Þessi bjóða sig fram í stjórn Íslandsbanka Eiður Þór Árnason skrifar 25. júlí 2023 14:35 (f.v) Stefán Pétursson, Helga Hlín Hákonardóttir, Linda Jónsdóttir, Ásgeir Brynjar Torfason og Frosti Sigurjónsson eru meðal þeirra sem bjóða sig fram til stjórnar. Aðeins Stefán og Linda voru tilnefnd. Ellefu einstaklingar bjóða sig fram til setu í stjórn Íslandsbanka sem kjörin verður á hluthafafundi bankans föstudaginn 28. júlí. Fjögur bjóða sig fram til stjórnarsetu þrátt fyrir að vera ekki á lista tilnefningarnefndar yfir þá sem mælt er með að taki stjórnarsæti. Það eru Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi alþingismaður, Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum, Helga Hlín Hákonardóttir, lögmaður og eigandi Strategíu, og Elín Jóhannesdóttir, sem starfar hjá Vigri fjárfestingu ehf. Þau sjö sem tilnefnd voru bjóða sig öll fram til stjórnarsetu. Boðað var til hluthafafundar og stjórnarkjörs í kjölfar þess að Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands komst að þeirri niðurstöðu að starfsmenn bankans hafi brotið lög við framkvæmd útboðs á 22,5% eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka í mars 2022. Eftirfarandi sendu inn framboð til stjórnar samkvæmt tilkynningu Íslandsbanka til Kauphallar: Framboð til aðalstjórnar: Agnar Tómas Möller, sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Anna Þórðardóttir, sjálfstætt starfandi stjórnarmaður. Ásgeir Brynjar Torfason, sjálfstætt starfandi fræðimaður og ráðgjafi. Verkefnisstjóri í stjórnsýslu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Elín Jóhannesdóttir, í sérverkefnum fyrir Vigur fjárfesting ehf. Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís ehf. Frosti Sigurjónsson, sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Haukur Örn Birgisson, hæstaréttarlögmaður, eigandi og framkvæmdastjóri Íslensku lögfræðistofunnar. Helga Hlín Hákonardóttir, meðeigandi og ráðgjafi hjá Strategíu ráðgjafafyrirtæki. Linda Jónsdóttir, sem formaður stjórnar, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Marel hf. Stefán Pétursson, fjármálastjóri EpiEndo Pharmaceuticals ehf. Valgerður Skúladóttir, framkvæmdastjóri Sensa ehf. Valgerður Hrund Skúladóttir, Stefán Pétursson, Anna Þórðardóttir, Agnar Tómas Möller, og Frosti Ólafsson. Allir nema Stefán eiga nú þegar sæti í stjórn Íslandsbanka. Framboð til varastjórnar: Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála. Páll Grétar Steingrímsson, sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Formaður og varaformaður gefa ekki kost á sér Í síðustu viku var greint frá því að tilnefningarnefnd Íslandsbanka hafi tilnefnt Lindu Jónsdóttur og Stefán Pétursson sem nýja stjórnarmenn en Finnur Árnason stjórnarformaður, Guðrún Þorgeirsdóttir varaformaður og Ari Daníelsson stjórnarmaður gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn Íslandsbanka. Þá leggur valnefnd Bankasýslu ríkisins, sem fer með hlut ríkisins í Íslandsbanka, til að Haukur Örn Birgisson verði kjörinn nýr inn í stjórn. Tilnefningarnefnd leggur til, í samráði við Bankasýslu ríkisins, að Linda verði kjörin nýr formaður stjórnar en hún er framkvæmdastjóri rekstrar hjá Marel. Stefán var fjármálastjóri Arion banka á árunum 2010 til 2021 og hefur starfað sem fjármálastjóri hjá lyfjaþróunarfyrirtækinu EpiEndo Pharmaceuticals ehf. frá árinu 2022. Haukur hefur starfað sem lögmaður í um tvo áratugi og þar af sem sjálfstætt starfandi lögmaður í fimmtán ár. Agnar Tómas Möller, Anna Þórðardóttir, Frosti Ólafsson og Valgerður Hrund Skúladóttir eru tilnefnd til áframhaldandi stjórnarsetu, auk Páls Grétars Steingrímssonar og Herdísar Gunnarsdóttur í varastjórn. Linda sé með yfirgripsmikla þekkingu af stjórnun og fjármálum Í skýrslu tilnefningarnefndar Íslandsbanka kemur fram að Linda Jónsdóttir hafi áður verið fjármálastjóri Marel og þar áður forstöðumaður fjárstýringar, fjármögnunar og fjárfestatengsla. „Linda hefur yfirgripsmikla alþjóðlega reynslu af stjórnun, fjármálum, hugbúnaði og rekstri í gegnum störf sín hjá Marel, en hjá félaginu starfa um 8.000 manns í yfir 30 löndum og veltir árlega 1,7 milljarði evra. Linda hefur einnig víðtæka starfsreynslu úr íslensku atvinnulífi frá störfum sínum fyrir Eimskip, Burðarás og Straum fjárfestingarbanka. Linda situr í stjórn Vísindagarða og hefur áður sinnt stjórnarstörfum fyrir Viðskiptaráð Íslands og Framtakssjóð Íslands (FSÍ),“ segir í ágripi tilnefningarnefndar. Linda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Marel, er tilnefnd sem nýr stjórnarformaður Íslandsbanka.Marel Boðað til hluthafafundar eftir að bankinn gerðist brotlegur Í samkomulagi Íslandsbanka við Seðlabankann gengst hann við því að hafa brotið gegn lögum við söluferlið á hlutum ríkisins í bankanum og lýkur málinu með greiðslu 1,16 milljarða króna sektar. Birna Einarsdóttir sagði af sér sem bankastjóri Íslandsbanka í lok júní. Ari Daníelsson, fráfarandi stjórnarmaður, hefur setið í stjórn frá mars 2022 og komst í fréttir þegar greint var frá því að hann hafi keypt bréf fyrir tæpar 55 milljónir króna í útboði á hlutum ríkisins í Íslandsbanka sem fram fór í fyrra. Samkvæmt Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands var Ara óheimilt að taka þátt í útboðinu miðað við reglur um viðskipti stjórnenda. „Þegar litið er til baka var margt sem draga má lærdóm af,“ sagði Finnur Árnason, fráfarandi stjórnarformaður, nýverið um framkvæmd söluútboðsins í ársskýrslu Íslandsbanka og sagði ljóst að bankinn hefði átt að standa sig betur „í ákveðnum þáttum.“ Hafi góðan tíma til að sinna stjórnarstarfinu Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi alþingismaður, forstjóri Nýherja og fjármálastjóri Marels, segir í samtali við Innherja að hann hafi ákveðið að bjóða sig fram þrátt fyrir að vera ekki á lista tilnefningarnefndar. Það sé að lokum ákvörðun hluthafa hverjir taka þar sæti. Mikill tími fari í að sitja í stjórn eftirlitsskyldra aðila á borð við Íslandsbanka. „Fyrir fólk sem er upptekið á öðrum vettvangi getur þetta verið töluvert krefjandi.“ „Ég hef góðan tíma,“ segir Frosti sem sat um árabil í bankaráði Seðlabankans. Hann starfi nú við að ráðleggja sprotafyrirtækjum, auk þess sem hann sinnir fjölmörgum barnabörnum sínum og stundar golf. „Ég bý að góðri reynslu og hef áhuga á að gefa kost á mér í krefjandi verkefni,“ segir hann í samtali við Innherja. Fréttin hefur verið uppfærð. Íslandsbanki Íslenskir bankar Vistaskipti Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Frosti Sigurjónsson býður sig fram í stjórn Íslandsbanka Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi alþingismaður, býður sig fram til setu í stjórn Íslandsbanka. Hann er ekki á lista yfir þá sem tilnefningarnefnd mælir með að sitji í stjórn bankans. Frosti segir að þegar honum bárust þau tíðindi hafi hann upplýst nefndina að hann vilji engu að síður vera í framboði enda séu það hluthafar sem velji stjórn en tilnefningarnefnd komi með tillögur. Hann hefur vakið athygli stjórnenda lífeyrissjóða á framboði sínu. „Lokaákvörðun er hjá hluthöfum.“ 25. júlí 2023 13:39 Íslandsbanki frestar birtingu tilnefninga til stjórnar Tilnefninganefnd Íslandsbanka hefur frestað birtingu tilnefninga til stjórnar bankans um eina viku. 15. júlí 2023 09:46 Formaður og varaformaður hætta í stjórn Íslandsbanka Finnur Árnason, Guðrún Þorgeirsdóttir og Ari Daníelsson gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn Íslandsbanka. Finnur er núverandi stjórnarformaður bankans og Guðrún varaformaður. Tilnefningarnefnd bankans leggur til að Linda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Marel, verði kjörin nýr formaður stjórnar. 18. júlí 2023 14:41 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Það eru Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi alþingismaður, Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum, Helga Hlín Hákonardóttir, lögmaður og eigandi Strategíu, og Elín Jóhannesdóttir, sem starfar hjá Vigri fjárfestingu ehf. Þau sjö sem tilnefnd voru bjóða sig öll fram til stjórnarsetu. Boðað var til hluthafafundar og stjórnarkjörs í kjölfar þess að Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands komst að þeirri niðurstöðu að starfsmenn bankans hafi brotið lög við framkvæmd útboðs á 22,5% eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka í mars 2022. Eftirfarandi sendu inn framboð til stjórnar samkvæmt tilkynningu Íslandsbanka til Kauphallar: Framboð til aðalstjórnar: Agnar Tómas Möller, sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Anna Þórðardóttir, sjálfstætt starfandi stjórnarmaður. Ásgeir Brynjar Torfason, sjálfstætt starfandi fræðimaður og ráðgjafi. Verkefnisstjóri í stjórnsýslu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Elín Jóhannesdóttir, í sérverkefnum fyrir Vigur fjárfesting ehf. Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís ehf. Frosti Sigurjónsson, sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Haukur Örn Birgisson, hæstaréttarlögmaður, eigandi og framkvæmdastjóri Íslensku lögfræðistofunnar. Helga Hlín Hákonardóttir, meðeigandi og ráðgjafi hjá Strategíu ráðgjafafyrirtæki. Linda Jónsdóttir, sem formaður stjórnar, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Marel hf. Stefán Pétursson, fjármálastjóri EpiEndo Pharmaceuticals ehf. Valgerður Skúladóttir, framkvæmdastjóri Sensa ehf. Valgerður Hrund Skúladóttir, Stefán Pétursson, Anna Þórðardóttir, Agnar Tómas Möller, og Frosti Ólafsson. Allir nema Stefán eiga nú þegar sæti í stjórn Íslandsbanka. Framboð til varastjórnar: Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála. Páll Grétar Steingrímsson, sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Formaður og varaformaður gefa ekki kost á sér Í síðustu viku var greint frá því að tilnefningarnefnd Íslandsbanka hafi tilnefnt Lindu Jónsdóttur og Stefán Pétursson sem nýja stjórnarmenn en Finnur Árnason stjórnarformaður, Guðrún Þorgeirsdóttir varaformaður og Ari Daníelsson stjórnarmaður gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn Íslandsbanka. Þá leggur valnefnd Bankasýslu ríkisins, sem fer með hlut ríkisins í Íslandsbanka, til að Haukur Örn Birgisson verði kjörinn nýr inn í stjórn. Tilnefningarnefnd leggur til, í samráði við Bankasýslu ríkisins, að Linda verði kjörin nýr formaður stjórnar en hún er framkvæmdastjóri rekstrar hjá Marel. Stefán var fjármálastjóri Arion banka á árunum 2010 til 2021 og hefur starfað sem fjármálastjóri hjá lyfjaþróunarfyrirtækinu EpiEndo Pharmaceuticals ehf. frá árinu 2022. Haukur hefur starfað sem lögmaður í um tvo áratugi og þar af sem sjálfstætt starfandi lögmaður í fimmtán ár. Agnar Tómas Möller, Anna Þórðardóttir, Frosti Ólafsson og Valgerður Hrund Skúladóttir eru tilnefnd til áframhaldandi stjórnarsetu, auk Páls Grétars Steingrímssonar og Herdísar Gunnarsdóttur í varastjórn. Linda sé með yfirgripsmikla þekkingu af stjórnun og fjármálum Í skýrslu tilnefningarnefndar Íslandsbanka kemur fram að Linda Jónsdóttir hafi áður verið fjármálastjóri Marel og þar áður forstöðumaður fjárstýringar, fjármögnunar og fjárfestatengsla. „Linda hefur yfirgripsmikla alþjóðlega reynslu af stjórnun, fjármálum, hugbúnaði og rekstri í gegnum störf sín hjá Marel, en hjá félaginu starfa um 8.000 manns í yfir 30 löndum og veltir árlega 1,7 milljarði evra. Linda hefur einnig víðtæka starfsreynslu úr íslensku atvinnulífi frá störfum sínum fyrir Eimskip, Burðarás og Straum fjárfestingarbanka. Linda situr í stjórn Vísindagarða og hefur áður sinnt stjórnarstörfum fyrir Viðskiptaráð Íslands og Framtakssjóð Íslands (FSÍ),“ segir í ágripi tilnefningarnefndar. Linda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Marel, er tilnefnd sem nýr stjórnarformaður Íslandsbanka.Marel Boðað til hluthafafundar eftir að bankinn gerðist brotlegur Í samkomulagi Íslandsbanka við Seðlabankann gengst hann við því að hafa brotið gegn lögum við söluferlið á hlutum ríkisins í bankanum og lýkur málinu með greiðslu 1,16 milljarða króna sektar. Birna Einarsdóttir sagði af sér sem bankastjóri Íslandsbanka í lok júní. Ari Daníelsson, fráfarandi stjórnarmaður, hefur setið í stjórn frá mars 2022 og komst í fréttir þegar greint var frá því að hann hafi keypt bréf fyrir tæpar 55 milljónir króna í útboði á hlutum ríkisins í Íslandsbanka sem fram fór í fyrra. Samkvæmt Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands var Ara óheimilt að taka þátt í útboðinu miðað við reglur um viðskipti stjórnenda. „Þegar litið er til baka var margt sem draga má lærdóm af,“ sagði Finnur Árnason, fráfarandi stjórnarformaður, nýverið um framkvæmd söluútboðsins í ársskýrslu Íslandsbanka og sagði ljóst að bankinn hefði átt að standa sig betur „í ákveðnum þáttum.“ Hafi góðan tíma til að sinna stjórnarstarfinu Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi alþingismaður, forstjóri Nýherja og fjármálastjóri Marels, segir í samtali við Innherja að hann hafi ákveðið að bjóða sig fram þrátt fyrir að vera ekki á lista tilnefningarnefndar. Það sé að lokum ákvörðun hluthafa hverjir taka þar sæti. Mikill tími fari í að sitja í stjórn eftirlitsskyldra aðila á borð við Íslandsbanka. „Fyrir fólk sem er upptekið á öðrum vettvangi getur þetta verið töluvert krefjandi.“ „Ég hef góðan tíma,“ segir Frosti sem sat um árabil í bankaráði Seðlabankans. Hann starfi nú við að ráðleggja sprotafyrirtækjum, auk þess sem hann sinnir fjölmörgum barnabörnum sínum og stundar golf. „Ég bý að góðri reynslu og hef áhuga á að gefa kost á mér í krefjandi verkefni,“ segir hann í samtali við Innherja. Fréttin hefur verið uppfærð.
Íslandsbanki Íslenskir bankar Vistaskipti Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Frosti Sigurjónsson býður sig fram í stjórn Íslandsbanka Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi alþingismaður, býður sig fram til setu í stjórn Íslandsbanka. Hann er ekki á lista yfir þá sem tilnefningarnefnd mælir með að sitji í stjórn bankans. Frosti segir að þegar honum bárust þau tíðindi hafi hann upplýst nefndina að hann vilji engu að síður vera í framboði enda séu það hluthafar sem velji stjórn en tilnefningarnefnd komi með tillögur. Hann hefur vakið athygli stjórnenda lífeyrissjóða á framboði sínu. „Lokaákvörðun er hjá hluthöfum.“ 25. júlí 2023 13:39 Íslandsbanki frestar birtingu tilnefninga til stjórnar Tilnefninganefnd Íslandsbanka hefur frestað birtingu tilnefninga til stjórnar bankans um eina viku. 15. júlí 2023 09:46 Formaður og varaformaður hætta í stjórn Íslandsbanka Finnur Árnason, Guðrún Þorgeirsdóttir og Ari Daníelsson gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn Íslandsbanka. Finnur er núverandi stjórnarformaður bankans og Guðrún varaformaður. Tilnefningarnefnd bankans leggur til að Linda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Marel, verði kjörin nýr formaður stjórnar. 18. júlí 2023 14:41 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Frosti Sigurjónsson býður sig fram í stjórn Íslandsbanka Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi alþingismaður, býður sig fram til setu í stjórn Íslandsbanka. Hann er ekki á lista yfir þá sem tilnefningarnefnd mælir með að sitji í stjórn bankans. Frosti segir að þegar honum bárust þau tíðindi hafi hann upplýst nefndina að hann vilji engu að síður vera í framboði enda séu það hluthafar sem velji stjórn en tilnefningarnefnd komi með tillögur. Hann hefur vakið athygli stjórnenda lífeyrissjóða á framboði sínu. „Lokaákvörðun er hjá hluthöfum.“ 25. júlí 2023 13:39
Íslandsbanki frestar birtingu tilnefninga til stjórnar Tilnefninganefnd Íslandsbanka hefur frestað birtingu tilnefninga til stjórnar bankans um eina viku. 15. júlí 2023 09:46
Formaður og varaformaður hætta í stjórn Íslandsbanka Finnur Árnason, Guðrún Þorgeirsdóttir og Ari Daníelsson gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn Íslandsbanka. Finnur er núverandi stjórnarformaður bankans og Guðrún varaformaður. Tilnefningarnefnd bankans leggur til að Linda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Marel, verði kjörin nýr formaður stjórnar. 18. júlí 2023 14:41