Unnur snýr heim til Akureyrar Eftir titlasöfnun með Fram og Gróttu er hornamaðurinn Unnur Ómarsdóttir á leið heim til KA/Þórs, toppliðs Olís-deildarinnar í handbolta, í sumar. Handbolti 30. mars 2021 15:46
KA fær tvo lykilmenn frá FH auk Óðins KA heldur áfram að hnykla vöðvana á félagaskiptamarkaðnum og hefur fengið tvo sterka leikmenn frá FH, þá Einar Rafn Eiðsson og Arnar Freyr Ársælsson. Handbolti 30. mars 2021 13:48
Bretar stórauka fjárframlög til handbolta Bretland hefur hingað til ekki verið þekkt fyrir afrek sín á handboltavellinum en nú gæti það breyst. Handbolti 30. mars 2021 13:31
Óðinn fer til KA í sumar KA fær afar góðan liðsstyrk í sumar þegar Óðinn Þór Ríkharðsson kemur til félagsins frá Team Tvis Holstebro í Danmörku. Handbolti 30. mars 2021 12:25
Fóru yfir mögulegar sviðsmyndir til að klára tímabilið í Olís og hvað má alls ekki gerast Seinni bylgjan ræddi framhald Íslandsmótsins í handbolta en mikil óvissa er uppi eftir að aftur þurfti að gera hlé á leikjum í Olís deildunum vegna sóttvarnarreglna hér á landi. Meðal annars var farið yfir mögulegar leiðir til að klára tímabilið. Handbolti 30. mars 2021 12:00
Færeyingur til Eyja Dánjal Ragnarsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við ÍBV og mun ganga í raðir félagsins í sumar. Handbolti 29. mars 2021 19:55
Sleit krossband nýbúin að skrifa undir fyrsta atvinnumannasamninginn Handknattleikskonan Ásdís Þóra Ágústsdóttir varð fyrir áfalli á dögunum aðeins nokkrum dögum eftir að hafa tekið sitt stærsta skrefa á ferlinum til þessa. Handbolti 29. mars 2021 09:30
Lærisveinar Guðmundar í góðum málum Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í Melsungen unnu góðan útisigur í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Handbolti 28. mars 2021 15:58
Ómar markahæstur í öruggum sigri gegn Viggó og félögum Tvær íslenskar hægri skyttur áttust við í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag þegar Stuttgart fékk Magdeburg í heimsókn. Handbolti 28. mars 2021 13:30
Alexander í sigurliði í toppslagnum Alexander Petersson og félagar í Flensburg unnu 31-28 sigur á Kiel í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Handbolti 27. mars 2021 20:29
Elvar Örn hafði betur í Íslendingaslag Það var boðið upp á Íslendingaslag í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag þegar Skjern tók á móti Ribe Esbjerg. Handbolti 27. mars 2021 15:02
Sigvaldi skoraði fjögur í öruggum sigri Íslenski landsliðsmaðurinn Sigvaldi Björn Guðjónsson var á sínum stað í stórliði Kielce í pólska handboltanum í dag. Handbolti 27. mars 2021 14:33
Elvar heldur áfram að fara á kostum í Frakklandi Elvar Ásgeirsson átti enn einn stórleikinn með Nancy í kvöld þegar liðið lagði Selestat með einu marki í frönsku B-deildinni í kvöld, lokatölur 32-31. Handbolti 26. mars 2021 22:16
Handknattleikssamband Íslands hefur óskað eftir undanþágum HSÍ hefur óskað eftir undanþágum er varðar sóttvarnarreglur landsins. Undanþágan er ætluð meistaraflokkum karla og kvenna í handbolta sem og kvennalandsliðinu en það á leik við Slóveníu í undankeppni HM í næsta mánuði. Handbolti 26. mars 2021 20:31
Óðinn Þór hafði betur gegn Ágústi Elí og Holstebro getur enn orðið deildarmeistari Óðinn Þór Ríkharðsson hafði getur gegn Ágústi Elí Björgvinssyni er Holstebro vann öruggan sex marka sigur á Kolding í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Lokatölur leiksins 30-24 eftir að aðeins hafði munað tveimur mörkum á liðunum í hálfleik. Handbolti 26. mars 2021 19:46
Tvo leiki vantar í Olís-deild karla en mótin telja í körfuboltanum Fram og KA þurfa að leika einum leik meira í Olís-deild karla í handbolta til að keppni á þessari leiktíð telji. Deildarmeistarar verða krýndir í Dominos-deildunum og Olís-deild kvenna jafnvel þó að ekki verði meira spilað á leiktíðinni. Sport 26. mars 2021 14:00
Brynjar þjálfaði handbolta í Val og Gaupi hreifst ekki af Alsírvörninni Brynjar Karl Sigurðsson hefur þjálfað fjölda fólks úr öðrum greinum en körfubolta og sagði frá því í Sportinu í dag þegar hann var fenginn til að þjálfa handboltastráka í Val. Handbolti 26. mars 2021 13:31
„Yfirvöld þurfa líka að vinna með íþróttahreyfingunni allri og öðrum í landinu“ Hannes S. Jónsson, formaður körfuknattleikssambands Íslands, segir það ekki boðlegt að banna afreksíþróttafólki að æfa sína íþrótt. Hann segir yfirvöld þurfa að standa með íþróttahreyfingunni og saman þurfi þau að vinna lausn á vandanum. Sport 26. mars 2021 08:00
Svo gott sem úr leik eftir tap í framlengingu Daníel Freyr Andrésson og félagar í Guif eru í slæmum málum eftir tap gegn Sävehof í úrslitakeppni sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Lokatölur 31-28 Sävehof í vil í framlengdum leik og toppliðið þar með 2-0 yfir í einvíginu. Handbolti 25. mars 2021 20:46
Oddur tryggði Balingen-Weilstetten sigur gegn lærisveinum Guðmundar Oddur Gretarsson fór hamförum er Balingen-Weilstetten vann eins marks sigur á Melsungen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, lokatölur 25-24. Handbolti 25. mars 2021 20:01
Ísland í riðli með Svíþjóð og Serbíu Ísland þarf að slá við Svíþjóð eða Serbíu til að komast á EM kvenna í handbolta end regið var í riðla fyrir undankeppnina í dag. Handbolti 25. mars 2021 11:45
Ekki leikið í kvöld Ekki verður leikið í Domino's deild kvenna í körfubolta og Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Sport 24. mars 2021 15:51
Aron Kristjáns fer á Ólympíuleikana Aron Kristjánsson, þjálfari toppliðs Hauka í Olís-deild karla í handbolta, verður einn þeirra íslensku þjálfara sem fara á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar. Handbolti 24. mars 2021 15:28
„Basti elskar líka að koma öllum á óvart“ Sebastian Alexandersson, þjálfari Fram, stýrði liðinu til sigurs í sjöunda sinn á tímabilinu í Olís deildinni í síðustu umferð en Seinni bylgjan ræddi nýjungar hans í leiknum. Handbolti 24. mars 2021 11:31
Sunna með sprungu í sköflungi en stefnir á að vera klár fyrir HM-umspilið Landsliðskonan Sunna Jónsdóttir mun ekki spila með ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta á næstunni eftir að hafa meiðst illa með íslenska landsliðinu á dögunum. Handbolti 23. mars 2021 23:00
Elvar á flugi í Frakklandi | Grétar Ari tapaði naumlega Elvar Ásgeirsson og Grétar Ari Guðjónsson léku með liðum sínum í frönsku B-deildinni í handbolta í kvöld. Nancy vann botnlið Angers 28-24 á meðan Nice tapaði með eins marks mun gegn Cherbourg, 32-31. Handbolti 23. mars 2021 22:00
Ómar Ingi frábær í öruggum sigri Magdeburg Magdeburg vann átta marka útisigur á Eurofram Pelister frá Norður-Makedóníu í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar, lokatölur 24-32. Fyrr í kvöld höfðu Íslendingalið GOG og Rhein-Neckar Löwen einnig unnið sína leiki. Handbolti 23. mars 2021 21:31
Íslendingaliðin öll í fínum málum eftir fyrri leik sextán liða úrslitanna Alls voru þrjú Íslendingalið í eldlínunni í leikjum kvöldsins í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta. GOG vann CSKA Moskvu 33-31, Rhein-Neckar Löwen vann Nexe 27-25 á útivelli og Kadetten gerði jafntefli við Montpellier á útivelli. Handbolti 23. mars 2021 19:45
Búin að gráta mikið en get leitað í marga reynslubanka „Ég er afskaplega sorgmædd yfir þessu,“ segir Steinunn Björnsdóttir, handboltakona ársins 2020. Allt bendir til þess að hún hafi slitið krossband í hné í leiknum gegn Norður-Makedóníu í Skopje síðasta föstudag. Handbolti 23. mars 2021 14:01
Valdi úrvalslið heldri borgara fyrir Seinni bylgjuna Theódór Ingi Pálmason, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, setti saman draumalið sitt í þætti gærkvöldsins. Að þessu sinni var kominn tími á að skoða eldri leikmenn í Olís deild karla. Handbolti 23. mars 2021 13:30