Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Mál Mor­ten Beck ekki lengur á borði ÍSÍ

Mál Mor­ten Beck, fyrrum leik­manns FH hefur verið vísað frá af áfrýjunardómstóli Íþróttasambands Íslands, ÍSÍ. Beck var að áfrýja ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands að aflétta félagaskiptabanni FH en félagið hafði upprunalega verið dæmt í slíkt bann þar sem það skuldaði Morten laun.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Við ætlum ekkert að fara að vorkenna okkur

Gunnleifur Gunnleifsson, fyrrum landsliðsmarkvörður, stýrði sínum fyrsta leik sem aðalþjálfari Breiðabliks eftir að Ásmundur Arnarsson lét af störfum fyrir skömmu. Frumraun hans gekk ekki að óskum en leiknum leik með 4-0 tapi gegn Þrótti.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Settum tóninn strax í upphafi leiks“

Amanda Jacobsen Andradóttir lék á als oddi í framlínu Vals þegar liðið skellti Þór/KA með sex mörkum gegn engu í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld. Samherjar Amöndu nutu góðs af spilamennsku hennar en hún lagði upp fjögur marka Valsliðsins eftir að hafa brotið ísinn með fyrsta marki leiksins. 

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - FH 3-2 | Stjörnukonur sýndu fagmennsku í sigri

Annað af heitustu liðum deildarinnar, Stjarnan, hélt góðu gengi sínu áfram í fyrstu umferð umspils hluta Bestu deildar kvenna í kvöld þegar liðið lagði FH 3-2 á heimavelli. Stjarnan var hárbeitt fram á við ásamt því að sýna afar þéttan og góðan varnarleik til að sigla sigrinum heim og halda pressunni annað sæti deildarinnar. FH náði í sárabótarmörk í lokin en komust ekki nógu langt.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gunn­leifur og Kjartan fylla skarð Ás­mundar

Breiðablik hefur ráðið þá Gunnleif Gunnleifsson og Kjartan Stefánsson inn í meistaraflokks kvenna teymið. Það verða því fjórir þjálfarar sem munu stýra Blikum út tímabilið í Bestu deild kvenna þar sem Ana Cate og Ólafur Pétursson voru fyrir í teyminu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Heimir Guð­jóns­son: Á­gætt bara að sleppa með 3-0

„Ég hefði ekki getað gagnrýnt neinn í hálfleik fyrir að leggja sig ekki fram. Við lögðum okkur fram og spiluðum góðan fótbolta, góð færi, en eins og oft áður í sumar erum við sjálfum okkur verstir,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 0-3 tap gegn KA í Kaplakrika í kvöld.

Íslenski boltinn