Hollywood

Hollywood

Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Fréttamynd

Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas

Adam Sandler leikari heimsótti í gær sirkussýninguna Atomic en María Birta Bjarnadóttir Fox er ein leikara. Í sýningunni er dans, leikur, sirkusatriði og kabarett. Atomic er sýnt í Las Vegas þar sem María Birta hefur verið búsett síðustu ár ásamt eiginmanni sínum, Ella Egilssyni, og börnum þeirra. Í sýningunni hefur hún leikið nunnu og glímukappa. 

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

David Lynch er látinn

David Lynch, einn áhrifamesti kvikmyndagerðarmaður Bandaríkjanna, er látinn 78 ára að aldri. Hann hafði glímt við alvarlega lungnaþembu undanfarin fimm ár.

Erlent
Fréttamynd

Setja börnin í for­gang og slíta hjóna­bandinu

Bandaríska leik-og söngkonan Jessica Simpson og eiginmaður hennar, Eric Johnson fyrr­ver­andi NFL-leikmaður, eru að skilja eftir tíu ára hjónaband. Hún segir að ákvörðunin hafi verið tekin með hagsmuni barna þeirra í huga.

Lífið
Fréttamynd

Segir tímann ekki lækna sorgina

Leikarinn Ryan Dorsey er enn í miklum sárum eftir fráfall fyrrverandi konu hans Nayu Rivera en hún lést í júlí 2020. Naya hefði átt afmæli í gær og birti Ryan einlæga og sorglega færslu til hennar á samfélagsmiðlinum Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum

Eldar halda áfram að gera íbúum Los Angeles og stjörnum Hollywood lífið leitt. Meðal þess sem stjörnurnar keppast nú við að vekja athygli á í bandarískum miðlum eru lág laun slökkviliðsmanna, tryggingar húsnæðiseigenda og leiguverð þeirra sem neyðst hafa til að yfirgefa heimili sín.

Lífið
Fréttamynd

Heimili Hanks rétt slapp

Glæsihýsi bandaríska stórleikarans Tom Hanks rétt svo slapp við að verða gróðureldum að bráð í Pacific Palisades hverfinu í Los Angeles. Tom á húsið með eiginkonu sinni Ritu Wilson en þau hafa búið þar í fimmtán ár, frá árinu 2010.

Lífið
Fréttamynd

Stóru eldarnir enn hömlulausir

Tíu eru látnir í gróðureldunum í Los Angeles í Kaliforníu í Bandaríkjunum og óttast að um 10 þúsund byggingar séu ónýtar. Eldarnir hafa farið yfir að minnsta kosti 140 ferkílómetra.

Erlent
Fréttamynd

Harm­leikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp

Mikill fjöldi Hollywood stjarna hefur neyðst til að flýja heimili sín vegna þeirra gríðarlegu skógarelda sem nú brenna í úthverfum Los Angeles borgar. Þá hefur töluverður fjöldi stjarna misst heimili sín í úthverfi borgarinnar, Pacific Palisades og í Malibu.

Lífið
Fréttamynd

Allt búið hjá Austin og Kaiu

Fyrrum stjörnuparið Kaia Gerber, ofurfyrirsæta, og Austin Butler, Hollywood leikari, hafa ákveðið að fara í sundur eftir þriggja ára samband. Því lauk fyrir áramót en Kaia fagnaði nýju ári í Cabo, Mexíkó með vinum, í fjarveru Austin.

Lífið
Fréttamynd

Skemmti­legast klæddu á Golden Globe

Það var mikið um litadýrð á rauða dreglinum í gær þegar stórstjörnur heimsins komu saman á Golden Globe verðlaunahátíðinni í Hollywood. Tískuunnendur fylgdust spenntir með fatavali stjarnanna sem fellur auðvitað alltaf mis vel í kramið en það var ekki laust við að tískustraumar frá árinu 2010 hafi gert vart við sig. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Heimili Walter White til sölu eftir ára­langan á­gang að­dá­enda

Einbýlishús sem gerði garðinn frægan sem heimili efnafræðikennarans og fíkniefnabarónsins Walters White í sjónvarpsþáttunum Breaking Bad er nú komið á sölu. Eigendur hússins hafa um árabil þurft að sætta sig við þá miklu athygli sem húsið vekur meðal aðdáenda þáttanna, og þurft að gera ýmsar öryggisráðstafanir. 

Lífið
Fréttamynd

Illa vegið að ís­lenskum bjór

Bandaríska leikkonan Alexandra Daddario eyddi áramótunum á Íslandi. Hún skellti sér í heita pottinn umkringd íslensku fannfergi og bakaði brauð á hverasvæði svo fátt eitt sé nefnt. Hún fékk þó ekki ýkja sérstakar ráðleggingar um íslenska bjórinn.

Lífið
Fréttamynd

John Capodice er látinn

Bandaríski leikarinn John Capodice er látinn 83 ára að aldri. Hann átti farsælan fjögurra áratuga feril sem karakterleikari í Hollywood.

Lífið
Fréttamynd

„Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri

Jocelyn Wildenstein, fyrrum milljarðamæringur þekkt sem „kattarkonan“, er látinn 84 ára að aldri. Wildenstein hlaut viðurnefnið „kattarkonan (e. Catwoman)“ vegna einkennandi útlits sökum fjölda lýtaaðgerða á andliti sem hún fór í til að líkjast ketti. 

Lífið
Fréttamynd

Angus MacInnes er látinn

Kanadíski leikarinn Angus MacInnes er látinn 77 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Jon Vander eða „Gullni leiðtogi“ í fyrstu Stjörnustríðsmyndinni.

Lífið
Fréttamynd

Pitt og Jolie loksins skilin

Leikararnir Angelina Jolie og Brad Pitt hafa loksins náð saman um skilnaðarsamning og þar með bundið á einhverjar lengstu skilnaðardeilur í sögu Hollywood. Jolie sótti um skilnað fyrir átta árum.

Lífið