Segir að flugfreyjur og flugmenn þurfi að taka á sig allt að 60% launalækkun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. maí 2020 08:09 Rekstur Icelandair er gríðarlega erfiður vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Flugfreyjur og flugmenn Icelandair verða að taka á sig 50 til 60% launalækkun til þess að forða flugfélaginu frá gjaldþroti. Þá verður nýr kjarasamningur við þessar tvær stéttir að gilda til fimm ára og vera að auki uppsegjanlegur af hálfu Icelandair að samningstíma loknum. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag og haft eftir ónafngreindum ráðgjafa eins af stóru hluthöfum Icelandair. Að því er fram kemur í blaðinu segir ráðgjafinn að það sé ekkert annað í stöðunni en að setja félagið í þrot og hefja endurreisn þess á nýrri kennitölu ef samningar takast ekki þar sem tekst að skera niður einingarkostnað um fyrrnefndar prósentutölur. Auk launalækkunar þurfi að fjarlægja fjölda annarra atriða úr kjarasamningunum sem eru takmarkandi. Þá þurfi stjórnendur félagsins að gera starfsmönnum grein fyrir því hversu alvarleg staðan sé en það sé einungis hægt með því að sýna að þeir séu tilbúnir til þess að setja félagið í þrot. Greint var frá því í gær að flugvirkjar hefðu undirritað kjarasamning við Icelandair þar sem samið var um launaskerðingu. Ekki var greint frá hversu mikil hún yrði en samningurinn verður lagður fyrir flugvirkja í atkvæðagreiðslu í vikunni. Þá funduðu flugmenn og Icelandair fram á kvöld í gær og munu funda aftur í dag. Flugmenn hafa boðist til þess að taka á sig 25% prósent kjaraskerðingu. Flugfreyjufélag Íslands og Icelandair funduðu einnig í gær en fundi var slitið án niðurstöðu. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins, sagði í samtali við fréttastofu að félagið sætti sig ekki við launaskerðingu til langs tíma. Félagið sé ekki tilbúið að samþykkja það sem Icelandair hefur lagt fram í kjaradeilunni til þessa. „Það er bara klárt að við ætlum ekki til langtíma að skerða laun og réttindi flugfreyja og flugþjóna á Íslandi vegna þess sem er í gangi í heiminum í dag,“ sagði Guðlaug í samtali við fréttastofu í gær. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugmenn og Icelandair funda áfram á morgun Fundi samninganefnda Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) og Icelandair lauk skömmu fyrir klukkan tíu í kvöld. Formaður FÍA segist vongóður um að viðræðurnar séu á réttu spori. Fundað verður áfram á morgun. 10. maí 2020 22:47 Telur Icelandair stefna í gjaldþrot að óbreyttu Icelandair stefnir að óbreyttu í gjaldþrot að sögn fjármála- og efnahagsráðherra. Ekkert tilefni sé til þess að ríkið gerist hluthafi í félaginu nema í algjörri neyð. 10. maí 2020 20:09 Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Flugfreyjur og flugmenn Icelandair verða að taka á sig 50 til 60% launalækkun til þess að forða flugfélaginu frá gjaldþroti. Þá verður nýr kjarasamningur við þessar tvær stéttir að gilda til fimm ára og vera að auki uppsegjanlegur af hálfu Icelandair að samningstíma loknum. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag og haft eftir ónafngreindum ráðgjafa eins af stóru hluthöfum Icelandair. Að því er fram kemur í blaðinu segir ráðgjafinn að það sé ekkert annað í stöðunni en að setja félagið í þrot og hefja endurreisn þess á nýrri kennitölu ef samningar takast ekki þar sem tekst að skera niður einingarkostnað um fyrrnefndar prósentutölur. Auk launalækkunar þurfi að fjarlægja fjölda annarra atriða úr kjarasamningunum sem eru takmarkandi. Þá þurfi stjórnendur félagsins að gera starfsmönnum grein fyrir því hversu alvarleg staðan sé en það sé einungis hægt með því að sýna að þeir séu tilbúnir til þess að setja félagið í þrot. Greint var frá því í gær að flugvirkjar hefðu undirritað kjarasamning við Icelandair þar sem samið var um launaskerðingu. Ekki var greint frá hversu mikil hún yrði en samningurinn verður lagður fyrir flugvirkja í atkvæðagreiðslu í vikunni. Þá funduðu flugmenn og Icelandair fram á kvöld í gær og munu funda aftur í dag. Flugmenn hafa boðist til þess að taka á sig 25% prósent kjaraskerðingu. Flugfreyjufélag Íslands og Icelandair funduðu einnig í gær en fundi var slitið án niðurstöðu. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins, sagði í samtali við fréttastofu að félagið sætti sig ekki við launaskerðingu til langs tíma. Félagið sé ekki tilbúið að samþykkja það sem Icelandair hefur lagt fram í kjaradeilunni til þessa. „Það er bara klárt að við ætlum ekki til langtíma að skerða laun og réttindi flugfreyja og flugþjóna á Íslandi vegna þess sem er í gangi í heiminum í dag,“ sagði Guðlaug í samtali við fréttastofu í gær.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugmenn og Icelandair funda áfram á morgun Fundi samninganefnda Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) og Icelandair lauk skömmu fyrir klukkan tíu í kvöld. Formaður FÍA segist vongóður um að viðræðurnar séu á réttu spori. Fundað verður áfram á morgun. 10. maí 2020 22:47 Telur Icelandair stefna í gjaldþrot að óbreyttu Icelandair stefnir að óbreyttu í gjaldþrot að sögn fjármála- og efnahagsráðherra. Ekkert tilefni sé til þess að ríkið gerist hluthafi í félaginu nema í algjörri neyð. 10. maí 2020 20:09 Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Flugmenn og Icelandair funda áfram á morgun Fundi samninganefnda Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) og Icelandair lauk skömmu fyrir klukkan tíu í kvöld. Formaður FÍA segist vongóður um að viðræðurnar séu á réttu spori. Fundað verður áfram á morgun. 10. maí 2020 22:47
Telur Icelandair stefna í gjaldþrot að óbreyttu Icelandair stefnir að óbreyttu í gjaldþrot að sögn fjármála- og efnahagsráðherra. Ekkert tilefni sé til þess að ríkið gerist hluthafi í félaginu nema í algjörri neyð. 10. maí 2020 20:09