Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Lagði allt í sölurnar fyrir jafnvel eitt prósent líkur á að ná Final Four

Flestir ráku upp stór augu þegar þeir lásu fréttina um að Gísli Þorgeir Kristjánsson væri í leikmannahópi Magdeburg gegn Stuttgart í gær, mánuði eftir að félagið sagði að tímabilinu hjá honum væri lokið vegna meiðsla. Hann gerði gott betur en að vera á skýrslu, spilaði gegn Stuttgart og er klár fyrstu stærstu helgi ársins í handboltanum, úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu.

Handbolti
Fréttamynd

Óðinn Þór og Aðalsteinn meistarar í Sviss

Aðalsteinn Eyjólfsson og Óðinn Þór Ríkharðsson urðu nú rétt áðan svissneskir meistarar í handknattleik með liði Kadetten Schaffhausen eftir sigur á Kriens í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvígi.

Handbolti
Fréttamynd

Undra­verður bati Gísla sem af­sannaði orð Mag­deburg

Þvert á það sem að þýska handknattleiksfélagið Magdeburg hafði sagt fyrir mánuði síðan er tímabilinu ekki lokið hjá landsliðsmanninum Gísla Þorgeiri Kristjánssyni. Hann getur því verið með um Final Four helgina í Köln, þegar úrslitin ráðast í Meistaradeild Evrópu.

Handbolti
Fréttamynd

Rúnar bestur og Elín Klara best og efnilegust

Það er umtalsverður munur á aldri og reynslu þeirra leikmanna sem í dag voru útnefndir bestu leikmenn Olís-deild karla og kvenna í handbolta á síðustu leiktíð. Fyrir valinu urðu Elín Klara Þorkelsdóttir og Rúnar Kárason.

Handbolti
Fréttamynd

Anton og Jónas dæma á stærsta sviðinu

Langri handboltaleiktíð er ekki enn lokið hjá dómurunum Antoni Gylfa Pálssyni og Jónasi Elíassyni, þó að þeirra störfum á Íslandi hafi lokið í bili þegar þeir dæmdu oddaleik ÍBV og Hauka um Íslandsmeistaratitil karla á dögunum.

Handbolti
Fréttamynd

„Varð bara ekki að veru­leika“

Snorri Steinn Guð­jóns­son, ný­ráðinn lands­liðs­þjálfari ís­lenska karla­lands­liðsins í hand­bolta, segir að sú hug­mynd, að hann og Dagur Sigurðs­son myndu taka við lands­liðinu, hafi aldrei farið á al­var­legt stig. Þá hafi hann að­eins gert nauð­syn­lega hluti þegar að um­ræðan um ráðningar­ferli HSÍ stóð sem hæst.

Handbolti
Fréttamynd

Einar búi yfir töktum frá Ólafi föður sínum

Guð­mundur Guð­munds­son, þjálfari danska úr­vals­deildar­fé­lagsins Frederica segir Einar Þor­stein Ólafs­son, leik­mann liðsins hafa tekið miklum fram­förum en fé­lagið er hans fyrsti við­komu­staður á at­vinnu­manna­ferlinum. Þá megi greina takta hjá leik­manninum sem faðir hans, hand­bolta­goð­sögnin Ólafur Stefáns­son, bjó yfir í leik sínum.

Handbolti
Fréttamynd

Gaupi has left the building

Í vikunni urðu tímamót í íslenskri fjölmiðlasögu. Guðjón Guðmundsson – Gaupi – lét af störfum sem íþróttafréttamaður eftir rúmlega þrjátíu ára frækinn og farsælan feril á Stöð 2. Hann er kominn á eftirlaun en hefur sannarlega sögu að segja, ansi margar ef út í það er farið. Þó handboltinn hafi átt hug hans er alltaf stutt í Elvis.

Innlent