Heimsókn Bidens staðfest og ný von um neyðaraðstoð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. október 2023 06:31 Særðir Palestínumenn við komuna á al-Shifa sjúkrahúsið í kjölfar loftárása Ísraelsmanna. AP/Abed Khaled Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti margra klukkustunda langan fund með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær sem lauk snemma í morgun. Blinken tilkynnti að loknum fundinum að Joe Biden Bandaríkjaforseti myndi heimsækja Ísrael á morgun, meðal annars til að funda með ráðamönnum þar um hernaðarlegar þarfir landsins. Utanríkisráðherrann sagði einnig að hann og Netanyahu hefðu komist að samkomulagi um að þróa áætlun sem miðaði að því að koma neyðaraðstoð til íbúa Gasa. Þá myndi Biden vilja fá upplýsingar um það frá Ísraelsmönnum hvernig þeir hygðust lágmarka áhrif hernaðaraðgerða sinna á almenna borgara og greiða fyrir aðstoð til íbúa án þess að það gagnaðist Hamas. Samkvæmt yfirvöldum á Gasa létust að minnsta kosti 49 í árásum Ísraelsmanna á svæðið í nótt. Um það bil 600 þúsund íbúar Gasaborgar hafa flúið eftir að Ísraelsstjórn hvatti fólk til að leita suður eftir en um 100 þúsund eru sagðir enn í borginni. Jonathan Conricus, talsmaður Ísraelshers, sagði á daglegum stöðufundi að hernaðaraðgerðir hæfust þegar aðstæður væru þannig að menn teldu líklegt að þeir myndu ná fram markmiðum sínum. Conricus var spurður að því hvort heimsókn Bandaríkjaforseta myndi hafa áhrif á fyrirætlanir Ísraela en hann taldi svo ekki vera. Það væri ekki markmið heimsóknarinnar, heldur að freista þess að draga úr líkunum á stigmögnun átaka á svæðinu. Talsmaðurinn sagðist ekki telja að það væri eitt af markmiðum Ísraelsstjórnar að hernema Gasa. Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins munu funda í dag til að stilla saman strengi en ríkin hafa verið nokkuð ósamstíga í viðbrögðum sínum við árásum Hamas og hernaðaraðgerðum Ísraelsmanna, meðal annars hvað varðar áframhaldandi fjárstuðning við Palestínumenn. Hamas-samtökin segjast hafa 200 til 250 einstaklinga í haldi en Ísrael hefur sagt fjöldann 199. Samtökin krefjast frelsunar 6.000 palestínskra fanga í ísraelskum fangelsinum fyrir gíslana. Íran hefur varað Ísraelsmenn við forvirkum aðgerðum gegn Ísrael en stjórnvöld þar í landi hafa ítrekað að innrás á Gasa yrði svarað. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Joe Biden Bandaríkin Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Fleiri fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Sjá meira
Blinken tilkynnti að loknum fundinum að Joe Biden Bandaríkjaforseti myndi heimsækja Ísrael á morgun, meðal annars til að funda með ráðamönnum þar um hernaðarlegar þarfir landsins. Utanríkisráðherrann sagði einnig að hann og Netanyahu hefðu komist að samkomulagi um að þróa áætlun sem miðaði að því að koma neyðaraðstoð til íbúa Gasa. Þá myndi Biden vilja fá upplýsingar um það frá Ísraelsmönnum hvernig þeir hygðust lágmarka áhrif hernaðaraðgerða sinna á almenna borgara og greiða fyrir aðstoð til íbúa án þess að það gagnaðist Hamas. Samkvæmt yfirvöldum á Gasa létust að minnsta kosti 49 í árásum Ísraelsmanna á svæðið í nótt. Um það bil 600 þúsund íbúar Gasaborgar hafa flúið eftir að Ísraelsstjórn hvatti fólk til að leita suður eftir en um 100 þúsund eru sagðir enn í borginni. Jonathan Conricus, talsmaður Ísraelshers, sagði á daglegum stöðufundi að hernaðaraðgerðir hæfust þegar aðstæður væru þannig að menn teldu líklegt að þeir myndu ná fram markmiðum sínum. Conricus var spurður að því hvort heimsókn Bandaríkjaforseta myndi hafa áhrif á fyrirætlanir Ísraela en hann taldi svo ekki vera. Það væri ekki markmið heimsóknarinnar, heldur að freista þess að draga úr líkunum á stigmögnun átaka á svæðinu. Talsmaðurinn sagðist ekki telja að það væri eitt af markmiðum Ísraelsstjórnar að hernema Gasa. Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins munu funda í dag til að stilla saman strengi en ríkin hafa verið nokkuð ósamstíga í viðbrögðum sínum við árásum Hamas og hernaðaraðgerðum Ísraelsmanna, meðal annars hvað varðar áframhaldandi fjárstuðning við Palestínumenn. Hamas-samtökin segjast hafa 200 til 250 einstaklinga í haldi en Ísrael hefur sagt fjöldann 199. Samtökin krefjast frelsunar 6.000 palestínskra fanga í ísraelskum fangelsinum fyrir gíslana. Íran hefur varað Ísraelsmenn við forvirkum aðgerðum gegn Ísrael en stjórnvöld þar í landi hafa ítrekað að innrás á Gasa yrði svarað.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Joe Biden Bandaríkin Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Fleiri fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Sjá meira