Hollywood

Hollywood

Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Sjóð­heitt og splunku­nýtt Hollywood par

Ofurbomban og stjarnan Pamela Anderson hefur fundið ástina í faðmi leikarans ástsæla Liam Neeson. Hjúin leika á móti hvort öðru í nýju Naked Gun kvikmyndinni þar sem ástarblossi kviknaði sem logar enn.

Lífið
Fréttamynd

Sweeney sökuð um kyn­þátta­hyggju

Auglýsingaherferð fatamerkisins American Eagle með leikkonunni Sydney Sweeney hefur verið gagnrýnd fyrir að innihalda rasíska undirtóna og ýja að kynbótastefnu með orðagríni um góð gen.

Lífið
Fréttamynd

Ó­þekkjan­leg stjarna

Hollywood-stjarnan Sydney Sweeney mun leika Christy Martin í nýrri ævisögumynd um bandaríska boxarann. Fyrsta opinbera ljósmyndin úr kvikmyndinni sýnir óþekkjanlega dökkhærða Sweeney.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“

Hunter Biden, sonur Joe Bidens fyrrverandi Bandaríkjaforseta, er ómyrkur í máli í nýju viðtali þar sem hann hraunar yfir stórleikarann George Clooney og aðra áhrifamenn í Demókrataflokknum sem kröfðust þess að Biden drægi sig úr forsetaframboði í fyrra.

Erlent
Fréttamynd

Tuttugu ára aldurs­munur og ástin blómstrar

Ástralska tónlistarkonan Sia virðist vera komin með nýjan kærasta. Sá heppni heitir Harry Jowsey og er 28 ára gamall en hann er hvað þekktastur fyrir þátttöku í raunveruleikaseríunni Too Hot Too Handle. 

Lífið
Fréttamynd

Gaf eistum kærastans gælu­nafn

Stjörnuparið Jojo Siwa og Chris Hughes hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum undanfarna mánuði. Parið kynntist í byrjun árs þegar þau voru bæði í raunveruleikaseríunni Celebrity Big Brother UK, urðu strax nánir vinir og síðar þróaðist vináttan í ástarsamband.

Lífið
Fréttamynd

Heims­fræg lesbía á leið til landsins

Leikkonan Fortune Feimster er á leið til landsins með uppistandssýningu í tengslum við Hinsegin hátíðina í ágúst. Feimster, sem er nýskilin, er full tilhlökkunar að kynnast landinu og drekka í sig íslenska menningu. 

Lífið
Fréttamynd

Millie Bobby Brown í hóp Ís­lands­vina

Stranger Things-stjarnan Millie Bobby Brown birtir mynd tekna í Reykjavík í nýrri Instagram færslu. Af því má ráða að hún sé komin í hóp fjölmargra Íslandsvina úr röðum fræga fólksins.

Lífið
Fréttamynd

Braga­son leikur Zeldu prinsessu

Bo Bragason mun leika Zeldu prinsessu í kvikmynd sem byggð er af tölvuleikjaröð af sama nafni. Leikkonan er 21 árs og, eins og eftirnafn hennar gefur til kynna, Íslendingur.

Lífið
Fréttamynd

Emma Watson svipt ökuleyfinu

Leikkonan Emma Watson hefur verið svipt ökuleyfinu í sex mánuði eftir að hún fór yfir leyfilegan hámarkshraða í Oxford í júlí á síðasta ári.

Lífið
Fréttamynd

Er Rihanna best klædda mamma allra tíma?

Stórstjarnan Rihanna heldur áfram að slá met fyrir einhvern flottasta meðgöngustíl sem sést hefur. Söngkonan sem á von á sínu þriðja barni með rapparanum A$AP Rocky er þekkt fyrir stórglæsilegan stíl og virðist njóta þess enn betur að klæða sig upp á meðgöngunni.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Auð­vitað væri ég til í að ná enn lengra“

„Það er mjög tilfinningalegt ferli að búa til plötu, opna þig upp á gátt og leyfa fólki að hlusta á lögin þín. Það er eiginlega alltaf jafn erfitt en að sama skapi algjör forréttindi, þvílíkt frelsi, gleði og upplifun að fá að gera þetta,“ segir Jökull Júlíusson aðalsöngvari hljómsveitarinnar Kaleo og einn farsælasti tónlistarmaður sem Ísland hefur alið af sér. Blaðamaður ræddi við hann um listina, lífið og væntanlega tónleika í Vaglaskógi.

Lífið
Fréttamynd

Opnar sig um storma­samt hjóna­band á nýju plötunni

Textar poppstjörnunnar Justin Bieber á plötunni Swag, sem hann sendi óvænt frá sér í dag, gefa rækilega í skyn að hjónaband hans og ofurfyrirsætunnar Hailey Bieber hafi staðið höllum fæti. Orðrómar þess efnis hafa verið áberandi meðal aðdáendahóps Bieber að undanförnu. 

Tónlist
Fréttamynd

Gamli er (ekki) al­veg með'etta

Þegar best lætur líður manni eins og maður þeysist eftir brautinni á formúlubíl með öllum þeim hraða, hávæða og spennu sem því fylgir. Þegar farið er af brautinni líður manni eins maður sé að horfa á illa leikna auglýsingu með ómerkilegum persónum og klisjukenndu handriti.

Gagnrýni