Ríkið sýknað af milljarða kröfu matarinnflytjenda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2022 16:31 Hagar sem reka meðal annars Bónus voru á meðal fyrirtækjanna fimm sem kröfðu íslenska ríkið um endurgreiðslu. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið var í dag sýknað í Landsrétti af kröfu fimm matarinnflytjenda sem kröfðust samanlagt rúmlega 1,7 milljarða króna í bætur frá íslenska ríkinu. Töldu forsvarsmenn fyrirtækjanna að íslenska ríkið hefði lagt tolla á innflutt matvæli með ólögmætum hætti. Um er að ræða Haga, Innnes, Sælkeradreifingu, Festi og Banana. Fyrirtækin kröfðust þess að tollarnir yrðu endurgreiddir því álagningin stæðist ekki lög. Byggði krafan á því að ráðherra hefði fengið valkvæða heimild til álagningar tolla frá löggjafanum. Það stæðist ekki ákvæði stjórnarskrár um að skattar skuli lagðir á með lögum. Héraðsdómur sýknaði ríkið af kröfunni í maí 2019 en Landsréttur sendi málið aftur heim í hérað þar sem málsmeðferðin í héraði hefði ekki staðiðst. Aftur kvað héraðsdómur upp sýknudóm í málinu og fyrirtækin fimm áfrýjuðu niðurstöðunni til Landsréttar. Landsréttur kvað upp dóm sinn í dag. Í honum kom meðal annars fram að að baki því fyrirkomulagi sem mælt væri fyrir um í búvörulögum og tollalögum um úthlutun tímabundinna tollkvóta á sérstökum tollkjörum byggju lögmæt markmið. Löggjafinn hefði talsvert svigrúm um val á leiðum að þeim markmiðum að því tilskildu að gætt væri grundvallarsjónarmiða stjórnarskrár um að skattar skyldu lagðir á eftir almennum efnislegum mælikvarða og jafnræðis gætt gagnvart skattborgunum eftir því sem unnt væri. Samkvæmt hefðbundinni orðskýringu í viðeigandi grein búvörulaga þegar atvikin gerðust þótti Landsrétti ljóst að ráðherra hefði verið skylt að úthluta umræddum tollkvóta að uppfylltum nánar tilgreindum skilyrðum. Í ákvæðinu hefði því með nægilega skýrum hætti verið kveðið á um skattskylduna þegar tilteknar aðstæður ríktu á innanlandsmarkaði. Ákvörðun um úthlutun tollkvótans hefði því ekki verið á hendi ráðherra. Þá þótti engum vafa undirorpið að hverjum gjaldskyldan beindist. Jafnframt þótti löggjafinn hafa tekið nægilega skýra afstöðu til þess hvaða forsendur skyldu ráða fjárhæð tollgjaldsins samkvæmt tollalögum og að að ráðherra eða önnur stjórnvöld hefðu ekki haft það svigrúm sem máli skipti til að ákveða fjárhæð þess, breyta því eða um önnur meginatriði skattheimtunnar. Féllst Landsréttur því ekki á að af samspili viðeigandi greina tollaga og búvörulaga leiddi að um óheimilt framsal Alþingis á skattlagningarvaldi til ráðherra hefði verið að ræða sem færi í bága við stjórnarskrána. Þá var ekki fallist á að annmarkar við birtingu fyrrgreindra viðauka við tollalög haggaði gildi þeirra enda hefðu þeir verið birtir í Stjórnartíðindum á sínum tíma og við setningu núgildandi tollalaga hefði löggjafinn tiltekið sérstaklega að þeir skyldu gilda áfram sem viðaukar við lögin. Enn fremur hefði verið vísað til þeirra í dómaframkvæmd. Þá var ekki fallist á að breyting á viðeigandi greinum búvörulaga og tollaga eftir uppkvaðningu héraðsdóms hefði þýðingu við niðurstöðu málsins. Var íslenska ríkið því sýknað af kröfum Haga, Innness, Sælkeradreifingar, Festar og Banana. Skattar og tollar Dómsmál Hagar Festi Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Fyrirtækin kröfðust þess að tollarnir yrðu endurgreiddir því álagningin stæðist ekki lög. Byggði krafan á því að ráðherra hefði fengið valkvæða heimild til álagningar tolla frá löggjafanum. Það stæðist ekki ákvæði stjórnarskrár um að skattar skuli lagðir á með lögum. Héraðsdómur sýknaði ríkið af kröfunni í maí 2019 en Landsréttur sendi málið aftur heim í hérað þar sem málsmeðferðin í héraði hefði ekki staðiðst. Aftur kvað héraðsdómur upp sýknudóm í málinu og fyrirtækin fimm áfrýjuðu niðurstöðunni til Landsréttar. Landsréttur kvað upp dóm sinn í dag. Í honum kom meðal annars fram að að baki því fyrirkomulagi sem mælt væri fyrir um í búvörulögum og tollalögum um úthlutun tímabundinna tollkvóta á sérstökum tollkjörum byggju lögmæt markmið. Löggjafinn hefði talsvert svigrúm um val á leiðum að þeim markmiðum að því tilskildu að gætt væri grundvallarsjónarmiða stjórnarskrár um að skattar skyldu lagðir á eftir almennum efnislegum mælikvarða og jafnræðis gætt gagnvart skattborgunum eftir því sem unnt væri. Samkvæmt hefðbundinni orðskýringu í viðeigandi grein búvörulaga þegar atvikin gerðust þótti Landsrétti ljóst að ráðherra hefði verið skylt að úthluta umræddum tollkvóta að uppfylltum nánar tilgreindum skilyrðum. Í ákvæðinu hefði því með nægilega skýrum hætti verið kveðið á um skattskylduna þegar tilteknar aðstæður ríktu á innanlandsmarkaði. Ákvörðun um úthlutun tollkvótans hefði því ekki verið á hendi ráðherra. Þá þótti engum vafa undirorpið að hverjum gjaldskyldan beindist. Jafnframt þótti löggjafinn hafa tekið nægilega skýra afstöðu til þess hvaða forsendur skyldu ráða fjárhæð tollgjaldsins samkvæmt tollalögum og að að ráðherra eða önnur stjórnvöld hefðu ekki haft það svigrúm sem máli skipti til að ákveða fjárhæð þess, breyta því eða um önnur meginatriði skattheimtunnar. Féllst Landsréttur því ekki á að af samspili viðeigandi greina tollaga og búvörulaga leiddi að um óheimilt framsal Alþingis á skattlagningarvaldi til ráðherra hefði verið að ræða sem færi í bága við stjórnarskrána. Þá var ekki fallist á að annmarkar við birtingu fyrrgreindra viðauka við tollalög haggaði gildi þeirra enda hefðu þeir verið birtir í Stjórnartíðindum á sínum tíma og við setningu núgildandi tollalaga hefði löggjafinn tiltekið sérstaklega að þeir skyldu gilda áfram sem viðaukar við lögin. Enn fremur hefði verið vísað til þeirra í dómaframkvæmd. Þá var ekki fallist á að breyting á viðeigandi greinum búvörulaga og tollaga eftir uppkvaðningu héraðsdóms hefði þýðingu við niðurstöðu málsins. Var íslenska ríkið því sýknað af kröfum Haga, Innness, Sælkeradreifingar, Festar og Banana.
Skattar og tollar Dómsmál Hagar Festi Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira