Oculis komið á markað Viðskipti með verðbréf líftæknifyrirtækisins Oculis Holding AG eru hafin í Kauphöllinni. Félagið var áður skráð á markað í Bandaríkjunum. Viðskipti innlent 23. apríl 2024 10:03
Lífeyrissjóðir verða ekki hlutlausir fjárfestar, segir formaður Gildis Haft hefur verið á orði að lífeyrissjóðir eigi að láta einkafjárfestum eftir að leiða þau fyrirtæki sem fjárfest er í. Stjórnarformaður Gildis segir að í ljósi þess hve umsvifamiklir lífeyrissjóðir séu á hlutabréfamarkaði hérlendis muni þeir gegna veigameira hlutverki en að vera hlutlaus fjárfestir. Innherji 22. apríl 2024 19:18
Viðskipti með bréf í Oculis hefjast á morgun Bréf í augnlyfjaþróunarfyrirtækisins Oculis Holding AG verða tekin til viðskipta í Kauphöllinni á morgun. Viðskipti innlent 22. apríl 2024 14:04
Bankastjóri: Vanskil hjá fyrirtækjum aukast og raunvaxtastig er of hátt Vanskil fyrirtækja vaxa frá mánuði til mánaðar. Bankastjóri Arion banka segir að raunvaxtastig sé orðið of hátt og óttast að fyrirtæki verði nauðbeygð að segja upp starfsfólki. Fyrir vikið gæti atvinnuleysi aukist. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands þurfi að taka tillit til þess við vaxtaákvarðanir að áhrif þeirra komi ekki fram að fullu fyrr en eftir 18 mánuði. Innherji 22. apríl 2024 10:25
Skiljanleg ákvörðun að selja ekki vefmiðla og útvarpsstöðvar Hvers vegna skyldi Sýn selja frá sér vaxtarbrodd fyrirtækisins í hávaxtaumhverfi sem nú ríkir, á meðan samkeppnisaðilar keppast við að finna tækifæri til vaxtar? Hugmyndin var fráleit og ég fagna niðurstöðunni. Umræðan 22. apríl 2024 07:31
Ölgerðin er „sóknarfyrirtæki“ án þaks á möguleikum til vaxtar Ölgerðin hefur vaxið um 73,5 prósent á ári undanfarin þrjú ár. Það þykir „okkur vel af sér fyrir 111 ára gamalt fyrirtæki,“ sagði forstjóri félagsins sem boðaði áframhaldandi sókn. „Við erum sóknarfyrirtæki.“ Innherji 19. apríl 2024 17:40
Sýn hættir við að selja vefmiðla og útvarp Stjórn Sýnar er hætt við að skoða frekar sölu á vefmiðla- og útvarpseiningu sinni. Forstjóri félagsins segir mikil verðmæti fyrir Sýn að hafa einigarnar áfram innan Sýnar. Viðskipti innlent 19. apríl 2024 17:22
Stöð 2+ lækkar verð Frá og með 1. maí næstkomandi mun streymisveitan Stöð 2+ vera aðgengileg viðskiptavinum á lægra verði. Neytendur 19. apríl 2024 11:51
Hafa náð nýjum sölusamningi í Bandaríkjunum Líftæknifyrirtækið Alvotech hefur gert langtímasamning við „leiðandi innkaupaaðila lyfja í Bandaríkjunum“ um sölu og markaðssetningu á Simlandi (adalimumab-ryvk), fyrstu líftæknilyfjahliðstæðunni í háum styrk með útskiptanleika við Humira. Viðskipti innlent 19. apríl 2024 11:23
Spá minni hagnaði hjá bönkum og að þeir nái ekki arðsemismarkmiði Greinendur telja að hagnaður viðskiptabankanna sem skráðir eru í Kauphöll Íslands muni dragast saman á fyrsta ársfjórðungi um ellefu og 16 prósent milli ára að jafnaði. Þeir spá því að bankarnir nái ekki markmiði sínu um arðsemi eiginfjár á ársfjórðungnum. Innherji 18. apríl 2024 16:11
Fljúga til Wales í haust í tengslum við landsleikina Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á ferðum til borgarinnar Cardiff í Wales næsta haust. Þetta er gert vegna mikils áhuga stuðningsmanna á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram í október og nóvember. Viðskipti innlent 18. apríl 2024 13:33
Tekur við stöðu rekstrarstjóra Stöðvar 2 Sigurður Amlín Magnússon hefur verið ráðinn í nýtt hlutverk rekstrarstjóra hjá Stöð 2. Viðskipti innlent 18. apríl 2024 09:19
Stjórnvöld vilja ekki bjóða erlendum fjárfestum upp á sérstöðu Íslands Ef það er raunverulega markmiðið að auka beina erlenda fjárfestingu og skapa umhverfi sem eflir hlutabréfamarkaðinn þá væri réttast að selja minnihluta í Landsvirkjun samhliða skráningu á markað og eins opna meira á erlent eignarhald í sjávarútvegi, að mati framkvæmdastjóra eins stærsta lífeyrissjóðs landsins. Þótt Kauphöllin fari stækkandi þá endurspegli hún ekki vel íslenska hagkerfið á meðan stjórnvöld halda verndarhendi yfir þeim atvinnugreinum sem eru með sérstöðu á heimsvísu. Innherji 18. apríl 2024 06:30
Skynsamlegt að selja Íslandsbanka Ríkið á miklar eignir. Um 1.300 milljarða króna eru bundnar í eignarhaldi á um 40 ríkisfyrirtækjum, 900 fasteignum og yfir 400 jörðum. Skynsamlegt er að hefja skipulega sölu á þessum eignum sem ekki nýtast í rekstri ríkisins og minnka skuldir ríkissjóðs. Skoðun 17. apríl 2024 16:01
Hlutabréfafjárfesting er langtímafjárfesting Í bréfi sem Warren Buffet skrifaði til hluthafa í fjárfestingarfélaginu Berkshire Hathaway sagði hann „America has been a terrific country for investors. All they needed to do is sit quietly, listening to no one“. Skoðun 17. apríl 2024 12:31
Lífeyrissjóðir stækkuðu stöðuna í Marel og fara með um 40 prósenta hlut Íslensku lífeyrissjóðirnir, einkum þeir stærstu, juku lítillega við hlutabréfastöðu sína í Marel í fyrra á afar sveiflukenndum og krefjandi tímum á markaði en að teknu tilliti til óbeins eignarhlutar í Eyri Invest fara sjóðirnir núna með samanlagt um fjörutíu prósenta hlut í félaginu. Bandaríska fyrirtækið JBT áformar að gera formlegt yfirtökutilboð í Marel í næsta mánuði en það er meðal annars háð skilyrði um samþykki að lágmarki 90 prósent hluthafa. Innherji 17. apríl 2024 11:33
Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur veitt Alvotech markaðsleyfi fyrir Selarsdi (ustekinumab-aekn), líftæknilyfjahliðstæðu við Stelara. Gert er ráð fyrir að Selarsdi komi á markað í Bandaríkjunum um eða eftir 21. febrúar 2025 í samræmi við samkomulag við framleiðanda frumlyfsins Stelara Viðskipti innlent 16. apríl 2024 21:31
Tvær vikur í að hægt verði að „klippa húsið niður“ Niðurrif á Íslandsbankahúsinu á Kirkjusandi er í fullum gangi. Umsjónarmaður verksins áætlar að eftir um það bil tvær vikur verði hægt að fara „klippa húsið niður.“ Það mun taka nokkra mánuði. Innlent 16. apríl 2024 16:51
Lilja leiðir nýja markaðs- og sjálfbærnideild Sýnar Lilja Kristín Birgisdóttir hefur verið ráðin til þess að veita nýrri deild Markaðs- og sjálfbærni hjá Sýn forstöðu og mun leiða vörumerkja uppbyggingu Vodafone, Stöðvar 2, Stöð 2 Sport, Vísis, Bylgjunnar, FM957, X977 og Já. Viðskipti innlent 16. apríl 2024 16:30
Tveir stjórnarmenn og forstjóri lögðu til milljarð Tveir stjórnarmenn í Play og forstjóri félagsins lögðu félaginu til 986 milljónir króna í nýlokinni fjármögnunarlotu félagsins. Alls söfnuðust um 4,6 milljarðar króna og því lögðu þeir til 22 prósent aukins hlutafjár. Viðskipti innlent 15. apríl 2024 23:26
Loftleiðir með þrjár þotur í lúxusflugi fyrir ríka fólkið Loftleiðir, dótturfélag Icelandair Group, er komið með þrjár þotur sem eingöngu sinna lúxusflugi með forríka ferðamenn. Dæmigerð þriggja vikna hnattferð kostar 25 milljónir króna á mann en þá er líka allt innifalið. Viðskipti innlent 15. apríl 2024 23:00
Viðræður vegna kaupa á Lyfju að hefjast Samkeppniseftirlitið hefur fallist á beiðni Festi um að hefja sáttaviðræður um möguleg skilyrði vegna kaupa félagsins á öllu hlutafé Lyfju hf. Gert er ráð fyrir að viðræður hefjist í vikunni. Viðskipti innlent 15. apríl 2024 17:22
Á „erfitt með að sjá“ að fjármálastarfsemi Skaga vaxi jafn hratt og stefnt sé að Hlutabréfagreinandi á „erfitt með að sjá“ hvernig tekjur af fjármálastarfsemi Skaga geti numið fjórum milljörðum króna árið 2026 og þannig tæplega fjórfaldast á fáeinum árum. Hann er jafnframt ekki sannfærður um að samlegð með tryggingarekstri og rekstri fjárfestingarbanka sé jafn mikil stjórnendur Skaga telja. Innherji 15. apríl 2024 15:52
Fréttir Stöðvar 2 öllum opnar frá og með kvöldinu Í kvöld verða kvöldfréttir Stöðvar 2, sportpakkinn og Ísland í dag í opinni dagskrá í fyrsta sinn í þrjú ár. Allir landsmenn munu hafa greiðan aðgang að fréttunum frá og með kvöldinu, alla daga ársins. Innlent 15. apríl 2024 14:14
Hákon nýr öryggisstjóri Arion Hákon L. Akerlund hefur tekið við starfi öryggisstjóra Arion banka. Viðskipti innlent 15. apríl 2024 09:35
Fyrrverandi forstjóri Bláfugls stýrir nýju sviði hjá Play Flugfélagið PLAY hefur ráðið Sigurð Örn Ágústsson, fyrrverandi forstjóra Bláfugls, sem framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar. Um er að ræða nýtt svið innan flugfélagsins en Sigurður Örn mun hafa það hlutverk að leiða frekari þróun þvert á öll svið flugfélagsins. Viðskipti innlent 14. apríl 2024 21:34
Valur bókaði flug á röngum degi: „Þeir fá að fljóta með, ríkið blæðir“ Vegna mistaka við flugbókun fékk Valur far til Egilsstaða með flugvélum Landsvirkjunar. Formenn félaganna sammældust ekki um það hvort Valur myndi borga ferðina. Körfubolti 14. apríl 2024 14:14
Stefna Eimskip: Tjón Samskipa gæti hlaupið á milljörðum króna Lögmaður Samskipa segir að tjón félagsins af meintum ólögmætum aðgerðum Eimskips í tengslum við sátt við Samkeppniseftirlitið gæti hlaupið á milljörðum króna. Samkeppniseftirlitið vísaði fimm hundruð sinnum í yfirlýsingar Eimskips í ákvörðun sinni um sekt Samskipa, þeirrar hæstu í sögu samkeppnismála. Viðskipti innlent 12. apríl 2024 13:31
Spá því að verðbólga hjaðni Ársverðbólga mun hjaðna á ný í apríl og á næstu fjórðungum eftir nokkuð óvænta hækkun síðasta mánaðar, þessu spáir Íslandsbanki í verðbólguspá sinni Viðskipti innlent 12. apríl 2024 11:27
ACRO hagnast um 600 milljónir eftir tugprósenta tekjuaukningu í fyrra ACRO verðbréf skilaði metafkomu á árinu 2023 þrátt fyrir krefjandi aðstæður á mörkuðum, þar sem velta á hlutabréfamarkaði dróst talsvert saman, og áformar að greiða meira en sex hundruð milljónir í arð til eigenda félagsins. Á liðnu ári keyptu ACRO eigin bréf í tengslum við starfslok fyrrverandi hluthafa sem verðmat verðbréfafyrirtækið á ríflega einn milljarð. Innherji 12. apríl 2024 10:44