„Ótrúlega stolt af hópnum hvernig við nálguðumst þetta tímabil“ Smári Jökull Jónsson skrifar 5. október 2024 18:49 Ásta Eir lyftir Íslandsmeistaraskildinum. Vísir/Pawel „Hún er ótrúleg og ólýsanleg,“ sagði Ásta Eir Árnadóttir fyrirliði Breiðabliks um tilfinninguna eftir að Blikar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu með markalausu jafntefli gegn Val í úrslitaleik. Blikar luku keppni í Bestu deildinni einu stigi á undan Val og fögnuður leikmanna og stuðningsmanna liðsins í leikslok var ósvikinn. „Þvílík gleði og við erum búin að vera að horfa á þennan dag síðan í nóvember og það er ótrúlega sætt að ná að klára þetta hér,“ sagði Ásta Eir í samtali við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport í leikslok. Áhorfendamet var slegið á N1-vellinum í dag en 1625 manns mættu á völlinn í blíðskaparveðri og fylltu stúkuna að Hlíðarenda. „Allt upp á tíu. Auðvitað var þetta það sem maður vonaðist eftir, að fá fulla stúku og fá fullt af fólki á þennan einstaka leik. Ég er þvílíkt ánægð með mætinguna og þetta gerði leikinn 100% betri fyrir okkur þó hann hafi kannski ekki verið mikið fyrir augað. En það skiptir engu máli núna.“ Valskonur lágu á Blikaliðinu undir loksins sem stóð þó sóknir heimakvenna af sér. Telma Ívarsdóttir í markinu var öryggið uppmálað fyrir aftan Ástu Eir og stöllur hennar í vörninni. „Þær lágu svolítið á okkur og bættu aðeins í sóknina. Ég fann fyrir góðu öryggi, Telma ótrúlega góð í teignum og var að éta þessa bolta sem þær voru að koma með. Ótrúlega ánægð hvernig við náðum að sigla þessu heim.“ Nik Chamberlain er á sínu fyrsta ári sem þjálfari Breiðabliks eftir að hafa komið frá Þrótti fyrir tímabilið. Ásta hrósaði Nik í hástert og sagði að leikmenn liðsins hefðu strax ákveðið að róa í sömu átt. „Hann er búinn að vera mjög skýr og góður að þjálfa síðan hann kom. Það þarf alveg góðan þjálfara til að fá allt liðið með sér þannig að allir séu að fara í sömu átt. Honum tókst það mjög vel og við vorum allar að róa í sömu átt frá byrjun.“ „Það var nýtt kerfi og nýjar áherslur en við fórum í þessa breytingu í hausnum á okkur að við ætluðum að gera þetta saman og fylgja þessu eftir. Það gekk mjög vel í allt sumar og ég er þvílíkt stolt af hópnum hvernig við nálguðumst þetta tímabil og að klára þetta hér,“ sagði Ásta Eir áður en hún var þotin í bikarfögnuð Blikaliðsins. Besta deild kvenna Breiðablik Valur Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Fótbolti Lífið í Brúnei einmanalegt Fótbolti Fleiri fréttir Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Sjá meira
Blikar luku keppni í Bestu deildinni einu stigi á undan Val og fögnuður leikmanna og stuðningsmanna liðsins í leikslok var ósvikinn. „Þvílík gleði og við erum búin að vera að horfa á þennan dag síðan í nóvember og það er ótrúlega sætt að ná að klára þetta hér,“ sagði Ásta Eir í samtali við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport í leikslok. Áhorfendamet var slegið á N1-vellinum í dag en 1625 manns mættu á völlinn í blíðskaparveðri og fylltu stúkuna að Hlíðarenda. „Allt upp á tíu. Auðvitað var þetta það sem maður vonaðist eftir, að fá fulla stúku og fá fullt af fólki á þennan einstaka leik. Ég er þvílíkt ánægð með mætinguna og þetta gerði leikinn 100% betri fyrir okkur þó hann hafi kannski ekki verið mikið fyrir augað. En það skiptir engu máli núna.“ Valskonur lágu á Blikaliðinu undir loksins sem stóð þó sóknir heimakvenna af sér. Telma Ívarsdóttir í markinu var öryggið uppmálað fyrir aftan Ástu Eir og stöllur hennar í vörninni. „Þær lágu svolítið á okkur og bættu aðeins í sóknina. Ég fann fyrir góðu öryggi, Telma ótrúlega góð í teignum og var að éta þessa bolta sem þær voru að koma með. Ótrúlega ánægð hvernig við náðum að sigla þessu heim.“ Nik Chamberlain er á sínu fyrsta ári sem þjálfari Breiðabliks eftir að hafa komið frá Þrótti fyrir tímabilið. Ásta hrósaði Nik í hástert og sagði að leikmenn liðsins hefðu strax ákveðið að róa í sömu átt. „Hann er búinn að vera mjög skýr og góður að þjálfa síðan hann kom. Það þarf alveg góðan þjálfara til að fá allt liðið með sér þannig að allir séu að fara í sömu átt. Honum tókst það mjög vel og við vorum allar að róa í sömu átt frá byrjun.“ „Það var nýtt kerfi og nýjar áherslur en við fórum í þessa breytingu í hausnum á okkur að við ætluðum að gera þetta saman og fylgja þessu eftir. Það gekk mjög vel í allt sumar og ég er þvílíkt stolt af hópnum hvernig við nálguðumst þetta tímabil og að klára þetta hér,“ sagði Ásta Eir áður en hún var þotin í bikarfögnuð Blikaliðsins.
Besta deild kvenna Breiðablik Valur Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Fótbolti Lífið í Brúnei einmanalegt Fótbolti Fleiri fréttir Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Sjá meira