Heilsa

Heilsa

Allt um heilsu, hreyfingu og hollan mat

Fréttamynd

Ó­trú­lega öflug með­ferð

Þær Ingibjörg Hrönn Ingimarsdóttir og Hansína Guðmundsdóttir eru báðar klínískir dáleiðendur og sérfræðingar í Hugrænni endurforritun frá Dáleiðsluskóla Íslands.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Í­trekað með tárin í augunum á leið í vinnuna

Maren Brynja Kristinsdóttir segir mikilvægt að fólk þekki einkenni kulnunar og bregðist við áður en rauðu flöggin verði orðin of mörg. Maren varð sjálf orðin mjög lasin án þess að átta sig á því og lýsir því í Íslandi í dag hvernig einkennin voru farin að ágerast.

Lífið
Fréttamynd

Ekki ráð­legt að drekka orku eða neyta einnar fæðutegundar

Ný norræn næringarviðmið voru gefin út nýlega. Jóhanna Eyrún Torfadóttir, verkefnastjóri næringar hjá embætti Landlæknis og næringarfræðingur, segir ekki miklar breytingar frá fyrri ráðleggingum. Það séu hærri viðmið um D-vítamín á Íslandi og að í nýjum ráðleggingum sé lögð meiri áhersla á að borða meira úr jurtaríkinu og minna rautt kjöt til að minnka kolefnisspor mataræðis. Jóhanna ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Allt fyrir hlaupið á einum stað

Þegar kemur að hreyfingu eru margir sem velja að hlaupa en það hefur líka lengi verið tengt við marga heilsueflandi ávinninga. Sumir hlaupa því fyrir heilsuna, aðrir sér til skemmtunar, einhverjir til þess að svala keppnisþörf og eflaust nokkrir sem gera það fyrir allt þrennt.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Temu kaupin getu hæg­lega orðið að fíkn

Sálfræðingur segir nýjar sölusíður líkt og Temu og Shein sem nýlega hafa rutt sér til rúms hér á landi hæglega geta orðið til þess að valda kaupfíkn. Síðurnar herji á notendur sem upplifi vellíðan við að versla sem mest á síðunum.

Neytendur
Fréttamynd

Fundu erfðabreytileika sem stór­auka á­hættu á Parkinsons

Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa fundið sjaldgæfa erfðabreytileika sem auka áhættu á Parkinsons-sjúkdómi. Erfðabreytingarnir draga úr virkni erfðavísisins ITSN1 sem rannsakendur telja að hafi áhrif á meinmyndun sjúkdómsins. Talið er að vegna uppgötvunarinnar gæti verið hægt að þróa lyf við sjúkdómnum.

Innlent
Fréttamynd

Borgaði tvö­falt meira fyrir miklu minna

Diljá Jóhannsdóttir er hætt að njóta þess að fara út að borða og þarf auk þess að borga miklu meira fyrir matvöru en aðrir. Hún er með sjálfsofnæmissjúkdóminn Selíak en eina meðferðin er algjörlega glúteinlaust fæði. Kristín Ólafsdóttir fór í sérstaka verslunarferð með Diljá í Íslandi í dag.

Lífið
Fréttamynd

Sprenging í sölu á sér­smíðuðum saunaklefum

Saunaklefar spretta nú upp við íslensk heimili eins og gorkúlur og njóta sérsmíðaðir klefar mikilla vinsælda. Kristján Berg, eigandi Heitir pottar.is hefur varla undan að afgreiða heilsuþyrsta Íslendinga sem vilja hanna saunaklefann eftir eigin höfði.

Samstarf
Fréttamynd

Stjórn­völd sofi á verðinum meðan Svens sæki í börnin

Eyrún Magnúsdóttir fjölmiðlakona og íbúi í Bústaðahverfi segir níkótínsölumenn starfa nær óáreitta í skjóli sofandi stjórnvalda hér á landi. Hún segir Bústaðaveg brátt verða Níkótínstræti vegna opnunar nýrrar verslunar Svens í Grímsbæ. Hún spyr hvort leigutekjur Reita, sem séu að mestu í eigu lífeyrissjóða, séu mikilvægari en áform níkótínsala um að ná fótfestu í skólahverfi.

Innlent
Fréttamynd

Svefninn skiptir máli!

Góður svefn er ein undirstaða góðrar heilsu og lífsánægju, þetta vitum við. Undanfarin ár hefur verðskulduð umræða um mikilvægi gæðasvefns farið hátt og við höfum mörg þurft að líta í eigin barm og viðurkenna, að minnsta kosti fyrir okkur sjálfum, að það megi margt bæta í venjum og umhverfi til að bæta svefninn.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Fjar­lægði númerið úr síma­skránni

Þorgrímur Þráinsson fjarlægði símanúmer sitt úr símaskránni þegar hann starfaði sem framkvæmdastjóri tóbaksvarnanefndar eftir að síminn hringdi á nóttunni og einhver sagðist ætla að nauðga konunni hans. Þorgrímur rifjar upp að tuttugu ár séu nú liðin síðan hann hætti störfum fyrir nefndina og segir að baráttunni gegn reykingum hafi fylgt ýmsar skuggahliðar.

Lífið
Fréttamynd

Slepptu við þynnkuna og vertu hress alla helgina!

After Party frá New Nordic getur verið einföld og náttúruleg lausn gegn timburmönnum en það inniheldur öfluga blöndu sem hjálpar til við að vinna á móti vökvatapinu sem á sér stað í líkamanum við áfengisneyslu og draga úr þreytu og vanlíðan daginn eftir.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Skökk gang­stéttar­hella eyði­lagði líf Ragn­heiðar

Um vorið 2018 hnaut Ragnheiður Pétursdóttir um skakka gangstéttarhellu á leið sinni á fund og við tóku sex ár af óbærilegum sársauka og baráttu við danska heilbrigðiskerfið um að fá hann viðurkenndan. Draumum um framtíðina hefur verið gert að víkja fyrir stöðugu stríði við sveitarfélagið, læknasamfélagið, tryggingafélög og eigin líkama.

Innlent
Fréttamynd

Meðal­ævi­lengd Ís­lendinga styttist

Meðalævilengd karla á Íslandi var 80,7 ár árið 2023 og meðalævilengd kvenna 83,8 ár og styttist í báðum tilfellum á milli ára. Meðalævilengd sýnir hve mörg ár einstaklingur á að meðaltali ólifuð við fæðingu ef miðað er við aldursbundna dánartíðni mannfjöldans. Mikil fylgni er milli aukins menntunarstigs og lengra lífs.

Innlent
Fréttamynd

Væri til í bón­orð áður en hún deyr

„Ég klessti harkalega á vegg fyrir rúmum tveimur árum og það kenndi mér mjög mikið. Ég hélt að ég væri að fá hjartaáfall en kom bara í ljós að ég var undir miklu álagi og taugakerfið var orðið mjög viðkvæmt,“ segir Guðrún Helga Sörtveit, áhrifavaldur og lífskúnstner. Hún fór í kjölfarið í mikla sjálfsvinnu sem hefur komið henni á betri stað til frambúðar.

Lífið
Fréttamynd

Fékk sér þýðingar­mikið húð­flúr

Sálfræðingurinn og einkaþjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, sem alla jafna er kölluð Ragga nagli, fékk sér nýtt og þýðingarmikið húðflúr á dögunum. Ragga birti nærmynd af húðflúrinu á Intagram í gær þar sem má sjá mynd af blóminu Gleym mér ei.

Lífið
Fréttamynd

Stuðningur við fólk með krabba­mein á Ís­landi og núvitund

Eftir að ég veiktist af krabbameini hef ég kynnst helstu stofnunum á Íslandi og forsvarsmönnum þeirra sem vinna að rannsóknum á sjúkdómnum og veita endurhæfingu í kjölfar krabbameinsmeðferða en krabbamein snertir flesta einhverntíma á lífsleiðinni með einum eða öðrum hætti.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta er ekki spurning hvort hann deyi heldur hve­nær“

Í nýjasta þætti af Lífið af biðlista, sem er í umsjón Gunn­ars Ingi Val­geirs­sonar, er rætt við ungan mann sem hefur verið í neyslu í tíu ár. Hann býr á Akureyri með móður sinni sem er virkur alkahólisti. Maðurinn hefur verið á biðlista eftir meðferð í fjóra mánuði.

Lífið
Fréttamynd

Eva segir lífið betra með Kára Stefáns

Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar, og Eva Bryn­geirs­dótt­ir, þjálfari og jógakennari, hafa verið stinga saman nefjum undanfarna mánuði. Eva segir í færslu á Instagram að lífið sé betra með Kára. 

Lífið
Fréttamynd

„Þú gleymir fólki sem þú hefur elskað allt þitt líf“

„Alzheimer er sjúkdómur sem tekur ekki bara yfir líf þess sem greinist með hann heldur allrar fjölskyldunnar. Hægt og rólega mun sjúkdómurinn láta aðilann gleyma öllu, fyrst smáum hlutum og svo minningum. Loks mun hann gleyma þér og öllum sem hann hefur elskað,“ segir Andrés Garðar Andrésson.

Lífið