Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-0 | Breiðablik Íslandsmeistari eftir spennutrylli Ágúst Orri Arnarson og Smári Jökull Jónsson skrifa 5. október 2024 18:16 Breiðablik fagnar Íslandsmeistaratitlinum í leikslok. Vísir/Pawel Breiðablik er Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu eftir 0-0 jafntefli gegn Val í hreinum úrslitaleik á N1-vellinum að Hlíðarenda. Þrátt fyrir þunga sókn Valskvenna undir lok leiksins náðu þær ekki inn markinu sem þær þurftu og Blikar því Íslandsmeistarar í nítjánda sinn. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað. Valskonur voru meira með boltann í upphafi en lið Blika var hættulegt þegar það kom fram á völlinn með hina mögnuðu Samantha Smith fremsta í flokki. Jasmín Erla Ingadóttir og Elín Helena Karlsdóttir í baráttunni.Vísir/Pawel Smith átti einmitt gott skot eftir hornspyrnu snemma leiks en skaut yfir og hún vildi síðan fá vítaspyrnu um miðjan hálfleikinn eftir að hafa fallið við í teignum. Erlendur Eiríksson dómari dæmdi hins vegar ekki neitt og af myndbandsupptökum að dæma virtist það rétt ákvörðun. Valskonur átti sínar sóknir en öflug vörn Breiðabliks stóðst allar þeirra árásir með Telmu Ívarsdóttur örugga í markinu þar fyrir aftan. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir sækir að Katie Cousins.Vísir/Pawel Síðari hálfleikur byrjaði af miklum krafti og spennustigið á vellinum jókst með hverri mínútunni sem leið. Blikar fengu gott færi á 57. mínútu þegar Anna Rakel Pétursdóttir bjargaði á línu eftir skalla frá Katrínu Ásbjörnsdóttur og skömmu síðar hitti Agla María Albertsdóttir boltann illa í fínu færi á fjærstönginni. Blikar voru hættulegri aðilinn og Valskonur ógnuðu furðulítið miðað við að þær þurftu mark til að ná tökum á titlinum. Pétur Pétursson skipti þeim Ísabellu Söru Tryggvadóttur og Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur inn þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir og blés í sóknarlúðra. Pétur Pétursson þjálfari Vals á hliðarlínunni í dag.Vísir/Pawel Eftir því sem lokaflautið nálgaðist datt lið Breiðabliks aftur á völlinn og Valskonur reyndu allt hvað þær gátu að ná inn markinu sem þær þurftu. Sóknin var þung síðustu mínúturnar og munaði oft mjóu í markteig Blikaliðsins. Fanndís Friðriksdóttir fékk besta færið þegar 40 sekúndur voru eftir en skaut framhjá á fjærstönginni. Þegar rúmlega sex mínútur voru komnar fram fyrir venjulegan leiktíma flautaði síðan Erlendur dómari til leiksloka og leikmenn og stuðningsmenn Beriðabliks ærðust af fögnuði þegar Íslandsmeistaratitillinn var í höfn. Titlinum fagnaðVísir/Pawel Þetta er nítjándi titill Breiðabliks í efstu deild kvenna en Valur hefur hampað titlinum síðustu þrjú árin. Atvik leiksins Það er erfitt að taka eitt atvik út í þessum markalausa leik. Blikar voru nálægt því að ná forystunni snemma í seinni hálfleik þegar bjargað var á línu en besta færi Valskvenna kom á lokasekúndum leiksins þegar Fanndís Friðriksdóttir skaut framhjá úr opnu færi. Stjörnur og skúrkar Vörn Breiðabliks spilaði vel í leiknum með fyrirliðann Ástu Eir Árnadóttur fremsta á meðal jafningja. Á miðjunni var Heiða Ragney Viðarsdóttir mjög öflug og braut niður sóknir Valsliðsins. Þá var Telma Ívarsdóttir mjög traust í marki Breiðabliks og steig ekki feilspor. Það var frábær mæting á leikinn og áhorfendamet slegið í efstu deild kvenna á Íslandi.Vísir/Pawel Valsliðið olli vonbrigðum sóknarlega og sköpuðu sér fá opin færi. Varnarlega var Valsliðið þétt og Anna Rakel Pétursdóttir gerði vel í að bjarga á marklínu snemma í síðari hálfleiknum. Dómarinn Erlendur Eiríksson var dómari úrslitaleiksins í dag. Hann setti línuna strax í upphafi og leyfði töluvert en reif gula spjaldið engu að síður tvisvar upp í fyrri hálfleiknum. Erlendur slapp við að taka risastórar ákvarðanir í leiknum og dæmdi leikinn heilt yfir vel. Stemmning og umgjörð Það var sannkölluð áhorfendaveisla að Hlíðarenda í dag. Bæði lið sameinuðust um vel heppnaða upphitun fyrir leikinn og var vel mætt hjá stuðningsmönnum enda veðrið með besta móti. Stúkan að Hlíðarenda er troðfull.Vísir/Pawel Áhorfendamet í efstu deild kvenna var slegið í leiknum og umgjörðin til algjörrar fyrirmyndar. Viðtöl Besta deild kvenna Valur Breiðablik
Breiðablik er Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu eftir 0-0 jafntefli gegn Val í hreinum úrslitaleik á N1-vellinum að Hlíðarenda. Þrátt fyrir þunga sókn Valskvenna undir lok leiksins náðu þær ekki inn markinu sem þær þurftu og Blikar því Íslandsmeistarar í nítjánda sinn. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað. Valskonur voru meira með boltann í upphafi en lið Blika var hættulegt þegar það kom fram á völlinn með hina mögnuðu Samantha Smith fremsta í flokki. Jasmín Erla Ingadóttir og Elín Helena Karlsdóttir í baráttunni.Vísir/Pawel Smith átti einmitt gott skot eftir hornspyrnu snemma leiks en skaut yfir og hún vildi síðan fá vítaspyrnu um miðjan hálfleikinn eftir að hafa fallið við í teignum. Erlendur Eiríksson dómari dæmdi hins vegar ekki neitt og af myndbandsupptökum að dæma virtist það rétt ákvörðun. Valskonur átti sínar sóknir en öflug vörn Breiðabliks stóðst allar þeirra árásir með Telmu Ívarsdóttur örugga í markinu þar fyrir aftan. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir sækir að Katie Cousins.Vísir/Pawel Síðari hálfleikur byrjaði af miklum krafti og spennustigið á vellinum jókst með hverri mínútunni sem leið. Blikar fengu gott færi á 57. mínútu þegar Anna Rakel Pétursdóttir bjargaði á línu eftir skalla frá Katrínu Ásbjörnsdóttur og skömmu síðar hitti Agla María Albertsdóttir boltann illa í fínu færi á fjærstönginni. Blikar voru hættulegri aðilinn og Valskonur ógnuðu furðulítið miðað við að þær þurftu mark til að ná tökum á titlinum. Pétur Pétursson skipti þeim Ísabellu Söru Tryggvadóttur og Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur inn þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir og blés í sóknarlúðra. Pétur Pétursson þjálfari Vals á hliðarlínunni í dag.Vísir/Pawel Eftir því sem lokaflautið nálgaðist datt lið Breiðabliks aftur á völlinn og Valskonur reyndu allt hvað þær gátu að ná inn markinu sem þær þurftu. Sóknin var þung síðustu mínúturnar og munaði oft mjóu í markteig Blikaliðsins. Fanndís Friðriksdóttir fékk besta færið þegar 40 sekúndur voru eftir en skaut framhjá á fjærstönginni. Þegar rúmlega sex mínútur voru komnar fram fyrir venjulegan leiktíma flautaði síðan Erlendur dómari til leiksloka og leikmenn og stuðningsmenn Beriðabliks ærðust af fögnuði þegar Íslandsmeistaratitillinn var í höfn. Titlinum fagnaðVísir/Pawel Þetta er nítjándi titill Breiðabliks í efstu deild kvenna en Valur hefur hampað titlinum síðustu þrjú árin. Atvik leiksins Það er erfitt að taka eitt atvik út í þessum markalausa leik. Blikar voru nálægt því að ná forystunni snemma í seinni hálfleik þegar bjargað var á línu en besta færi Valskvenna kom á lokasekúndum leiksins þegar Fanndís Friðriksdóttir skaut framhjá úr opnu færi. Stjörnur og skúrkar Vörn Breiðabliks spilaði vel í leiknum með fyrirliðann Ástu Eir Árnadóttur fremsta á meðal jafningja. Á miðjunni var Heiða Ragney Viðarsdóttir mjög öflug og braut niður sóknir Valsliðsins. Þá var Telma Ívarsdóttir mjög traust í marki Breiðabliks og steig ekki feilspor. Það var frábær mæting á leikinn og áhorfendamet slegið í efstu deild kvenna á Íslandi.Vísir/Pawel Valsliðið olli vonbrigðum sóknarlega og sköpuðu sér fá opin færi. Varnarlega var Valsliðið þétt og Anna Rakel Pétursdóttir gerði vel í að bjarga á marklínu snemma í síðari hálfleiknum. Dómarinn Erlendur Eiríksson var dómari úrslitaleiksins í dag. Hann setti línuna strax í upphafi og leyfði töluvert en reif gula spjaldið engu að síður tvisvar upp í fyrri hálfleiknum. Erlendur slapp við að taka risastórar ákvarðanir í leiknum og dæmdi leikinn heilt yfir vel. Stemmning og umgjörð Það var sannkölluð áhorfendaveisla að Hlíðarenda í dag. Bæði lið sameinuðust um vel heppnaða upphitun fyrir leikinn og var vel mætt hjá stuðningsmönnum enda veðrið með besta móti. Stúkan að Hlíðarenda er troðfull.Vísir/Pawel Áhorfendamet í efstu deild kvenna var slegið í leiknum og umgjörðin til algjörrar fyrirmyndar. Viðtöl
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti