Joe Biden

Joe Biden

Fréttir tengdar Joe Biden, 46. forseta Bandaríkjanna.

Fréttamynd

Báðu Ísraela um að bíða með innrás

Ráðamenn í Bandaríkjunum báðu Ísraela um að bíða með innrás á Gasaströndina. Það er svo meiri tími fáist til að frelsa gísla Hamas-samtakanna, koma birgðum til íbúa og finna leiðir til að draga úr mannfalli meðal óbreyttra borgara.

Erlent
Fréttamynd

Sótt að Biden vegna nýrra fram­kvæmda við landa­mæram­úrinn

Þingmenn bæði úr röðum Repúblikana og Demókrata hafa gagnrýnt Joe Biden Bandaríkjaforseta eftir að stjórn hans tilkynnti að grænt ljós hefði verið gefið á framkvæmdir við byggingu nýs kafla af múrnum á landamærunum að Mexíkó. Umræddur kafli er rúmlega þrjátíu kílómetrar að lengd og að finna á strjálbýlu svæði í Texas.

Erlent
Fréttamynd

Sundr­að­ir Rep­úbl­ik­an­ar gefa sér viku

Átta Repúblikanar, af 220 í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, veltu Kevin McCarthy, fyrrverandi forseta fulltrúadeildarinnar, úr sessi í gærkvöldi. Þetta eru margir af sömu þingmönnunum og komu lengi í veg fyrir að hann yrði forseti í upphafi kjörtímabilsins.

Erlent
Fréttamynd

Örlög McCarthy ráðast líklega í dag

Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði þingflokki Repúblikanaflokksins í dag að atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu gegn honum fari fram seinnipartinn. Greiði allir Demókratar atkvæði með tillögunni geta einungis fimm Repúblikanar velt McCarthy úr sessi.

Erlent
Fréttamynd

Lítið nýtt á „hörm­u­leg­um“ fund­i um Biden

Repúblikanar héldu í gær fyrsta nefndarfundinn um rannsókn þeirra á Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, varðandi mögulega ákæru fyrir embættisbrot. Fundurinn stóð yfir í rúma sex tíma en ekkert nýtt kom fram sem gaf til kynna að Biden hefði brotið af sér í starfi eða væri sekur um spillingu.

Erlent
Fréttamynd

McCarthy enn í gíslingu uppreisnarmanna

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings er enn lömuð vegna uppreisnar hóps fjar-hægri þingmanna Repúblikanaflokksins. Einungis fimm dagar eru í að stöðva þarf rekstur ríkisins, finnist ekki samkomulag um fjárlagafrumvarp.

Erlent
Fréttamynd

Biden lofar Selenskí nýjum eldflaugum

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, í dag að hann ætlaði að senda langdrægar eldflaugar til Úkraínu. Úkraínumenn hafa lengi beðið um slíkar eldflaugar sem heita Army Tactical Missile System, eða ATACMS.

Erlent
Fréttamynd

McCarthy í basli og þingið lamað

Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, mistókst í gær að koma frumvarpi um fjárveitingar til varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna í gegnum þingið. Hópur öfgafullra þingmanna Repúblikanaflokksins kom í veg fyrir að frumvarpið yrði tekið til umræðu og er útlit fyrir algera lömun á þingi.

Erlent
Fréttamynd

Repúblikanar herða tökin í mikilvægum ríkjum

Repúblikanar í Wisconsin og Norður-Karólínu í Bandaríkjunum vilja breyta því hvernig kosningum er stjórnað í ríkjunum. Bæði ríkin eru svokölluð sveifluríki og þykja því gífurlega mikilvæg þegar kemur að forsetakosningunum á næsta ári.

Erlent
Fréttamynd

Hun­ter Biden á­kærður

Alríkissaksóknarar hafa gefið út ákæru á hendur Hunter Biden, syni Joe Biden Bandaríkjaforseta, þar sem hann er sagður hafa komist ólöglega yfir skotvopn í október árið 2018, eftir að hafa logið til um að neyta ekki né vera háður fíkniefnum.

Erlent
Fréttamynd

Hefja formlega rannsókn á Biden

Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, tilkynnti í dag að opnuð yrði formleg rannsókn sem beinist að Joe Biden, forseta, og ætlað væri að kanna hvort tilefni væri til að ákæra hann fyrir embættisbrot. Rannsóknin á að beinast að viðskiptaumsvifum fjölskyldu Bidens.

Erlent
Fréttamynd

Samskip, bandarískar forsetakosningar og samgöngusáttmáli

Fyrsti gestur Kristján Kristjánssonar á Sprengisandi í dag verður Hörður Felix Harðarson, sem hefur verið lögmaður Samskipa frá upphafi. Forsvarsmenn fyrirtækisins halda því fram fullum fetum að Samkeppniseftirlitið sé á villigötum í mörg þúsund blaðsíðna greinargerð um samkeppnisbrot fyrirtækisins.

Innlent
Fréttamynd

Boðar nýja á­kæru á hendur syni Biden

Sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins segist stefna að því að gefa út nýja ákæru á hendur Hunter Biden, syni Bandaríkjaforseta, fyrir lok þessa mánaðar. Biden hafði áður samþykkt að játa sig sekan um skatta- og skotvopnalagabrot en sáttinni var spillt í sumar.

Erlent
Fréttamynd

Segir dauða Prigozhin ekki koma á óvart

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir dauða Yevgeny Prigozhin, eiganda málaliðahópsins Wagner Group, ekki hafa komið sér á óvart. Hann segir lítið gerast í Rússlandi án aðkomu Vladimírs Pútín, forseta.

Erlent
Fréttamynd

Færast nær því að ákæra Biden fyrir embættisbrot

Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa færst nær því að hefja rannsókn á því hvort tilefni finnist til að ákæra Joe Biden, forseta, fyrir embættisbrot. Donald Trump, fyrrverandi forseti sem var tvisvar ákærður fyrir embættisbrot, vill ólmur að Biden verði einnig ákærður.

Erlent
Fréttamynd

Fang­els­i fyr­ir bar­smíð­ar með fán­a­stöng

Vörubílstjóri sem barði lögregluþjón með fánastöng í árásinni á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021 hefur verið dæmdur til rúmlega fjögurra ára vistar í alríkisfangelsi. Maðurinn játaði að hafa ráðist á lögregluþjón með hættulegu vopni.

Erlent
Fréttamynd

Biden kallaði Katrínu Írlandsdóttur

Joe Biden Bandaríkjaforseti átti fund leiðtogum Norðurlandana í vikunni. Á blaðamannafundi með forseta Finnlands kallaði hann Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra fyrst dóttur Írlands og svo dóttur Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Biden segir Bandaríkin og Norðurlönd deila sögu og framtíðarsýn

Forsætisráðherra segir leiðtoga Norðurlandanna hafa átt mjög frjálslegan og opinn fund með forseta Bandaríkjanna í Helsinki í dag. Auk öryggismála hafi meðal annars verið rætt um jafnréttis- og loftslagsmál ásamt málefnum Norðurslóða. Bandaríkjaforseti segir ríkin deila sameiginlegri sýn um frelsi og samvinnu.

Erlent
Fréttamynd

Kóngurinn nennti ekki að bíða eftir Biden

Karl Breta­konungur var ekkert sér­stak­lega þolin­móður þegar hann tók á móti Joe Biden, Banda­ríkja­for­seta, í Windsor kastala í dag. Biden tók sér góðan tíma í samræður við líf­vörð konungsins, sem var ekkert sér­stak­lega skemmt.

Lífið