Versti dagur í langan tíma Snorri Másson skrifar 25. febrúar 2022 08:01 Rauður dagur í ljósi stríðsátaka. Vísir/Vilhelm Icelandair hefur lækkað mest íslenskra félaga á rauðum degi á hlutabréfamarkaði í dag. Hækkandi olíuverð bítur flugfélög - en mun væntanlega einnig bíta íslenska neytendur, þegar það ratar inn í bensínverð. Fjárfestar leita í öryggt skjól og losa sig við hluti í sögulegri óvissu sem nú ríkir - í skugga stríðsátaka í Evrópu. Alþjóðlegir hlutabréfamarkaðir taka mikið högg - úrvalsvísitala DAX í Þýskalandi hefur ekki tekið eins snarpa dýfu frá 2020 þegar talað var um hrun. Ekki síst er kauphöllin í Moskvu í sögulegri lægð eftir að vesturveldin ýmist boðuðu eða komu á umfangsmiklum viðskiptaþvingunum. Þróunin á mörkuðum er hefðbundin í miklu óvissuástandi. Gull er að hækka, ríkisskuldabréf, olía og gas enn fremur. En það sem hrynur eru hlutabréfamarkaðirnir - mælikvarði á traust gagnvart komandi tímum. Þrátt fyrir mikið högg nú þegar átökin eru nýhafin eru fréttaskýrendur sem halda því fram að sögulega sé það svo að botninum sé náð á fyrsta degi átaka. Þaðan geti leiðin legið upp á við - en óvissan er þó enn mikil. Öll félög á aðalmarkaði íslensku Kauphallarinnar hafa lækkað í markaðsvirði - úrvalsvísitalan um sex prósent. Þetta er versti dagur í langan tíma í Kauphöllinni. Illa leikin eru einkum flugfélögin, Icelandair sem lækkar um rúm 9% og Play, sem lækkar um 6,4%. Icelandic Seafood lækkar um 9% og Eimskipafélagið, Kvika og Marel lækka öll um meira en 7%. Vísir Hækkanirnar helgast í mörgum tilfellum af hækkandi olíuverði. Tunnan af Brent Norðursjávarolíu er orðin dýrari en sem nemur 100 Bandaríkjadölum; svo hátt hefur verðið ekki verið frá september 2014. Rússar eru þriðji stærsti olíuframleiðandi heims og annar stærsti útflytjandinn. Bandaríkin eru að skoða ýmsar leiðir til að koma böndum á olíuverðshækkanir - þar á meðal að opna frekar á olíuvaraforðann. Þá hefur verið bent á að hækkandi olíuverð auki líkurnar á að verðbólgan hér á Íslandi skríði yfir sjö prósent markið. Innrás Rússa í Úkraínu Kauphöllin Bensín og olía Tengdar fréttir Hlutabréfamarkaðir rauðir en olía og gull rýkur upp Verðið á Brent Norðursjávarolíu er komið upp fyrir hundrað Bandaríkjadali á tunnuna í fyrsta skipti frá árinu 2014 í kjölfar innrásar Rússa inn í Úkraínu sem talið er að geti haft áhrif á framboð olíu. 24. febrúar 2022 11:21 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fjárfestar leita í öryggt skjól og losa sig við hluti í sögulegri óvissu sem nú ríkir - í skugga stríðsátaka í Evrópu. Alþjóðlegir hlutabréfamarkaðir taka mikið högg - úrvalsvísitala DAX í Þýskalandi hefur ekki tekið eins snarpa dýfu frá 2020 þegar talað var um hrun. Ekki síst er kauphöllin í Moskvu í sögulegri lægð eftir að vesturveldin ýmist boðuðu eða komu á umfangsmiklum viðskiptaþvingunum. Þróunin á mörkuðum er hefðbundin í miklu óvissuástandi. Gull er að hækka, ríkisskuldabréf, olía og gas enn fremur. En það sem hrynur eru hlutabréfamarkaðirnir - mælikvarði á traust gagnvart komandi tímum. Þrátt fyrir mikið högg nú þegar átökin eru nýhafin eru fréttaskýrendur sem halda því fram að sögulega sé það svo að botninum sé náð á fyrsta degi átaka. Þaðan geti leiðin legið upp á við - en óvissan er þó enn mikil. Öll félög á aðalmarkaði íslensku Kauphallarinnar hafa lækkað í markaðsvirði - úrvalsvísitalan um sex prósent. Þetta er versti dagur í langan tíma í Kauphöllinni. Illa leikin eru einkum flugfélögin, Icelandair sem lækkar um rúm 9% og Play, sem lækkar um 6,4%. Icelandic Seafood lækkar um 9% og Eimskipafélagið, Kvika og Marel lækka öll um meira en 7%. Vísir Hækkanirnar helgast í mörgum tilfellum af hækkandi olíuverði. Tunnan af Brent Norðursjávarolíu er orðin dýrari en sem nemur 100 Bandaríkjadölum; svo hátt hefur verðið ekki verið frá september 2014. Rússar eru þriðji stærsti olíuframleiðandi heims og annar stærsti útflytjandinn. Bandaríkin eru að skoða ýmsar leiðir til að koma böndum á olíuverðshækkanir - þar á meðal að opna frekar á olíuvaraforðann. Þá hefur verið bent á að hækkandi olíuverð auki líkurnar á að verðbólgan hér á Íslandi skríði yfir sjö prósent markið.
Innrás Rússa í Úkraínu Kauphöllin Bensín og olía Tengdar fréttir Hlutabréfamarkaðir rauðir en olía og gull rýkur upp Verðið á Brent Norðursjávarolíu er komið upp fyrir hundrað Bandaríkjadali á tunnuna í fyrsta skipti frá árinu 2014 í kjölfar innrásar Rússa inn í Úkraínu sem talið er að geti haft áhrif á framboð olíu. 24. febrúar 2022 11:21 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hlutabréfamarkaðir rauðir en olía og gull rýkur upp Verðið á Brent Norðursjávarolíu er komið upp fyrir hundrað Bandaríkjadali á tunnuna í fyrsta skipti frá árinu 2014 í kjölfar innrásar Rússa inn í Úkraínu sem talið er að geti haft áhrif á framboð olíu. 24. febrúar 2022 11:21