Get ekki útskýrt afhverju þeir gerðu ekki betur Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 24. september 2021 21:45 Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar. VÍSIR/DANÍEL Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur með jöfnunarmark Hauka undir lok leiks liðanna í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Afturelding átti síðustu sókn leiksins en klukkan rann út og leiknum lauk því með 26-26 jafntefli. „Þeir eiga þrjár sendingar eftir þegar þeir taka leikhlé og við einu yfir. Það er svekkjandi, að fá þetta mark á sig í lokin. Svo get ég ekki sagt neitt um þessa lokasókn, við náum ekki skoti. Þetta er svekkjandi, ég er svekktur að fá ekki tvö stig en ég er ótrúlega ánægður með spilamennskuna. Mér fannst þeir spila ótrúlega vel í kvöld, bæði vörn og sókn. Margt mjög gott, frammistaðan fín og svekkjandi að fá ekki tvö stig.“ Gunnar tekur leikhlé fyrir lokasókn Aftureldingar. Haukar voru þá nýbúnir að skora og jafna leikinn. Enginn tók af skarið í liði Aftureldingar til þess að koma þeim yfir og endaði leikurinn því jafntefli. „Við ætluðum bara að spila taktík og ætluðum að sækja á markið og koma okkur í skotfæri. Maður veit aldrei hver fær skotfæri. Ég get ekki útskýrt afhverju þeir gerðu ekki betur. Kannski var ég ekki nógu skýr í leikhléinu. Ég þarf bara að skoða það en þetta er bara eitt atriði.“ „Við þurfum að læra af þessu, kannski reynsluleysi, ég veit það ekki. Engu að síður var þetta frábær frammistaða, mjög ánægður með þetta. Við löguðum vörnina mikið frá því í síðasta leik. Kannski svekkjandi að vera búinn að spila tvo góða leiki, að mínu mati, og eitt stig finnst mér ekki nógu mikið miðað við hvernig er spilað.“ Bergvin Þór Gíslasson, leikmaður Aftureldingar, fékk rautt spjald þegar um 20 mínútur voru liðnar fyrir hafa slegið Ólaf Ægi Ólafsson í andlitið. „Ég sá það ekki. Þeir kíktu á þetta, eflaust er það rétt. Þeir fara varla í skjáinn og dæma það vitlaust. Hann hefur væntanlega slegið hann, ég bara missti af því.“ Gunnar Magnússon var með þrjá Haukamenn á láni í sínu liði í kvöld. „Bara vel. Það er ekkert auðvelt að spila á móti sínu liði. Ég var svolítið smeykur fyrir leikinn hvort þeir myndu höndla þetta eða ekki. Mér fannst þeir höndla þetta nokkuð vel og ég var ánægður með þá. Heilt yfir bara í kvöld þá fannst mér góð breidd hjá okkur og margir að leggja í púkkið.“ Næsti leikur er bikarleikur á móti Val og vill Gunnar sjá sigur. „Taka tvö stig. Við erum búnir að spila vel og við höldum áfram að bæta okkur. Undirbúningstímabilið var erfitt að við komum seint inn. Við erum núna að fínpússa okkur í hverjum leik og hverri viku. Nú þurfum við að vinna næsta leik, það er bikarleikur og við ætlum okkur að vinna hann.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn Fleiri fréttir Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Sjá meira
„Þeir eiga þrjár sendingar eftir þegar þeir taka leikhlé og við einu yfir. Það er svekkjandi, að fá þetta mark á sig í lokin. Svo get ég ekki sagt neitt um þessa lokasókn, við náum ekki skoti. Þetta er svekkjandi, ég er svekktur að fá ekki tvö stig en ég er ótrúlega ánægður með spilamennskuna. Mér fannst þeir spila ótrúlega vel í kvöld, bæði vörn og sókn. Margt mjög gott, frammistaðan fín og svekkjandi að fá ekki tvö stig.“ Gunnar tekur leikhlé fyrir lokasókn Aftureldingar. Haukar voru þá nýbúnir að skora og jafna leikinn. Enginn tók af skarið í liði Aftureldingar til þess að koma þeim yfir og endaði leikurinn því jafntefli. „Við ætluðum bara að spila taktík og ætluðum að sækja á markið og koma okkur í skotfæri. Maður veit aldrei hver fær skotfæri. Ég get ekki útskýrt afhverju þeir gerðu ekki betur. Kannski var ég ekki nógu skýr í leikhléinu. Ég þarf bara að skoða það en þetta er bara eitt atriði.“ „Við þurfum að læra af þessu, kannski reynsluleysi, ég veit það ekki. Engu að síður var þetta frábær frammistaða, mjög ánægður með þetta. Við löguðum vörnina mikið frá því í síðasta leik. Kannski svekkjandi að vera búinn að spila tvo góða leiki, að mínu mati, og eitt stig finnst mér ekki nógu mikið miðað við hvernig er spilað.“ Bergvin Þór Gíslasson, leikmaður Aftureldingar, fékk rautt spjald þegar um 20 mínútur voru liðnar fyrir hafa slegið Ólaf Ægi Ólafsson í andlitið. „Ég sá það ekki. Þeir kíktu á þetta, eflaust er það rétt. Þeir fara varla í skjáinn og dæma það vitlaust. Hann hefur væntanlega slegið hann, ég bara missti af því.“ Gunnar Magnússon var með þrjá Haukamenn á láni í sínu liði í kvöld. „Bara vel. Það er ekkert auðvelt að spila á móti sínu liði. Ég var svolítið smeykur fyrir leikinn hvort þeir myndu höndla þetta eða ekki. Mér fannst þeir höndla þetta nokkuð vel og ég var ánægður með þá. Heilt yfir bara í kvöld þá fannst mér góð breidd hjá okkur og margir að leggja í púkkið.“ Næsti leikur er bikarleikur á móti Val og vill Gunnar sjá sigur. „Taka tvö stig. Við erum búnir að spila vel og við höldum áfram að bæta okkur. Undirbúningstímabilið var erfitt að við komum seint inn. Við erum núna að fínpússa okkur í hverjum leik og hverri viku. Nú þurfum við að vinna næsta leik, það er bikarleikur og við ætlum okkur að vinna hann.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn Fleiri fréttir Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Sjá meira