Íslendingalið Löwen enn með fullt hús stiga Rhein Neckar-Löwen vann þægilegan átta marka útisigur gegn danska liðinu Holstebro í riðlakeppni EHF bikarkeppninnar í handbolta í kvöld. Leiknum lauk 35-27 Löwen í vil. Handbolti 15. febrúar 2020 21:30
Aron allt í öllu hjá Barcelona | Sigvaldi átti góðan leik í tapi Aron Pálmarsson var stórkostlegur í liði Barcelona sem lagði Zagreb af velli með níu marka mun í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld, lokatölur 32-23. Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði sex mörk er Elverum tapaði 34-28 gegn Flensburg. Handbolti 15. febrúar 2020 21:00
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KA 32-25 | KA fjarlægist úrslitakeppnina Stjarnan fór létt með gesti sína frá Akureyri er KA menn heimsóttu Ásgarð. Lokatölur 32-25 í þægiegum sigri Stjörnunnar. Handbolti 15. febrúar 2020 20:30
Umfjöllun og viðtöl: Fram - HK 29-30 | HK vann óvæntan sigur á Fram. Botnlið HK vann óvæntan sigur á Fram í Safamýrinni í Olís deild karla í dag. Lokatölur 30-29 gestunum í vil en þetta var aðeins þriðji sigur þeirra í deildinni. Handbolti 15. febrúar 2020 19:00
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KA/Þór 24-23 | Ótrúlegur endurkomusigur Stjörnunnar í Ásgarði Stjarnan vann nauman sigur á KA/Þór í Olís deild kvenna í dag þar sem sigurmarkið kom úr vítaskoti eftir að leiktímanum var lokið. Lokatölur 24-23. Handbolti 15. febrúar 2020 18:45
Elías Már: Fór um mig þegar Kristófer fékk brottvísun HK vann sinn þriðja leik á tímabilinu þegar liðið vann nauman eins marks sigur á Fram í dag, 30-29, og var Elías Már Halldórsson þjálfari HK kátur eftir leik. Handbolti 15. febrúar 2020 18:15
Basti: Þetta er pínu súrsætt Sebastian Alexandersson var ekki alveg viss hvernig sér leið eftir dramatískan eins marks sigur á KA/Þór í Olís deild kvenna í dag. Lokatölur 24-23 þar sem sigurmarkið kom úr vítakasti eftir að leiktímanum var lokið. Handbolti 15. febrúar 2020 18:15
Viktor, Óðinn og Arnar höfðu betur í Íslendingaslagnum GOG hafði naumlega betur gegn Skjern í Íslendingaslag dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í dag, lokatölur leiksins 28-27. Handbolti 15. febrúar 2020 17:30
Valur með naumt forskot fyrir seinni leikinn Valsmenn unnu í dag tyrkneska liðið Beykoz í fyrri leik liðanna í Áskorendabikar karla í handbolta, 26-25. Handbolti 15. febrúar 2020 15:27
Hörður og Þór sættast | HSÍ endurskoðar reglur Handknattleikssamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem það harmar umræðu um uppgjör ferðakostnaðar vegna bikarleiks Harðar og Þórs á Ísafirði í vetur. Handbolti 15. febrúar 2020 14:49
Óléttupróf tekin án samþykkis Samtök handknattleiksmanna í Frakklandi hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau lýsa yfir megnri óánægju með að félag í efstu deild kvenna hafi látið lækni kanna hvort einhver leikmanna liðsins væri óléttur. Handbolti 15. febrúar 2020 08:00
Í beinni í dag: Toppslagur á Spáni og barist um Meistaradeildarsæti á Ítalíu Það verður boðið upp á spænskan, ítalskan og enskan fótbolta, tvö golfmót og leik í Olís-deild kvenna í handbolta á íþróttarásum Stöðvar 2 í dag. Sport 15. febrúar 2020 06:00
Lovísa með tíu í öruggum sigri Vals Lovísa Thompson var í stuði í kvöld þegar meistarar Vals unnu öruggan sigur á Aftureldingu, 32-22, í fyrsta leik 16. umferðar Olís-deildarinnar í handbolta. Handbolti 14. febrúar 2020 21:22
Janus Daði stóð upp úr í Meistaradeildinni Janus Daði Smárason hefur verið útnefndur leikmaður vikunnar í bestu handknattleiksdeild í heimi, Meistaradeild Evrópu. Handbolti 14. febrúar 2020 17:38
Sportpakkinn: Liðin eru mjög ánægð með breytingu HSÍ á bikarvikunni Handknattleiksambands Íslands ákvað að bregðast við umræðu um of mikið álag á leikmönnum með því að gefa bikarúrslitaliðunum aukadag til að undirbúa sig fyrir bikarúrslitaleikinn í ár. Guðjón Guðmundsson ræddi við framkvæmdastjóra Handknattleikssambands Íslands. Handbolti 14. febrúar 2020 15:15
Í bann fyrir að öskra á Anton og Jónas Veselin Vujovic, þjálfari Zagreb, og Bozidar Jovic, framkvæmdastjóri liðsins, brjáluðust út í dómarana Anton Gylfa Pálsson og Jónas Elíasson eftir leik Zagreb gegn Flensburg í Meistaradeildinni og hafa nú fengið að gjalda þess. Handbolti 14. febrúar 2020 14:30
Boca Juniors byrjar með handboltalið Handboltinn heldur áfram að vaxa utan Evrópu og nú hefur argentínska félagið Boca Juniors tilkynnt að það ætli sér að byrja með handboltalið. Handbolti 14. febrúar 2020 09:00
Gunnar Steinn hélt upp á nýjan samning með stæl Gunnar Steinn Jónsson og Rúnar Kárason áttu ríkan þátt í mikilvægum sigri Ribe-Esbjerg gegn liðinu í 3. sæti, Bjerringbro-Silkeborg, í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Handbolti 13. febrúar 2020 20:41
Ýmir byrjaði á spennuleik í Þýskalandi | Oddur með 9 mörk Ýmir Örn Gíslason þreytti í kvöld frumraun sína í þýsku 1. deildinni í handbolta. Oddur Gretarsson átti stórleik en það dugði skammt. Handbolti 13. febrúar 2020 20:04
Fagnar endurkomu Ómars Inga Eftir að hafa verið átta mánuði frá vegna höfuðmeiðsla er Ómar Ingi Magnússon kominn aftur á ferðina með Aalborg. Handbolti 13. febrúar 2020 17:15
Halldór hafnaði tilboði frá Cocks Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Fram, fékk á dögunum tilboð frá finnsku meisturunum í Riihimäen Cocks sem hann hafnaði. Handbolti 13. febrúar 2020 12:30
Rukkaðir um 400 þúsund vegna ferðalags Þórs | "Hafið skömm fyrir“ Forráðamenn handknattleiksdeildar Harðar frá Ísafirði vanda kollegum sínum hjá Þór Akureyri ekki kveðjuna í pistli á Facebook-síðu sinni vegna máls sem tengist bikarleik liðanna í október. Handbolti 13. febrúar 2020 07:00
Ómar Ingi í ham í toppslagnum eftir erfiðan tíma Eftir að hafa verið átta mánuði utan vallar vegna höfuðmeiðsla átti landsliðsmaðurinn Ómar Ingi Magnússon stórleik í toppslag dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld. Handbolti 12. febrúar 2020 21:23
Sigvaldi tók stórt skref að titlinum Sigvaldi Björn Guðjónsson, landsliðsmaður í handbolta, er á góðri leið með að kveðja Elverum sem norskur meistari en lið hans Elverum vann í kvöld 33-30 sigur á Drammen í toppslag. Handbolti 12. febrúar 2020 19:58
Sportpakkinn: Ætti að styrkja færri sambönd? Heildarkostnaður afreksíþróttastarfs hjá þeim sérsamböndum sem sóttu um styrk til Afrekssjóðs ÍSÍ í ár nemur rúmum einum og hálfum milljarði króna. Afrekssjóður styður samböndin um tæplega 30% en fyrir fjórum árum var hlutfallið 11%. Körfubolti 12. febrúar 2020 19:15
Patrekur: Áður en ég hætti hjá Stjörnunni þá vinnum við eitthvað Patrekur Jóhannesson heyrði í Selfyssingum og fékk fyrirspurnir erlendis frá en ákvað að koma heim í Garðabæinn og taka við Stjörnunni. Handbolti 12. febrúar 2020 15:45
Handboltastórveldið Vardar riðar til falls Evrópumeistarar Vardar eiga í miklum fjárhagsvandræðum. Handbolti 12. febrúar 2020 15:15
Vilja spila heimaleiki í handboltanum í Ásgarði | Lítil ánægja hjá körfunni Handknattleiksdeild Stjörnunnar gerir tilraun með að leika tvo leiki í Ásgarði á laugardaginn. Handbolti 12. febrúar 2020 12:00
Miðnæturfréttir úr Olís-deildinni Haukar og Stjarnan tilkynntu um nýja þjálfara í skjóli nætur. Handbolti 12. febrúar 2020 11:00
Patrekur tekur við Stjörnunni | Lítur á liðið sem sofandi risa Patrekur Jóhannesson tekur við sem þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í handbolta í sumar og hefur skrifað undir samning til þriggja ára við sitt gamla félag. Handbolti 12. febrúar 2020 00:11