Hlutabréfamarkaðir rauðir en olía og gull rýkur upp Eiður Þór Árnason skrifar 24. febrúar 2022 11:21 Verðbréfasali í Frankfurt. Innrás Rússa hefur haft mikil áhrif á markaði víða um heim. Getty/Arne Dedert Verðið á Brent Norðursjávarolíu er komið upp fyrir hundrað Bandaríkjadali á tunnuna í fyrsta skipti frá árinu 2014 í kjölfar innrásar Rússa inn í Úkraínu sem talið er að geti haft áhrif á framboð olíu. Hlutabréfamarkaðir eru rauðir víðast hvar í dag og náði rússneska rúblan nýjum lægðum. Þá eru markaðir í Rússlandi og Úkraínu í frjálsu falli. Á sama tíma hafa fjárfestar leitað í gull, olíu og ríkisskuldabréf en gullverð hefur ekki verið hærra í meira en ár. Íslenska úrvalsvísitalan, OMXI10, hefur lækkað um og yfir 5% í fyrstu viðskiptum dagsins. Nær öll félög í á aðalmarkaði Kauphallarinnar hafa lækkað um meira en 1%. Hlutabréf í Icelandair og Marel hafa lækkað mest í Kauphöllinni eða um 5,48% og 6,74%. Rússneska MOEX-vísitalan hefur lækkað yfir 29% í dag en hlutabréf í kauphöllinni í Moskvu lækkuðu yfir 10% við opnun í morgun. Rússneski seðlabankinn fyrirskipaði þá bann við skortsölu og milliliðalausum verðbréfaviðskiptum. Þýska DAX-hlutabréfavísitalan hefur lækkað um 4,40% það sem af er degi. Viðskipti voru stöðvuð í PFTS kauphöllinni í Úkraínu í morgun. S&P 500 vísitalan hefur lækkað um 1,84%. Rúblan veiktist um nærri 7% í 86,98 gagnvart Bandaríkjadal og hefur verið aldrei verið lægri. Hún hækkaði upp í 84,27 eftir gjaldeyrisaðgerðir rússneska seðlabankans. Innrás Rússa í Úkraínu Kauphöllin Bensín og olía Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Hlutabréfamarkaðir eru rauðir víðast hvar í dag og náði rússneska rúblan nýjum lægðum. Þá eru markaðir í Rússlandi og Úkraínu í frjálsu falli. Á sama tíma hafa fjárfestar leitað í gull, olíu og ríkisskuldabréf en gullverð hefur ekki verið hærra í meira en ár. Íslenska úrvalsvísitalan, OMXI10, hefur lækkað um og yfir 5% í fyrstu viðskiptum dagsins. Nær öll félög í á aðalmarkaði Kauphallarinnar hafa lækkað um meira en 1%. Hlutabréf í Icelandair og Marel hafa lækkað mest í Kauphöllinni eða um 5,48% og 6,74%. Rússneska MOEX-vísitalan hefur lækkað yfir 29% í dag en hlutabréf í kauphöllinni í Moskvu lækkuðu yfir 10% við opnun í morgun. Rússneski seðlabankinn fyrirskipaði þá bann við skortsölu og milliliðalausum verðbréfaviðskiptum. Þýska DAX-hlutabréfavísitalan hefur lækkað um 4,40% það sem af er degi. Viðskipti voru stöðvuð í PFTS kauphöllinni í Úkraínu í morgun. S&P 500 vísitalan hefur lækkað um 1,84%. Rúblan veiktist um nærri 7% í 86,98 gagnvart Bandaríkjadal og hefur verið aldrei verið lægri. Hún hækkaði upp í 84,27 eftir gjaldeyrisaðgerðir rússneska seðlabankans.
Innrás Rússa í Úkraínu Kauphöllin Bensín og olía Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira