Lagði allt í sölurnar fyrir jafnvel eitt prósent líkur á að ná Final Four Flestir ráku upp stór augu þegar þeir lásu fréttina um að Gísli Þorgeir Kristjánsson væri í leikmannahópi Magdeburg gegn Stuttgart í gær, mánuði eftir að félagið sagði að tímabilinu hjá honum væri lokið vegna meiðsla. Hann gerði gott betur en að vera á skýrslu, spilaði gegn Stuttgart og er klár fyrstu stærstu helgi ársins í handboltanum, úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu. Handbolti 9. júní 2023 11:27
„Ég átti kannski frekar von á því að vera valin efnilegust en ekki hinu“ Haukakonan Elín Klara Þorkelsdóttir var valin best og efnilegust á lokahófi HSÍ í gær. Hún ætlar að spila með Haukum á næsta tímabili og reyna síðan að komast í atvinnumennsku erlendis. Handbolti 9. júní 2023 10:30
Meistararnir djamm(m)óðir: „Dagarnir eftir á voru ekki síður krefjandi en úrslitakeppnin“ Rúnar Kárason segir að fögnuðurinn eftir að ÍBV varð Íslandsmeistari í handbolta hafi tekið sinn toll. Hann var valinn bestur og mikilvægastur á lokahófi HSÍ í gær. Handbolti 9. júní 2023 09:01
Guðjón Valur valinn þjálfari ársins í Þýskalandi Guðjón Valur Sigurðsson var í kvöld valinn þjálfari ársins í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Guðjón Valur hefur gert frábæra hluti með nýliða Gummersbach á tímabilinu. Handbolti 8. júní 2023 21:31
Gísli Þorgeir sneri aftur þegar Magdeburg tryggði sér Meistaradeildarsæti Gísli Þorgeir Kristjánsson sneri nokkuð óvænt aftur á völlinn með Magdeburg þegar liðið vann öruggan sigur á Stuttgart á heimavelli í dag. Magdeburg eygir enn von um þýska titilinn. Handbolti 8. júní 2023 18:55
Óðinn Þór og Aðalsteinn meistarar í Sviss Aðalsteinn Eyjólfsson og Óðinn Þór Ríkharðsson urðu nú rétt áðan svissneskir meistarar í handknattleik með liði Kadetten Schaffhausen eftir sigur á Kriens í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvígi. Handbolti 8. júní 2023 17:54
Undraverður bati Gísla sem afsannaði orð Magdeburg Þvert á það sem að þýska handknattleiksfélagið Magdeburg hafði sagt fyrir mánuði síðan er tímabilinu ekki lokið hjá landsliðsmanninum Gísla Þorgeiri Kristjánssyni. Hann getur því verið með um Final Four helgina í Köln, þegar úrslitin ráðast í Meistaradeild Evrópu. Handbolti 8. júní 2023 16:49
Rúnar bestur og Elín Klara best og efnilegust Það er umtalsverður munur á aldri og reynslu þeirra leikmanna sem í dag voru útnefndir bestu leikmenn Olís-deild karla og kvenna í handbolta á síðustu leiktíð. Fyrir valinu urðu Elín Klara Þorkelsdóttir og Rúnar Kárason. Handbolti 8. júní 2023 12:27
Kiel með níu fingur á titlinum eftir stórsigur Kiel er komið með níu fingur á þýska meistaratitilinn í handknattleik eftir stórsigur á Wetzlar í kvöld. Kiel gæti orðið meistari á morgun ef Magdeburg vinnur ekki sigur í sínum leik. Handbolti 7. júní 2023 18:47
Janus Daði og Sigvaldi Björn Noregsmeistarar eftir spennuleik Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson urðu í kvöld Noregsmeistarar í handknattleik eftir sigur á Elverum í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvíginu. Handbolti 7. júní 2023 18:05
Anton og Jónas dæma á stærsta sviðinu Langri handboltaleiktíð er ekki enn lokið hjá dómurunum Antoni Gylfa Pálssyni og Jónasi Elíassyni, þó að þeirra störfum á Íslandi hafi lokið í bili þegar þeir dæmdu oddaleik ÍBV og Hauka um Íslandsmeistaratitil karla á dögunum. Handbolti 7. júní 2023 15:00
Tekur við vegna ástríðu fremur en nauðsynjar: „Fann ég þyrfti á þessu að halda“ Óskar Bjarni Óskarsson var í dag ráðinn þjálfari karlaliðs Vals í handbolta í þriðja sinn á sínum ferli. Hann kveðst fremur vera viljugur en tilneyddur til verkefnisins. Handbolti 7. júní 2023 09:01
Dreymir um að komast aftur á völlinn: „Það sem ég er best í“ Ragnheiður Júlíusdóttir, leikmaður Fram í Olís deild kvenna og íslenska landsliðsins, hefur ekki spilað handbolta undanfarna 16 mánuði eftir að hafa fengið kórónuveiruna. Hún segist nú loks finna fyrir batamerkjum og lætur sig dreyma um að spila handbolta á nýjan leik. Handbolti 6. júní 2023 23:01
Donni frábær gegn meistaraliði PSG | Íslensku markverðirnir mættust Kristján Örn Kristjánsson, Donni, átti frábæran leik þegar Aix tapaði naumlega fyrir meistaraliði París Saint-Germain í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Þá mættust markverðirnir Viktor Gísli Hallgrímsson og Grétar Ari Gunnarsson. Handbolti 6. júní 2023 21:00
Óskar Bjarni tekur við Val í þriðja sinn Óskar Bjarni Óskarsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Vals. Hann tekur við starfinu af nýráðnum landsliðsþjálfara, Snorra Steini Guðjónssyni. Handbolti 6. júní 2023 10:12
Bjarki Már magnaður þegar Veszprém tryggði sér oddaleik Landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson og liðsfélagar hans í Veszprém eru komnir í oddaleik um ungverska meistaratitilinn í handbolta þökk sé sjö marka sigri á Pick Szeged í kvöld, lokatölur 34-27. Handbolti 5. júní 2023 19:01
Elísabet orðin aðstoðarþjálfari Stjörnunnar | Óvíst hvort hún spili áfram Línumaðurinn Elísabet Gunnarsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarþjálfari Stjörnunnar í Olís-deild kvenna í handbolta. Ekki er vitað hvort Elísabet mun spila áfram með liðinu. Handbolti 5. júní 2023 17:01
Arnar Birkir valdi Svíþjóð Handboltamaðurinn Arnar Birkir Hálfdánsson hefur samið við nýliða Amo í sænsku úrvalsdeildinni. Handbolti 5. júní 2023 10:45
Unnu Meistaradeildina þriðja árið í röð Norska liðið Vipers frá Kristiansand varð í dag Evrópumeistari í handknattleik þegar liðið vann FTC frá Ungverjalandi í úrslitaleik fyrir framan metfjölda áhorfenda. Handbolti 4. júní 2023 21:46
Óðinn Þór öflugur í maraþonleik Óðinn Þór Ríkharðsson var öflugur í liði Kadetten Schaffhausen sem tapaði fyrir Kriens í maraþonleik í úrslitaeinvígi svissnesku deildarinnar í handknattleik. Handbolti 4. júní 2023 18:00
Arnar Freyr fór mikinn í sigri Melsungen Nokkrir leikir voru á dagskrá í þýska handboltanum í dag og nú sem áður fyrr voru Íslendingar áberandi í leikjum deildarinnar. Handbolti 4. júní 2023 16:08
Álaborg knúði fram oddaleik í úrslitaeinvíginu Álaborg vann í dag mikilvægan sigur í öðrum leik úrslitaeinvígis dönsku úrvalsdeildarinnar gegn ríkjandi meisturum GOG, lokatölur í leik dagsins 34-29, Álaborg í vil. Handbolti 4. júní 2023 15:51
Lærisveinar Guðmundar tryggðu sér oddaleik Fredericia, undir stjórn íslenska þjálfarans Guðmundar Guðmundssonar, tryggði sér í dag oddaleik í einvígi um bronsverðlaun dönsku úrvalsdeildarinnar með sigri á Skjern. Handbolti 4. júní 2023 13:37
„Varð bara ekki að veruleika“ Snorri Steinn Guðjónsson, nýráðinn landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir að sú hugmynd, að hann og Dagur Sigurðsson myndu taka við landsliðinu, hafi aldrei farið á alvarlegt stig. Þá hafi hann aðeins gert nauðsynlega hluti þegar að umræðan um ráðningarferli HSÍ stóð sem hæst. Handbolti 4. júní 2023 10:00
Einar búi yfir töktum frá Ólafi föður sínum Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska úrvalsdeildarfélagsins Frederica segir Einar Þorstein Ólafsson, leikmann liðsins hafa tekið miklum framförum en félagið er hans fyrsti viðkomustaður á atvinnumannaferlinum. Þá megi greina takta hjá leikmanninum sem faðir hans, handboltagoðsögnin Ólafur Stefánsson, bjó yfir í leik sínum. Handbolti 4. júní 2023 09:00
Díana Dögg allt í öllu er Zwickau bjargaði sér frá falli Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði sex mörk og gaf fimm stoðsendingar er lið hennar Zwickau gulltryggði sæti sitt í þýsku úrvalsdeildinni með sigri í tveggja leikja einvígi við Göppingen. Handbolti 3. júní 2023 18:16
„Hann veit manna best að hann þarf að gera eitthvað í sínum málum“ Snorri Steinn Guðjónsson, nýráðinn landsliðsþjálfari í handknattleik, var gestur í nýjasta þætti Handkastsins þar sem hann ræddi landsliðið við Arnar Daða Arnarsson stjórnanda hlaðvarpsins. Handbolti 3. júní 2023 12:00
Gaupi has left the building Í vikunni urðu tímamót í íslenskri fjölmiðlasögu. Guðjón Guðmundsson – Gaupi – lét af störfum sem íþróttafréttamaður eftir rúmlega þrjátíu ára frækinn og farsælan feril á Stöð 2. Hann er kominn á eftirlaun en hefur sannarlega sögu að segja, ansi margar ef út í það er farið. Þó handboltinn hafi átt hug hans er alltaf stutt í Elvis. Innlent 3. júní 2023 08:01
„Ekki ráðinn til að vera einhver já-maður“ Arnór Atlason hlakkar til að vinna með Snorra Steini Guðjónssyni við þjálfun íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Handbolti 3. júní 2023 08:01
Bjarki Már og félagar með bakið upp við vegg Bjarki Már Elísson og liðsfélagar hans í ungverska liðinu Veszprém eru í slæmri stöðu eftir að hafa tapað fyrsta leik í úrslitaeinvíginu um ungverska meistaratitilinn gegn Pick Szeged, 31-25. Handbolti 2. júní 2023 18:06