Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

Banakahólfið: Beðið eftir jólunum

„Svartsýnin er víða í því óvenjulega ástandi sem nú ríkir. Það sést á breyttum neysluvenjum fólks sem velur af kostgæfni hvað það snæðir, sérstaklega um hátíðir,“ segir Xavier Govare, forstjóri Alfesca.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagvöxtur og hamingja

Vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að hávaxið fólk sé að jafnaði með hærri laun en aðrir og að ljóshært kvenfólk standi verr að vígi en dökkhært. Þeir sem eru örvhentir hafa að jafnaði 15 prósenta hærri laun en rétthentir kollegar þeirra og myndarlegir menn eru jafnan tekjuhærri.

Skoðun
Fréttamynd

Fjalla um fallið áður en yfir fennir

„Þetta verður stutt en snörp bók um mestu efnahagsumbrot í sögu lýðveldisins,“ segir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur, en hann vinnur nú að bók um sögu bankahrunsins. „Það hefur verið gríðarleg umræða um hrun bankanna í fjölmiðlum, og það hefur verið mjög erfitt fyrir fólk að fylgjast með hvað er að gerast og hafa yfirsýn yfir umræðuna og atburðarásina,“ segir Guðni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Í daglegri skoðun

Svo gæti verið að viðskipti hefjist á allra næstu dögum, jafnvel í dag, með hlutabréf Existu, Spron og Straums, ef marka má þann orðróm sem barst víða um bankaheiminn í gær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vara við einhliða upptöku evru

Hagfræðingarnir Gauti B. Eggertsson við Seðlabanka New York og Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, vara við hugmyndum um einhliða upptöku evru. Þeir segja slíkt skref geta orsakað áhlaup á íslenska banka.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Af hverju einhliða upptaka evru er ekki góður kostur

Það er margreynt lögmál að gjaldeyriskreppur og bankakreppur eru tvíburakreppur þar sem hin fyrri leiðir hina seinni. Þetta lögmál hefur því miður sannast á Íslandi og þegar þetta er skrifað er þegar nokkur fjöldi annarra landa sem þarf að glíma við þær tvíburasystur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Næstu gjalddagar 2010

„Við erum ekki með gjalddaga á bakinu þar til árið 2010. Það er langur tími í dag,“ segir Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri afþreyingafyrirtækis­ins Senu. Hann segir fyrirtækið í góðri stöðu á íslenskum afþreyingarmarkaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Afleit staða Giftar

Óvíst er að eignir fjárfestingafélagsins Giftar dugi fyrir skuldum. Samkvæmt skýrslu stjórnar Giftar 15. júní í fyrra, námu heildarskuldir og skuldbindingar félagsins ríflega 30 milljörðum króna. Þá námu eignirnar tæpum 60 milljörðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bakkavör aldrei lægri

„Ég get ekki útskýrt hvers vegna gengi Bakkavarar er ekki hærra,“ sagði Ágúst Guðmundsson, forstjóri félagsins, á aðalfundi þess í vor. Hann vísaði til óróleika á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Gengi hlutabréfa í Bakkavör snerti 4,10 krónur á hlut í gær og hefur aldrei verið lægra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vefurinn aðlagast öllu

„Vefiðnaðurinn er síbreytilegur og best í stakk búinn til að aðlagast breyttum aðstæðum,“ segir Þórlaug Ágústsdóttir, formaður Samtaka Vefiðnaðarins (SVEF).

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bankahólfið: Engin þota

Vart varð þverfótað fyrir einkaþotum á Reykjavíkurflugvelli á síðasta ári. Þotunum hefur nú fækkað um eina en Bakkabræður hafa losað sig við skýjafákinn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þeir ríku verða ríkari …

„Mun þessi vinningur hafa merkjanleg áhrif á líf mitt? Nei,“ sagði Keenan Altunis, 33 ára, þegar hann tók við fyrstu greiðslunni af „Ein milljón á ári“-vinningi ríkishappdrættis New York. Altunis, sem vinnur hjá fjárfestingarbanka í London og er margmilljónamæringur, mun héðan í frá þiggja eina milljón í viðbót, á ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bankahólfið: Hann er sökudólgurinn!

Bandaríska vikuritið Newsweek fer ekki í grafgötur með það hverjum megi kenna um vandamálin í alþjóðlegu efnahagslífi. Blaðinu dettur heldur ekki í hug að bíða þar til öldurnar hefur lægt og byrja þá að leita sökudólgsins, líkt og íslenskir stjórnmálamenn hafa ítrekað hamrað á síðustu daga.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Engar skattaívilnanir vegna hlutabréfakaupa

„Næstum því hver einasta fjölskylda í landinu hefur tapað fjármunum upp á síðkastið,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. Þegar svo sé verði jafnt yfir alla að ganga. Því verði ekki veittar sérstakar ívilnanir vegna taps á hlutabréfakaupum og innlausn á kaupréttarsamningum í fyrirtækjum sem séu farin í þrot.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

UT gefinn of lítill gaumur

„Upplýsingatækninni hefur verið gefinn allt of lítill gaumur síðan netbólan sprakk og menn einblínt á önnur tækifæri meðan fjármálageirinn óx,“ segir Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi. Hann segir mikil útflutningstækifæri í upplýsingatækni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bankahólfið: Fá peninginn án flotaaðstoðar

„Hrun íslenska hagkerfisins hefur verið ófögur sjón og hið versta er að breskir sparifjáreigendur virðast hafa tapað á öllu saman," sagði nýverið í sunnudagsblaði The Times. Blaðið benti þó á að fátt væri svo með öllu illt að ekki boðaði nokkuð gott og kvað Breta geta „endurheimt eitthvað af peningum sínum og það án þess að senda flotann á vettvang".

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hefðbundinn matur í sókn

Kaupmenn þykjast merkja breytta hegðun landsmanna í matarinnkaupum sökum efnahagslægðarinnar sem nú ríki. Á þessu vekur Bændablaðið athygli í forsíðufrétt þar sem rætt er við Pétur Allan Guðmundsson, kaupmann í Melabúðinni. Hann segir samdrátt í margvíslegri munaðarvöru, en kveðst þó ekki merkja að fólk sé almennt að færa sig frá innfluttum varningi í innlendan „þó megi sjá mjög ákveðna sókn í hefðbundinn íslenskan mat – heimilismatinn – eins og slátur, svið og súpukjötið“, hefur Bændablaðið eftir Pétri.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Líkin hrannast upp í Bretlandi

Lík hrannast nú upp í líkhúsum í Bretlandi, en fjármálakreppan þar í landi hefur gert að verkum að aðstandendum gengur illa að selja eignir úr dánarbúum til að greiða fyrir útför ættingja sinna. Hið opinbera veitir nærri 900 evra styrk til greftrunar, en seinagangur og skriffinnska í breska ríkisbákninu gerir að verkum að greiðslur berast seint.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vildi að við færum til sjóðsins í sumar

„Ísland horfist í augu við hugsanlega og líklega óþarfa fjármála- og efnahagskreppu,“ segir í inngangsorðum skýrslu Willems Buiter, prófessors við London School of Economics, sem kynnt var í þröngum hópi manna hér á landi 11. júlí.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sagan á bakvið Lehman Brothers

Með gjaldþroti Lehman Brothers hverfur eitt sögufrægasta fyrirtæki Wall Street af sjónar­sviðinu. Það var stofnað 1850 í Montgomery í Alabama og fékkst í fyrstu aðal­lega við bómullar­viðskipti.

Viðskipti erlent