Volda hefur nú unnið sjö deildarleiki i röð og eru á góðri leið upp í úrvalsdeildina með sama áframhaldi.
Volda vann fimm marka útisigur á Utleira, 29-24. Heimastúlkur í Utleira voru þó einu marki yfir í hálfleik, 12-11.
Volda vaknaði í seinni hálfleik og landaði sigrinum með sannfærandi hætti. Volda vann seinni hálfleikinn 18-12.
Dana Björg fór illa með færin sín framan af leik og klikkaði á fimm af fyrstu sjö skotum sínum. Fjögur af þessum misheppnuðu skotum hennar komu í hraðaupphlaupum.
Hún endaði leikinn með fjögur mörk úr níu skotum og eina stoðsendingu.