uppvísir af því að fremja einhvers konar lögbrot eða valda sínu fyrirtæki tjóni þá gilda þær leikreglur á íslenskum vinnumarkaði að viðkomandi aðili fær svokallaða fyrirvaralausa uppsögn.“ Það sé þegar starfsfólki er sagt upp án þess að það eigi neinn möguleika á því að fá uppsagnarfrest sinn greiddan. Vilhjálmur bendir á að Íslandbanki þurfi að greiða sáttarsekt sem nemur 1,2 milljörðum króna vegna lögbrota í tengslum við söluna á bankanum. „Ég get bara fullyrt það að ekki einn einasti launamaður á íslenskum vinnumarkaði sem yrði uppvís að því að bera ábyrgð á því að slíkt tjón myndi eiga sér stað hjá einhverju fyrirtæki að hann fengi uppsaganarfrest sinn greiddan.“ Gildi önnur lögmál um „þetta fólk“ Vilhjálmur segir að það taki verkafólk á hefðbundnum kauptaxta um tólf ár að ná upp í þá upphæð sem starfslokasamningur Birnu felur í sér. Séu meðal heildarlaun á Íslandi tekin taki það um fimm og hálft ár. „Það er alltaf talað um að þetta fólk beri svo ofboðselga mikla ábyrgð en ábyrgðin ristir ekki dýpra heldur en þetta að ofan á það allt saman gilda allt önnur lögmál um þetta fólk heldur en allt annað launafólk á íslenskum vinnumarkaði.“ Þá segir Vilhjálmur að það verði gaman að ræða þetta við Samtök atvinnulífsins í kjaraviðræðunum í ljósi þess að Birna hefur setið í stjórn samtakanna og tók þátt í að skrifa undir þá síðast. Það sé spurning hvort það eigi að lengja uppsagnarfrest upp í tólf mánuði. „Síðan til viðbótar ef að fólk brýtur lög, hvort það eigi að fá uppsagnarfrest sinn greiddan eins og í þessu tilfelli.“ Tvöföld mánaðarlaun forsætisráðherra Að mati Vilhjálms er verið að senda ofboðslega röng skilaboð út í samfélagið. Hann sé ekki á því að þegar fólk veldur sínu fyrirtæki stórfelldum skaða að það eigi þá rétt á greiðslu sem þessari sem Birna fær. „Það er nefnilega einfaldlega þannig að siðferðiskompás þessa ágæta fólks sem er í efsta lagi þessa samfélags, hann er bara eitthvað vanstilltur. Þetta er bara dálítið svona: Ég á þetta, ég má þetta.“ Þá vekur Vilhjálmur athygli á því að fimm milljónir á mánuði, það er upphæðin sem Birna fær vegna starfslokanna, sé tvöföld laun forsætisráðherra. „Svo er alltaf talað um að þetta er svo eftirsóknarvert fólk, það sé svo mikil ábyrgð sem fylgir þessum störfum. Hver er síðan ábyrgðin þegar á reynir?“
Salan á Íslandsbanka Stéttarfélög Kjaramál Íslandsbanki Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira