Flugmenn bjóðast til að taka á sig fjórðungslækkun Kjartan Kjartansson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 10. maí 2020 19:55 Rekstur Icelandair er þungur vegna kórónuveiruheimsfaraldursins sem hefur nær algerlega stöðvað millilandaflug í heiminum. Fyrirtækið hefur sagt upp á þriðja þúsund starfsmanna og reynir að semja við þá sem eftir eru til að lækka launakostnað. Vísir/Vilhelm Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur gert samninganefnd Icelandair tilboð sem felur í sér kjaraskerðingu upp á 25 prósent. Samninganefndir þeirra sitja nú á fundi sem búist er við að standi fram á kvöld. Skerðingin er fólgin í hagræðingu og kostnaðarlækkun með það að markmiði að auka samkeppnishæfni Icelandair. Þetta staðfestir Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, í samtali við fréttastofu. Hann segir yfirstandandi viðræður fela í sér flókið samspil ýmissa þátta, félagsmenn geri sér grein fyrir erfiðri stöðu félagsins og reyni að nálgast viðræðurnar á lausnamiðaðan hátt. Nú skömmu fyrir klukkan átta var Jón Þór á leið á samningafund við Icelandair. Sagðist hann búast við því að fundað yrði fram á kvöld. Flugvirkjafélag Íslands samdi um kjaraskerðingu við Icelandair fyrr í dag en Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður þess, vildi ekki segja hversu mikla í samtali við Vísi fyrr í kvöld. Samningurinn verður nú lagður flugvirkja í atkvæðagreiðslu. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, hefur lagt áherslu á að samið verði við flugstéttir innan fyrirtækisins til að draga úr launakostnaði. Í bréfi sem hann skrifaði á innri vef Icelandair í gær sagði hann unnið stíft að því að bjarga Icelandair en stærsta fyrirstaðan væri starfsfólkið sjálft. Fundað var í kjaradeildu Flugfreyjufélags Íslands við Icelandair í dag en án niðurstöðu. Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Flugvirkjar taka á sig skerðingu með samningi við Icelandair Icelandair ehf. og Flugvirkjafélag Íslands hafa undirritað nýjan kjarasamning á milli félaganna sem gildir til ársloka 2025. Formaður Flugvirkjafélagsins segir félagsmenn taka á sig kjaraskerðingu til að veita sveigjanleika vegna ástandsins. 10. maí 2020 18:05 Flugfreyjufélagið sættir sig ekki við launaskerðingu til langs tíma Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir félagsmönnum sínum brugðið yfir bréfi Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, þar sem hann segir starfsfólk félagsins helstu fyrirstöðu þess að hægt sé að bjarga félaginu frá falli. 10. maí 2020 17:09 Fundi slitið hjá FFÍ og Icelandair án niðurstöðu Saminganefnd Icelandair gekk út af fundi með samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands nú fyrir skömmu. 10. maí 2020 15:15 Segir starfsfólkið helstu fyrirstöðu þess að Icelandair verði bjargað Starfsfólk Icelandair er helsta fyrirstaða þess að hægt sé að bjarga Icelandair frá falli, að sögn Boga Nils Bogasonar, forstjóra flugfélagsins, í bréfi til starfsmanna. Hann segir að ljúka verði langtímasamningum við flugstéttir félagsins fyrir föstudaginn 22. maí. 9. maí 2020 23:35 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafell Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Sjá meira
Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur gert samninganefnd Icelandair tilboð sem felur í sér kjaraskerðingu upp á 25 prósent. Samninganefndir þeirra sitja nú á fundi sem búist er við að standi fram á kvöld. Skerðingin er fólgin í hagræðingu og kostnaðarlækkun með það að markmiði að auka samkeppnishæfni Icelandair. Þetta staðfestir Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, í samtali við fréttastofu. Hann segir yfirstandandi viðræður fela í sér flókið samspil ýmissa þátta, félagsmenn geri sér grein fyrir erfiðri stöðu félagsins og reyni að nálgast viðræðurnar á lausnamiðaðan hátt. Nú skömmu fyrir klukkan átta var Jón Þór á leið á samningafund við Icelandair. Sagðist hann búast við því að fundað yrði fram á kvöld. Flugvirkjafélag Íslands samdi um kjaraskerðingu við Icelandair fyrr í dag en Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður þess, vildi ekki segja hversu mikla í samtali við Vísi fyrr í kvöld. Samningurinn verður nú lagður flugvirkja í atkvæðagreiðslu. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, hefur lagt áherslu á að samið verði við flugstéttir innan fyrirtækisins til að draga úr launakostnaði. Í bréfi sem hann skrifaði á innri vef Icelandair í gær sagði hann unnið stíft að því að bjarga Icelandair en stærsta fyrirstaðan væri starfsfólkið sjálft. Fundað var í kjaradeildu Flugfreyjufélags Íslands við Icelandair í dag en án niðurstöðu.
Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Flugvirkjar taka á sig skerðingu með samningi við Icelandair Icelandair ehf. og Flugvirkjafélag Íslands hafa undirritað nýjan kjarasamning á milli félaganna sem gildir til ársloka 2025. Formaður Flugvirkjafélagsins segir félagsmenn taka á sig kjaraskerðingu til að veita sveigjanleika vegna ástandsins. 10. maí 2020 18:05 Flugfreyjufélagið sættir sig ekki við launaskerðingu til langs tíma Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir félagsmönnum sínum brugðið yfir bréfi Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, þar sem hann segir starfsfólk félagsins helstu fyrirstöðu þess að hægt sé að bjarga félaginu frá falli. 10. maí 2020 17:09 Fundi slitið hjá FFÍ og Icelandair án niðurstöðu Saminganefnd Icelandair gekk út af fundi með samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands nú fyrir skömmu. 10. maí 2020 15:15 Segir starfsfólkið helstu fyrirstöðu þess að Icelandair verði bjargað Starfsfólk Icelandair er helsta fyrirstaða þess að hægt sé að bjarga Icelandair frá falli, að sögn Boga Nils Bogasonar, forstjóra flugfélagsins, í bréfi til starfsmanna. Hann segir að ljúka verði langtímasamningum við flugstéttir félagsins fyrir föstudaginn 22. maí. 9. maí 2020 23:35 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafell Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Sjá meira
Flugvirkjar taka á sig skerðingu með samningi við Icelandair Icelandair ehf. og Flugvirkjafélag Íslands hafa undirritað nýjan kjarasamning á milli félaganna sem gildir til ársloka 2025. Formaður Flugvirkjafélagsins segir félagsmenn taka á sig kjaraskerðingu til að veita sveigjanleika vegna ástandsins. 10. maí 2020 18:05
Flugfreyjufélagið sættir sig ekki við launaskerðingu til langs tíma Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir félagsmönnum sínum brugðið yfir bréfi Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, þar sem hann segir starfsfólk félagsins helstu fyrirstöðu þess að hægt sé að bjarga félaginu frá falli. 10. maí 2020 17:09
Fundi slitið hjá FFÍ og Icelandair án niðurstöðu Saminganefnd Icelandair gekk út af fundi með samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands nú fyrir skömmu. 10. maí 2020 15:15
Segir starfsfólkið helstu fyrirstöðu þess að Icelandair verði bjargað Starfsfólk Icelandair er helsta fyrirstaða þess að hægt sé að bjarga Icelandair frá falli, að sögn Boga Nils Bogasonar, forstjóra flugfélagsins, í bréfi til starfsmanna. Hann segir að ljúka verði langtímasamningum við flugstéttir félagsins fyrir föstudaginn 22. maí. 9. maí 2020 23:35