
Icelandair og Emirates ætla í samstarf
Icelandair og Emirates skrifuðu fyrr í dag undir viljayfirlýsingu um samstarf. Samkvæmt viljayfirlýsingunni munu flugfélögin vinna að samningi um sammerkt flug sem mun gera viðskiptavinum kleift að tengja á þægilegan hátt á milli leiðakerfa flugfélaganna.