Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Aron skoraði sex og lagði upp fjögur í naumum sigri

Aron Pálmarsson og félagar hans í Álaborg unnu nauman tveggja marka sigur er liðið tók á móti Fredericia í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Lokatölur urðu 32-30, en Aron kom með beinum hætti að tíu mörkum heimamanna.

Handbolti
Fréttamynd

Óðinn Þór lánaður til Gum­mers­bach

Handknattleiksdeild KA hefur samið við þýska B-deildarfélagið VfL Gummersbach um að lána þeim hornamanninn Óðinn Þór Ríkharðsson út desembermánuð. Þetta kemur fram í tilkynningu sem KA sendi frá sér í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Sebastian Alexandersson: „HK verður frábært lið eftir tvö til þrjú ár“

„Ég held bara áfram að vera heiðarlegur og segi að ég er brjálæðislega stoltur af mínu liði. Ég fullyrði það bara, ég veit að öllum þjálfurum þykir sitt lið best þá er ég bara þannig líka og finnst liðið mitt best,“ sagði Sebastian Alexanderson þjálfari HK eftir tap á móti KA í KA heimilinu í kvöld, 33-30.

Sport
Fréttamynd

Valsmenn höfðu betur gegn Gróttu í hörkuleik

Valsmenn unnu í kvöld nauman sigur gegn Gróttu í Olís-deild karla í handbolta, 25-24. Gestirnir frá Seltjarnarnesi fengu tækifæri til að jafna leikinn í lokasókninni, en allt kom fyrir ekki og stigin tvö fara því til Valsmanna.

Handbolti
Fréttamynd

Frábær viðsnúningu Japana | Öruggt hjá Ungverjum

Nú rétt í þessu lauk tveimur leikjum í milliriplum Heimsmeistaramóts kvenna í handbolta. Japan vann virkilega góðan sigur gegn Austurríki eftir að hafa verið fimm mörkum undir snemma í seinni hálfleik og Ungverjar unnu sannfærandi átta marka sigur gegn Kongó.

Handbolti
Fréttamynd

Bauð ríkisstjórnina velkomna á heimaleik Íslands á Ítalíu

Íþróttahreyfingin hefur lengi kallað eftir nýjum þjóðarleikvöngum og í vetur er svo komið að íslenska karlalandsliðið í körfubolta neyðist til að spila leiki á útivelli sem fara áttu fram á Íslandi. Formaður KKÍ bauð ríkisstjórninni á „heimaleik“ á Ítalíu í febrúar, í Pallborðinu í gær.

Sport
Fréttamynd

Óvænt tap Kielce gegn botnliðinu

Pólska liðið Lomza Vive Kielce tapaði óvænt gegn botnliði Porto í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld. Kielce er enn á toppi riðilsins, en þetta var annað tap liðsins í keppninni í röð.

Handbolti