Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Dægurmálatímaritið Variety hefur valið hundrað bestu gamanmyndir sögunnar. Listinn þykir umdeildur vegna þess hve vítt gamanmyndin er skilgreind og sökum þess hve margar góðar grínmyndir vantar á listann. Bíó og sjónvarp 25.11.2025 17:16
Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Jill Freud, sem túlkaði hlutverk ráðskonu í breska forsætisráðuneytinu í kvikmyndinni Love Actually, lést 98 ára að aldri. Hún var einnig innblástur persónunnar Lucy í bókaröðinni um ævintýralandið Narníu. Lífið 24.11.2025 17:43
Udo Kier er látinn Þýski leikarinn Udo Kier, sem lék í meira en 200 kvikmyndum á ferli sínum, er látinn, 81 árs að aldri. Kier var þekktur fyrir stingandi augnaráð sitt og lék gjarnan sérstæða karaktera eða illmenni. Bíó og sjónvarp 24.11.2025 12:02
Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tvíburasysturnar Alice og Ellen Kessler, sem urðu heimsfrægir dansarar á sjötta og sjöunda áratugnum, eru látnar, 89 ára að aldri. Þær tóku sameiginlega ákvörðun um að þiggja dánaraðstoð. Lífið 18. nóvember 2025 11:05
Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Leikarinn Tom Felton sló eftirminnilega í gegn sem andhetjan Draco Malfoy í ævintýrunum um galdrastrákinn Harry Potter. Felton er nú mættur á stóra sviðið í sama hlutverki nema, eins og hann sjálfur, þá er Malfoy orðinn fullorðinn. Lífið 18. nóvember 2025 10:31
Óða boðflennan fangelsuð Maður sem óð upp að tónlistarkonunni Ariönu Grande á kvikmyndafrumsýningu í Singapúr og tók utan um hana hefur verið dæmdur í níu daga fangelsi fyrir að vera með ólæti á almannafæri. Hann hefur ítrekað framkvæmt sambærilega gjörninga en aldrei áður hlotið fangelsisdóm. Lífið 17. nóvember 2025 10:52
Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Cruz Beckham, sonur David Beckham og Victoriu hefur verið sviptur ökuréttindum eftir að hafa verið gripinn við hraðakstur í annað sinn á innan við tveimur árum eftir að hann fékk skírteinið. Erlent 16. nóvember 2025 21:59
Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Leikarinn James Picken Jr., sem er best þekktur fyrir leik sinn í þáttaröðinni Grey's Anatomy, er með krabbamein. Hann segir greininguna ekki hafa komið á óvart. Lífið 16. nóvember 2025 13:33
Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Forsvarsmenn þriggja af stærstu skemmtanaafurðafyrirtækjum Bandaríkjanna eru sagðir undirbúa kauptilboð í Warner Bros. Discovery. Fresturinn til að leggja fram tilboð í félagið rennur út þann 20. nóvember en stjórn Warner lýsti því yfir að félagið væri til sölu í heild sinni en einnig væri unnið að því að skipta því upp í tvo hluta. Viðskipti erlent 14. nóvember 2025 12:05
Æstur aðdáandi óð í Grande Ástralskur aðdáandi óð upp að söng- og leikkonunni Ariönu Grande og tók utan um hana í Singapore í gær. Cynthia Erivo, mótleikkona Grande, kom henni til varnar og ýtti manninum frá áður en hann var fjarlægður af vettvangi. Maðurinn gerir markvisst út á það að ryðjast upp á svið til tónlistarmanna eða inn á íþróttaviðburði. Bíó og sjónvarp 14. nóvember 2025 10:50
Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kylie Jenner slær á sögusagnir um að hún og leikarinn Timothée Chalamet hafi hætt saman. Orðrómarnir spruttu upp eftir að Chalamet mætti ekki í sjötugsafmæli móður Jenner, Kris Jenner, um helgina. Lífið 12. nóvember 2025 09:27
Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lögreglan mætti tvisvar óboðin í sjötugsafmæli raunveruleikastjörnunnar Kris Jenner. Bæði barst fjöldi kvartana yfir hávaða frá nágrönnum og svo hafði Jenner teppt götuna með plastrunnum án heimildar. Lífið 11. nóvember 2025 15:42
Leikkonan Sally Kirkland er látin Bandaríska leikkonan Sally Kirkland, sem vann til Golden Globe-verðlauna fyrir hlutverk sitt í myndinni Anna frá árinu 1987, er látin. Hún varð 84 ára gömul. Lífið 11. nóvember 2025 14:29
Kim féll Kim Kardashian féll nýverið á prófi til lögmannsréttinda í Kaliforníuríki. Hún hyggst þó ekki gefast upp enda þekkt fyrir þrautseigju eins og sýndi sig þegar hún náði prófi fyrsta árs laganema í fjórðu tilraun og kláraði lögfræðinám á sex árum. Lífið 10. nóvember 2025 15:48
Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Leikarinn Jeremy Renner hefur hótað kvikmyndagerðarkonunni Yi Zhou með lögsókn. Ástæðan er ásakanir Zhou um að Renner hafi sent henni óumbeðnar dónamyndir og hótað því að siga landamæraeftirlitinu á hana. Renner segir þveröfugt farið, hún hafi herjað á hann og sent honum urmul óviðeigandi skilaboða. Bíó og sjónvarp 10. nóvember 2025 11:31
Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Nýsjálenski kvikmyndaleikstjórinn Lee Tamahori er látinn, 75 ára að aldri. Hann leikstýrði meðal annars James Bond-myndinni Die Another Day sem gerðist meðal annars á Íslandi. Lífið 7. nóvember 2025 11:30
„Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Raunveruleikastjarnan og súperstjörnumóðirin Kris Jenner fagnaði sjötíu ára afmæli sínu í gær. Í tilefni dagsins birtu þrjár elstu dætur hennar, Kourtney, Kim og Khloé, einlægar færslur á samfélagsmiðlum þar sem þær heiðruðu móður sína. Allar virðast þær líta mikið upp til móður sinnar, sem þær lýsa sem mikilli fyrirmynd. Lífið 6. nóvember 2025 12:55
Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, mun snúa aftur á stóra skjáinn í litlu hlutverki í nýrri bandarískri kvikmynd. Markle hefur ekki leikið síðan 2018 en hefur verið með kokkaþætti á Netflix. Bíó og sjónvarp 6. nóvember 2025 08:54
Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Leikkonan Sydney Sweeney hefur loksins tjáð sig um umdeilda auglýsingaherferð American Eagle frá því í sumar og stuðningsyfirlýsingar Donalds Trump í hennar garð í kjölfarið. Herferðin var sögð innihalda rasíska undirtóna. Lífið 5. nóvember 2025 09:47
Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Nýútkomnu lögfræðiþættirnir All's Fair með Kim Kardashian í aðalhlutverki hafa fengið á baukinn hjá gagnrýnendum. Þáttunum hefur verið lýst sem glæpi gegn sjónvarpi og verstu dramaþáttum frá upphafi og fá þeir núll stjörnur hjá gagnrýnanda Guardian. Bíó og sjónvarp 4. nóvember 2025 17:11
Aniston hefur fundið ástina á ný Leikkonan Jennifer Aniston opinberaði samband sitt við dáleiðarann Jim Curtis í gær þegar hún birti fallega mynd af þeim saman á Instagram í tilefni af 50 ára afmæli hans. Lífið 4. nóvember 2025 09:29
Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Bandaríska tímaritið People hefur valið enska leikarann Jonathan Bailey sem „kynþokkafyllsta mann ársins“. Lífið 4. nóvember 2025 07:40
Leikkonan Diane Ladd er látin Leikkonan Diane Ladd er látin. Hún var 89 ára gömul og lést á heimili sínu í Kaliforníu í gær samkvæmt yfirlýsingu frá dóttur hennar, leikkonunni Lauru Dern til Hollywood Reporter. Lífið 3. nóvember 2025 23:13
Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tónlistarkonan Lily Allen kann að semja lög sem vekja athygli og það má eiginlega að segja að breska listagyðjan sé að eiga rosalegustu tónlistarendurkomu ársins, jafnvel aldarinnar. Á nýjustu plötu sinni afhjúpar hún öll hjónabandsvandamálin, syngur um píkuhöll fyrrum eiginmannsins og hjákonu hans Madeline. Tíska og hönnun 3. nóvember 2025 10:31