Skipulagsbreytingar kostuðu Festi 154 milljónir króna Árni Sæberg skrifar 26. júlí 2023 21:07 Ásta Sigríður Fjeldsted er forstjóri Festi. Stöð 2/Egill Einskiptiskostnaður Festi vegna starfsloka tengdum skipulagsbreytingum á öðrum ársfjórðungi nam 154 milljónum króna. Vörusala félagsins jókst um 14,2 prósent milli ára á tímabilinu. Þetta kemur fram í uppgjöri Festi fyrir annan ársfjórðung ársins. Vörusala nam 34.199 milljónum króna samanborið við 29.936 milljónir króna árið áður og jókst um 14,2 prósent milli ára. Framlegð af vöru- og þjónustusölu nam 7.756 milljónum króna og jókst um 431 milljarða, eða 5,9 prósent, á milli ára. Framlegðarstig nam 22,7 prósent og hækkar um 1,6 prósentustig frá síðasta ársfjórðungi en er 1,8 prósentustigum lægra en árið áður. Laun og starfsmannakostnaður eykst um 21,4 prósent milli ára en stöðugildum fjölgar um 9,7 prósent vegna opnunar nýrra verslana á seinni helmingi síðasta árs. Þá nam einskiptiskostnaður 154 milljónum króna vegna starfsloka tengdum skipulagsbreytingum á ársfjórðungnum. Sjö létu af störfum og tvö voru ráðin til félagsins í skipulagsbreytingum í lok maí. Þá voru ýmis svið sameinuð. EBITDA, hagnaður fyrir vexti, skatta og afskriftir, nam 2.562 milljónum króna samanborið við 2.911 milljónum króna á sama tímabili í fyrra, sem er lækkun um 349 milljónir króna. Eigið fé í lok ársfjórðungsins nam 33.641 milljónum króna og eiginfjárhlutfall 35,5 prósent samanborið við 36,9 prósent í árslok 2022. Handbært fé frá rekstri nam 2.859 milljónum króna samanborið við 476 milljónir árið áður. EBITDA afkomuspá fyrir árið er óbreytt og nemur 9.750 – 10.250 milljónum króna. Bæting þrátt fyrir erfitt rekstrarumhverfi „Við höfum bætt reksturinn frá fyrsta ársfjórðungi ársins 2023 þrátt fyrir krefjandi rekstrarumhverfi vegna áhrifa verðbólgu, vaxta- og launahækkana og áframhaldandi verðhækkana á aðföngum. Vörusala jókst um 14,2% en umtalsverð aukning var í magni í dagvörusölu, eldsneytissölu og sölu á raftækjum. Fjöldi heimsókna viðskiptavina milli ára vex um 12,4,% fjöldi seldra vara um 12,8% og fjöldi seldra lítra eldsneytis eykst um 8,7%“ er haft eftir Ástu S. Fjeldsted, forstjóra Festi, í fréttatilkynningu vegna uppgjörsins. Festi Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Þetta kemur fram í uppgjöri Festi fyrir annan ársfjórðung ársins. Vörusala nam 34.199 milljónum króna samanborið við 29.936 milljónir króna árið áður og jókst um 14,2 prósent milli ára. Framlegð af vöru- og þjónustusölu nam 7.756 milljónum króna og jókst um 431 milljarða, eða 5,9 prósent, á milli ára. Framlegðarstig nam 22,7 prósent og hækkar um 1,6 prósentustig frá síðasta ársfjórðungi en er 1,8 prósentustigum lægra en árið áður. Laun og starfsmannakostnaður eykst um 21,4 prósent milli ára en stöðugildum fjölgar um 9,7 prósent vegna opnunar nýrra verslana á seinni helmingi síðasta árs. Þá nam einskiptiskostnaður 154 milljónum króna vegna starfsloka tengdum skipulagsbreytingum á ársfjórðungnum. Sjö létu af störfum og tvö voru ráðin til félagsins í skipulagsbreytingum í lok maí. Þá voru ýmis svið sameinuð. EBITDA, hagnaður fyrir vexti, skatta og afskriftir, nam 2.562 milljónum króna samanborið við 2.911 milljónum króna á sama tímabili í fyrra, sem er lækkun um 349 milljónir króna. Eigið fé í lok ársfjórðungsins nam 33.641 milljónum króna og eiginfjárhlutfall 35,5 prósent samanborið við 36,9 prósent í árslok 2022. Handbært fé frá rekstri nam 2.859 milljónum króna samanborið við 476 milljónir árið áður. EBITDA afkomuspá fyrir árið er óbreytt og nemur 9.750 – 10.250 milljónum króna. Bæting þrátt fyrir erfitt rekstrarumhverfi „Við höfum bætt reksturinn frá fyrsta ársfjórðungi ársins 2023 þrátt fyrir krefjandi rekstrarumhverfi vegna áhrifa verðbólgu, vaxta- og launahækkana og áframhaldandi verðhækkana á aðföngum. Vörusala jókst um 14,2% en umtalsverð aukning var í magni í dagvörusölu, eldsneytissölu og sölu á raftækjum. Fjöldi heimsókna viðskiptavina milli ára vex um 12,4,% fjöldi seldra vara um 12,8% og fjöldi seldra lítra eldsneytis eykst um 8,7%“ er haft eftir Ástu S. Fjeldsted, forstjóra Festi, í fréttatilkynningu vegna uppgjörsins.
Festi Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira