Fundi flugfreyja og Icelandair framhaldið klukkan 11 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. maí 2020 06:19 Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður FFÍ. Vísir/Arnar Upp úr klukkan hálftvö í nótt var gert hlé á samningafundi Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands sem hófst klukkan átta í gærkvöldi. Samkvæmt dagskrá á vef ríkissáttasemjara verður fundi framhaldið í kjaradeilunni klukkan 11 en fyrst var greint frá á vef RÚV. Undanfarið hefur verið fundað nokkuð stíft í deilu flugfreyja og Icelandair en þær fyrrnefndu hafa verið án kjarasamnings í um eitt og hálft ár. Fram hefur komið í fjölmiðlum að mikið beri í milli en forsvarsmenn Icelandair róa nú lífróður til þess að bjarga fyrirtækinu frá gjaldþroti. Er stefnt að því að safna allt að 29 milljörðum í hlutafjárútboði fyrir 22. maí næstkomandi þegar hluthafafundur er hjá félaginu en Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, hefur sagt að gera þurfi langtímakjarasamninga við flugstéttir félagsins svo fjárfestar komi að borðinu. Sagði hann í bréfi til starfsmanna um helgina að helsta fyrirstaða þess að hægt sé að bjarga Icelandair frá falli sé starfsfólkið. Mikil ólga er sögð hafa kviknað á meðal flugfreyja við þau orð forstjórans. Flugfreyjur höfnuðu tilboði Icelandair um samning á rafrænum fundi í dag. Sá samningur var sagður hljóða upp á 18-35% launaskerðingu auk breyting á vaktar- og hvíldartíma. Þá standa yfir viðræður við flugmenn en samninganefnd Flugvirkjafélags Íslands féllst á kjaraskerðingu á sunnudag. Félagsmenn eiga eftir að greiða atkvæði um þann samning. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði Bogi Nils að mikilvægt væri að fyrirtækið gæti sýnt fram á samkeppnishæfni í því sem það hafi stjórn á í sínum rekstri í aðdraganda hlutafjárútboðsins. „Það er algerlega sameiginlegt verkefni okkar starfsmanna Icelandair að ganga frá langtímasamningum því að við erum að fara fram á það við fjárfesta, eða óska eftir því að þeir fjárfesti í félaginu á þessu stigi í mikilli óvissu,“ sagði Bogi og lýsti bjartsýni um að það verkefni gengi eftir. Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Upp úr klukkan hálftvö í nótt var gert hlé á samningafundi Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands sem hófst klukkan átta í gærkvöldi. Samkvæmt dagskrá á vef ríkissáttasemjara verður fundi framhaldið í kjaradeilunni klukkan 11 en fyrst var greint frá á vef RÚV. Undanfarið hefur verið fundað nokkuð stíft í deilu flugfreyja og Icelandair en þær fyrrnefndu hafa verið án kjarasamnings í um eitt og hálft ár. Fram hefur komið í fjölmiðlum að mikið beri í milli en forsvarsmenn Icelandair róa nú lífróður til þess að bjarga fyrirtækinu frá gjaldþroti. Er stefnt að því að safna allt að 29 milljörðum í hlutafjárútboði fyrir 22. maí næstkomandi þegar hluthafafundur er hjá félaginu en Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, hefur sagt að gera þurfi langtímakjarasamninga við flugstéttir félagsins svo fjárfestar komi að borðinu. Sagði hann í bréfi til starfsmanna um helgina að helsta fyrirstaða þess að hægt sé að bjarga Icelandair frá falli sé starfsfólkið. Mikil ólga er sögð hafa kviknað á meðal flugfreyja við þau orð forstjórans. Flugfreyjur höfnuðu tilboði Icelandair um samning á rafrænum fundi í dag. Sá samningur var sagður hljóða upp á 18-35% launaskerðingu auk breyting á vaktar- og hvíldartíma. Þá standa yfir viðræður við flugmenn en samninganefnd Flugvirkjafélags Íslands féllst á kjaraskerðingu á sunnudag. Félagsmenn eiga eftir að greiða atkvæði um þann samning. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði Bogi Nils að mikilvægt væri að fyrirtækið gæti sýnt fram á samkeppnishæfni í því sem það hafi stjórn á í sínum rekstri í aðdraganda hlutafjárútboðsins. „Það er algerlega sameiginlegt verkefni okkar starfsmanna Icelandair að ganga frá langtímasamningum því að við erum að fara fram á það við fjárfesta, eða óska eftir því að þeir fjárfesti í félaginu á þessu stigi í mikilli óvissu,“ sagði Bogi og lýsti bjartsýni um að það verkefni gengi eftir.
Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira