Heilsa

Heilsa

Allt um heilsu, hreyfingu og hollan mat

Fréttamynd

Vetrarfjallamennska – öryggis­reglur

Fleiri og fleiri stunda nú fjallamennsku allt árið um kring og þar með vetrarfjallamennsku. Áður fyrr var það einkum björgunarsveitarfólk sem stundaði vetrarfjallamennsku en Ferðafélag Íslands og fleiri útivistarfélög og gönguklúbbar bjóða nú upp á dagskrá gönguferða yfir veturinn. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands skrifar hér um öryggi á fjöllum.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Snýst ekki bara um að vera með flottan rass

Að vera með flottan rass snýst ekki bara um útlit. Sérfræðingur í hreyfingu og líkamsbeitingu hvetur fólk til þess að virkja rassvöðvana. Vanvirkir rassvöðvar hafi víðtæk áhrif á stoðkerfið, hreyfigetu og andlega heilsu.

Lífið
Fréttamynd

„Ég borða allt nema lík og líkams­vessa“

„Ég borða allt nema lík og líkamsvessa,“ segir Rósa Líf Darradóttir læknir og vegan aðgerðasinni. Hún stóð í stafni vitundavakningar í desember undir yfirskriftinni „Það á enginn að vera hryggur um jólin.“

Lífið
Fréttamynd

Fjöl­breyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár

Janúar er mánuður markmiða hjá ótal mörgum og líkamsræktarstöðvar yfirfyllast á fyrstu dögum ársins. Þó getur reynst þrautinni þyngri að viðhalda markmiðum eða ásetningi fyrir árið. Sömuleiðis hentar markmiðasetning ekki öllum en Lífið á Vísi ræddi við nokkra einstaklinga um það hvernig þeim finnst best að byrja árið.

Lífið
Fréttamynd

Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt

Jovana Pavlovic mannfræðingur hefur sagt skilið við samfélagsmiðla fyrir fullt og allt. Hún segir miðlana hafa haft neikvæð áhrif á andlega heilsu hennar og að þeir hafi verið farnir að hafa einum of mótandi áhrif á samskipti hennar við aðra. Hún segist finna fyrir miklum fráhvarfseinkennum.

Lífið
Fréttamynd

Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann

Á veturna kjósa margir að nota feit rakakrem þar sem kuldi, þurrt loft og miskunnarlausir vindar hafa gjarnan mikil áhrif á húðina. Skíðatímabilið er rétt að hefjast og fyrir þá sem stunda íþróttina er mikilvægt að vernda húðina enn betur.

Lífið
Fréttamynd

Heitustu trendin árið 2025

Nú er splunkunýtt ár gengið í garð og nýju ári fylgja óumflýjanlega ný trend sem sækja þó mörg hver innblástur til fortíðar. Það er engum skylt að fylgja tískubylgjum og eflaust forðast einhverjir þær eins og heitan eldinn en þó getur verið skemmtilegt að vera með puttann á púlsinum á því sem slær í gegn. Lífið á Vísi ræddi við fjölbreyttan hóp sérfræðinga um heitustu trendin á margvíslegum sviðum.

Lífið
Fréttamynd

Út­sýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu

Íbúi í Smyrilshlíð í Hlíðarendahverfi hefur miklar áhyggjur af fyrirhuguðu fimm hæða húsi nokkrum metrum frá íbúð hennar. Íbúð sem áður var auglýst sem útsýnisíbúð verði án sólarljóss allan ársins hring breyti borgin ekki áformum.

Innlent
Fréttamynd

Kraft­mikill grænn safi fyrir öfluga húð

Janúar mánuður er vel á veg kominn og eflaust margir að leggja sig alla fram við hollustu og heilbrigði þessar fyrstu vikur ársins. Heilsukokkurinn og jógagyðjan Jana er þekkt fyrir girnilegar og ofurhollar uppskriftir en hún útbjó sérstakan grænan safa í samvinnu við húðvörumerkið Bioeffect sem á að hafa öflug áhrif á húðina.

Uppskriftir
Fréttamynd

Mikið á­lag vegna in­flúensu

Inflúensusmit valda miklu álagi í heilbrigðiskerfinu þessa dagana. Fagstjóri hjá heilsugæslunni hvetur fólk til að halda sig heima til að smita ekki aðra og valda frekara álagi.

Innlent
Fréttamynd

Heilsa og vel­líðan ná­tengd góðu um­hverfi

Um áramót er góður tími til að setja sér ný markmið, stíga á stokk og strengja heit, líkt og Jóhannes Jósefsson glímukappi gerði forðum daga. Þá er tilvalið að huga að heilsunni, reglubundinni hreyfingu og heilbrigðu líferni. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands skrifar um heilsu og útivist.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Æskudraumurinn varð að veru­leika

„Ég óttast ekkert og síst af öllu árangur. Því fyrr sem maður hættir að óttast hluti og fylgir hjartanu, þá nær maður markmiðunum sínum fyrr,“ segir tónlistarmaðurinn og læknirinn Victor Guðmundsson, betur þekktur sem Doctor Victor. 

Lífið
Fréttamynd

Ein­faldar leiðir fyrir and­lega vel­líðan um há­tíðirnar

„Desember er svo fallegur mánuður en á sama tíma erum við oft á yfirsnúningi því það er margt sem þarf að huga að. Nú þegar jólin eru á næsta leiti er mikilvægt að gera hluti fyrir okkur sjálf, róa taugakerfið og leyfa okkur að njóta hátíðarinnar sem best,“ segir Sara Snædís Ólafsdóttir, heilsuþjálfari og stofnandi Withsara.

Lífið
Fréttamynd

Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról

Lýðheilsufræðingar vara við upplýsingaóreiðu sem þeir segja nú vera á kreiki um kólesteról og skaðsemi mettaðrar fitu. Tenging á milli mettaðrar fitu og hás kólesteróls í blóði við hjartasjúkdóma væri vel rannsökuð.

Lífið
Fréttamynd

Af hverju að valda upplýsingaóreiðu um mettaða fitu?

Undanfarið hafa verið háværar raddir um að hátt kólesteról í blóði og mettuð fita úr mat séu skaðlaus og í raun margra ára misskilningur að tengja slíkt við hjartasjúkdóma. Sem er undarlegt fyrir þær sakir að sú tenging er vel rannsökuð og eru sterk vísindaleg rök fyrir því að þessir þættir skipti miklu máli í þróun hjarta og æðasjúkdóma.

Skoðun
Fréttamynd

Hollari ó­hollusta fyrir jólin að hætti Önnu Ei­ríks

„Það er mikið um kræsingar á þessum árstíma sem ég elska að gæða mér á eins og aðrir en mér finnst frábært að útbúa góðgæti í hollari kantinum á móti öllu hinu og langar mig því að deila með ykkur mínum uppáhalds,“ segir líkamsræktar- og heilsufrömuðurinn Anna Eiríks. 

Jól
Fréttamynd

Um­ræða um kólesteról á villi­götum

Axel F. Sigurðsson sérfræðingur í hjarta- og lyflækningum til þrjátíu ára segir umræða um kólesteról hér á landi hafi verið á villigötum undanfarin ár. Lyf sem notuð séu í forvarnarskyni hafi verið ofnotuð, kólesteról sé lífsnauðsynlegt fyrir eðlilega frumustarfsemi.

Lífið
Fréttamynd

Mari sló met í eggheimtu

„Ég geri mér fulla grein fyrir því að annað hvort gengur þetta eða ekki,“ segir ofurhlauparinn Mari Järsk en hún og kærastinn hennar Njörður Lúðvíksson, eða Njöddi eins og hún kallar hann, eru að reyna að eignast barn og hefur Mari sagt opinskátt frá ferlinu á samfélagsmiðlum sínum.

Lífið
Fréttamynd

Morðið af­hjúpar kraumandi reiði í garð trygginga­fé­laga

Launmorðið á forstjóra stærsta sjúkratryggingafélagi Bandaríkjanna hefur vakið alls kyns viðbrögð. Stjórmálamenn og fólk í atvinnulífinu votta fjölskyldu Brian Thompson samúð sína, á sama tíma og morðið afhjúpar reiði meðal borgaranna gagnvart kerfinu, sem hefur kraumað undir niðri um langt skeið. 

Erlent
Fréttamynd

Er hægt að kaupa auka­kíóin í burtu?

Aðventan er tími gleði, tilhlökkunar og samveru og sá tími árs sem við gerum einna best við okkur í mat og drykk. Aðventan og ótal skemmtilegir viðburðir sem henni tengjast ná gjarnan að brjóta upp drungalegt skammdegið og gera langþráða bið eftir vorinu mun bærilegri.

Skoðun
Fréttamynd

Húðrútína Önnu Guð­nýjar

Anna Guðný Ingvarsdóttir er 25 ára flugfreyja hjá Icelandair og áhrifavaldur. Hún segist hafa mikinn áhuga á förðun og húðumhirðu og reynir að hafa daglega húðrútínu einfalda. Fyrir aukinn ljóma á köldum dögum gætir hún að því að velja vörur með meiri raka.

Heilsa