Á 10 prósent í Loftleiðum Cabo Verde Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, á 10 prósenta hlut í Loftleiðum Cabo Verde sem keyptu í febrúar 51 prósents hlut í ríkisflugfélaginu Cabo Verde Airlines á Grænhöfðaeyjum. Þetta kemur fram í ársreikningi. Viðskipti innlent 9. október 2019 09:00
Helgi meðal stærstu hluthafa Iceland Seafood Helgi Magnússon, fjárfestir og stjórnarformaður Bláa lónsins, er í hópi stærstu hluthafa Iceland Seafood International með 1,3 prósenta hlut. Viðskipti innlent 9. október 2019 08:15
Bein útsending: Áskoranir og ávextir í augnhæð – næstu verkefni í fjártækni Fjártækniklasinn og Samtök fjármálafyrirtækja standa nú fyrir málþingi um næstu verkefni í fjártækni í Silfurbergi í Hörpu. Viðskipti innlent 8. október 2019 09:09
Icelandair hefur aldrei flutt fleiri farþega til Íslands Frá byrjun júní og út september fjölgaði farþegum til Íslands um 30 prósent og það sem af er ári hefur félagið flutt tæplega eina og hálfa milljón farþega til landsins. Viðskipti innlent 7. október 2019 21:03
Húsgagnakaup í IKEA vekja heimsathygli Viðskipti sem þessi geta dregið úr margvíslegum flækjum, og um leið kostnaði, fyrir íslensk fyrirtæki að sögn framkvæmdastjóra íslensks rafeyrisfyrirtækis. Viðskipti innlent 5. október 2019 14:00
Þegar byrjað að ferja þorra hópsins úr landi Veðurofsi gærdagsins hafði áhrif á um 2200 farþega Icelandair. Innlent 5. október 2019 09:46
DHL hættir hjá Icelandair Cargo DHL hefur nú þegar samið við nýja aðila. Viðskipti innlent 5. október 2019 07:27
Farþegar sitja fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Mikið hvassviðri er á Reykjanesi og fjölmargir farþegar sitja fastir í flugvélum á flugbrautinni vegna veðursins. Öllum flugferðum Icelandair síðdegis, alls fjórtán, hefur verið aflýst. Innlent 4. október 2019 16:27
Aflýsa öllum flugferðum Icelandair vegna veðurs Sú ákvörðun hefur verið tekin hjá Icelandair að aflýsa svo öllum brottförum flugvéla Icelandair frá Keflavíkurflugvelli seinni partinn í dag vegna veðurs. Innlent 4. október 2019 15:15
Búa sig undir glundroða í Bretlandi Innflytjendur eru að birgja sig upp og útflytjendur eru að færa sig frá Bretlandi. Samskip hafa fært flutninga sína til Rotterdam og Icelandair Cargo undirbýr breytingar á leiðakerfi sínu um mánaðamótin. Viðskipti innlent 4. október 2019 06:00
Ferjuflug MAX-véla Icelandair tefst enn Fyrirséð er að ferjuflug Boeing 737 MAX-véla Icelandair hefst ekki í þessari viku, og dregst fram yfir helgi, að minnsta kosti. Öflun tilskilinna leyfa hefur reynst flóknari og tímafrekari en vonast var til. Viðskipti innlent 3. október 2019 15:15
„Allt utanumhald um sjóðinn og verkefnin virðist hafa verið í skötulíki“ Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, segir að ótal spurningum sé enn ósvarað varðandi það hvernig það gat gerst að eignir tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri Gamma rýrnuðu um annars vegar 99 prósent í tilviki Gamma: Novus og hins vegar um 60 prósent í tilviki Gamma: Anglia. Viðskipti innlent 3. október 2019 12:00
Þurftu að snúa við vegna bilunar og lentu þá í veðrinu Flugvél Icelandair sem lagði af stað til Óslóar um klukkan átta í morgun var snúið við eftir um klukkustundarflug vegna tæknibilunar. Innlent 3. október 2019 11:23
Spyr hver hafi tíma til að fara í bankaútibú Forstjóri Bunq sem nýlega hóf starfsemi á Íslandi segir hrunið hafa ýtt sér út í starfsemina. Áður hafði hann náð langt í tæknigeiranum. Viðskiptamódelið er ólíkt hefðbundnum bönkum og byggist að mestu á mánaðarlegum gjöldum. Viðskipti innlent 3. október 2019 07:00
Stálskip tapaði tæplega 160 milljónum króna Til samanburðar hagnaðist félagið um 348 milljónir árið 2017. Viðskipti innlent 3. október 2019 06:30
Stjórnendur virtu að vettugi kostnaðarmat verkfræðistofu Framkvæmdastjóri verkfræðistofu sem vann kostnaðarmat vegna byggingar 129 íbúða á Kársnesi segir að kostnaðaráætlun fyrirtækisins hafi verið hunsuð og stjórnendur Upphafs fasteignafélags hafi samið aðra áætlun innanhúss og kynnt hana hagsmunaaðilum. Sú áætlun hafi verið verulega vanáætluð. Viðskipti innlent 3. október 2019 06:00
Félag Gísla hagnast um 1.100 milljónir Hagnaður fjárfestingafélags Gísla Haukssonar, fyrrverandi forstjóra og annars stofnenda GAMMA, nam tæplega 1.083 milljónum króna í fyrra og jókst um einn milljarð á milli ára. Viðskipti innlent 2. október 2019 08:00
Kanna greiðslur sem runnu frá félagi í stýringu GAMMA Grunur um að ekki hafi verið eðlilega staðið að greiðslum til félaga sem komu að verkefnum Upphafs. Félag Guðbjargar í Eyjum fjárfesti fyrir hundruð milljóna í sjóð GAMMA og Stoðir fyrir 500 milljónir í skuldabréfaútboði. Viðskipti innlent 2. október 2019 08:00
Eaton minnkar við sig í Símanum Minnkunin jafngildir um 430 milljónum króna miðað við núverandi hlutabréfaverð Símans. Viðskipti innlent 2. október 2019 07:00
Þarf nýjar tryggingar við sölu Icelandair Hotels til Berjaya Við kaup Berjaya á meirihluta í íslensku hótelkeðjunni virkjast ákvæði í samningunum um breytingar á eignarhaldi í félaginu (e. change of control) og við það fellur úr gildi móðurfélagsábyrgð Icelandair. Viðskipti innlent 2. október 2019 07:00
Tapaði 458 milljónum á Icelandair Tap Traðarhyrnu, sem stofnað var um kaup í Icelandair Group í febrúar 2017, jókst í 458 milljónir króna árið 2018 úr 169 milljónum króna árið áður. Viðskipti innlent 2. október 2019 06:30
Nýr banki á Íslandi Hollenski bankinn Bunq hefur opnað fyrir viðskipti á öllu Evrópusambandssvæðinu, auk Noregs og Íslands. Viðskipti innlent 2. október 2019 06:00
Brottför MAX frestast vegna viðbótarkröfu frá Frökkum Brottför fyrstu Boeing 737 MAX-þotu Icelandair til Frakklands, sem stefnt hafði verið að í dag, frestaðist óvænt í gærkvöldi. Ástæðan er skilyrði sem frönsk flugmálayfirvöld settu. Innlent 1. október 2019 12:12
Icelandair hættir flugi til San Francisco og Kansas City fkoma þessara leiða hefur ekki staðið undir væntingum. Viðskipti innlent 30. september 2019 18:34
Myndi taka alla fjölskylduna með í MAX-flug Það er ekkert að óttast, segir einn af flugstjórum Icelandair sem fljúga fimm Boeing MAX-vélum til Frakklands í næstu viku. Innlent 28. september 2019 21:00
„Við gerum ekkert sem við teljum ekki vera óhætt“ Max-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Frakkalands í næstu viku þar sem þær verða geymdar loftslagi sem fer betur með vélarnar. Icelandair segir óhætt að fljúga vélunum sem voru kyrrsettar vegna öryggisgalla. Innlent 28. september 2019 12:00
Boeing 737 MAX-vélum Icelandair flogið til Frakklands í næstu viku Boeing 737 MAX-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Suður-Frakklands í næstu viku. Tilgangurinn er að koma þeim fyrir veturinn til geymslu í hentugra loftslagi. Viðskipti innlent 27. september 2019 19:20
Bjóða farþegum upp á að kolefnisjafna flugið Hjá Icelandair verði um að ræða sérstaka þjónustusíðu þar sem farþegar geti greitt viðbótarframlag til að jafna kolefnisfótspor sitt. Viðskipti innlent 27. september 2019 10:27
Hundrað þrjátíu og fjórir misstu vinnuna í fjármálageiranum í dag Andrúmsloftið var tilfinningaþrungið í höfuðstöðvum Arion banka í dag þar sem um 100 manns misstu vinnuna. Um er að ræða stærstu hópuppsögn fjármálafyrirtækis frá hruni en formaður stéttarfélags fjármálastarfsmanna skoðar nú hvort vísa beri aðgerðunum til Félagsdóms vegna samráðsleysis. Viðskipti innlent 26. september 2019 19:26
Bréf í Arion hækka eftir uppsagnir Fjárfestar virðast taka fréttum af stórtækum uppsögnum hjá Arion banka, sem tilkynnt var um í morgun, fagnandi ef marka má hlutabréfamarkaðinn í morgun. Viðskipti innlent 26. september 2019 10:06