Janus Daði: Verður gaman að fara í stríð með strákunum Janus Daði Smárason kom af bekknum á lokamínútum leiksins gegn Hollandi og blómstraði. Hans framlag vóg ansi þungt í þeim mikilvæga sigri. Handbolti 18. janúar 2022 13:01
Guðmundur: Ég hræðist ekki neitt Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur slæma reynslu af leikjum gegn Ungverjum í gegnum tíðina en vonast eðlilega eftir því að breyting verði á að þessu sinni. Handbolti 18. janúar 2022 12:01
Þorgerður Katrín: Gísli allt öðruvísi handboltamaður en við foreldrarnir Alþingiskonan Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er stödd í Ungverjalandi þar sem hún er að fylgjast með syni sínum fara á kostum með íslenska handboltalandsliðinu. Handbolti 18. janúar 2022 11:37
Eyjakonur mæta meisturunum í Málaga Eyjakonur mæta ríkjandi meisturum Costa del Sol Málaga í 8-liða úrslitum Evrópubikarsins í handbolta í febrúar. Dregið var í dag. Handbolti 18. janúar 2022 11:08
Aron: Liðið er tilbúið í þetta próf „Þetta verður frábært og bara spenna í mannskapnum að takast á við þetta verkefni,“ segir landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson heldur betur klár í bátana fyrir úrslitaleikinn gegn Ungverjum í kvöld. Handbolti 18. janúar 2022 10:31
„Númer 1, 2 og 3 eigum við að hugsa um að vinna þennan leik, punktur“ Gríðarlega mikil spenna er fyrir lokaumferðina í B-riðli Evrópumótsins í handbolta karla en öll fjögur liðin geta enn komist áfram. Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson segja að íslenska liðið verði fyrst og síðast að hugsa um sig og vinna Ungverja. Handbolti 18. janúar 2022 09:31
Utan vallar: Standast strákarnir okkar stóra prófið? Þrátt fyrir gott gengi á EM getur enn allt gerst í dag. Strákarnir okkar geta farið á flugi inn í milliriðil með stig í töskunni eða flogið heim til sín. Það er stutt á milli í þessu. Handbolti 18. janúar 2022 09:00
Aðeins svekktir Portúgalar gætu bjargað strákunum okkar ef þeir tapa Eru strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu ekki í toppmálum eftir að hafa unnið fyrstu tvo leiki sína á EM og nánast komnir áfram? Stutta svarið er nei, alls ekki, og liðið gæti hæglega fallið úr leik í kvöld. Handbolti 18. janúar 2022 08:31
Björgvin: Við erum ógeðslega góðir í handbolta „Það hefur loðað við mig að elska mótlætið. Bæði í lífinu og handboltanum,“ segir reynsluboltinn Björgvin Páll Gústavsson spenntur fyrir leiknum gegn Ungverjum. Sport 18. janúar 2022 08:01
Alfreð þurfti að hafa hraðar hendur eftir að fimm Þjóðverjar greindust með veiruna Alfreð Gíslason þurfti að kalla í fimm leikmenn inn í þýska landsliðshópinn í stað þeirra fimm sem greindust með kórónuveiruna í gær. Handbolti 18. janúar 2022 07:45
Danmörk og Frakkland áfram í milliriðla með fullt hús stiga | Svíþjóð slefaði áfram Öllum leikjum dagsins á EM í handbolta er nú lokið. Danmörk og Frakkland fóru að fordæmi Spánar og Rússlands. Báðar þjóðir fara í milliriðla með fullt hús stiga. Svíþjóð skreið áfram í milliriðla þökk sé jafntefli gegn Tékklandi. Handbolti 17. janúar 2022 21:30
Spánn og Rússland með fullt hús stiga í milliriðla Fjórum af átta leikjum dagsins á EM karla í handbolta er nú lokið. Spánverjar og Rússar fara með fullt hús stiga í milliriðil. Handbolti 17. janúar 2022 19:31
Rakel Dögg hætt með Stjörnuna Rakel Dögg Bragadóttir og Stjarnan hafa komist að samkomulagi um starfslok. Rakel Dögg verður því ekki lengur þjálfari liðsins í Olís-deild kvenna í handbolta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjörnunni. Handbolti 17. janúar 2022 18:35
Svona hefur farið hjá strákunum þegar Ísland hefur unnið tvo fyrstu leiki sína Ungverjar bíða strákana okkar í þriðja leik á morgun en þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn á stórmóti sem þeir mæta íslensku landsliði með fullt hús. Handbolti 17. janúar 2022 16:31
Svona breytti Janus sóknarleik Íslands á ögurstundu Ísland vann Holland með minnsta mun, 29-28, í öðrum leik sínum á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu. Íslendingar gátu ekki síst þakkað Janusi Daða Smárasyni fyrir sigurinn en hann fann leiðina í gegnum framliggjandi vörn Hollendinga sem hafði breytt gangi mála. Handbolti 17. janúar 2022 14:00
EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar: Eins og Gummi sé að fá hjartaáfall á hliðarlínunni Stefán Árni Pálsson, Róbert Gunnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson fóru yfir sigur Íslands á Hollendingum, 29-28, í öðrum leik liðsins á mótinu. Íslenska liðið er með fullt hús stiga eftir tvo leiki. Handbolti 17. janúar 2022 12:31
Fékk 750 þúsund króna sekt fyrir að hrækja á áhorfendur Svartfellski handboltamaðurinn Marko Lasica fékk væna sekt fyrir að hrækja í átt að stuðningsmönnum Norður-Makedóníu eftir leik á EM. Handbolti 17. janúar 2022 08:01
Twitter: Hann nær að tékka á e-mailinu sínu áður en hann lendir! Þjóðin lét skoðanir sínar flakka á Twitter yfir landleik Íslands og Hollands í kvöld, dómgæslan, Sigvaldi, Janus og Logi Geirs voru vinsælustu umræðuefnin. Handbolti 16. janúar 2022 23:28
Skýrsla Henrys: Harðlífi gegn Hollendingum Leikur Íslands og Hollands reyndi á taugar landans og eflaust eru margir með minna hár eftr leikinn en þeir voru með fyrir hann. Spennutryllir en allt fór vel að lokum. Handbolti 16. janúar 2022 23:02
Einkunnir strákanna á móti Hollandi: Sigvaldi bestur en Janus stal senunni Það þurfti ískaldan varamann til að redda málunum á móti Hollandi á EM í kvöld eftir að erfiðar tólf mínútur fóru langt með að klúðra góðum leik fram að því. Handbolti 16. janúar 2022 22:16
Umfjöllun: Ísland - Holland 29-28 | Sluppu með skrekkinn gegn strákunum hans Erlings Ísland vann Holland, 29-28, í öðrum leik sínum í B-riðli Evrópumóts karla í handbolta í kvöld. Íslendingar eru því með fjögur stig, fullt hús stiga, á meðan Hollendingarnir hans Erlings Richardssonar eru með tvö stig. Handbolti 16. janúar 2022 22:10
Guðmundur: Liðið sýndi stórkostlegan karakter að klára þetta Guðmundi Guðmundsson, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var létt eftir sigurinn á Hollandi, 29-28, í kvöld. Ísland er komið með fjögur stig í B-riðli Evrópumótsins og ef það vinnur heimalið Ungverjalands á þriðjudaginn fer það með tvö stig inn í milliriðla. Handbolti 16. janúar 2022 21:53
Tölfræðin á móti Hollandi: Ískaldur Janus Daði afþýddi frostið í sókninni Sigvaldi Guðjónsson var markahæstur í öðrum leiknum í röð og ískaldur Janus Daði Smárason skilaði fyrstu mínútum sínum á mótinu frábærlega í lokin. Handbolti 16. janúar 2022 21:42
„Er ekki hvort sem er hundleiðinlegt að vera á Íslandi núna?“ „Þetta var drullusætt,“ sagði Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson sem naut þess í botn að spila fyrir framan háværa áhorfendur í Búdapest í kvöld, á EM í handbolta. Handbolti 16. janúar 2022 21:40
Gísli Þorgeir: Sigur sem við hefðum ekkert endilega unnið fyrir þremur árum Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi íslenska landsliðsins, var hæstánægður með sigurinn á Hollandi, 29-28, í B-riðli Evrópumótsins í kvöld. Handbolti 16. janúar 2022 21:36
„Stemningin var þeirra megin og við áttum mjög erfitt með að komast í þennan gír í lokin“ „Það er ógeðslega gaman að vinna og sérstaklega fyrir íslenska landsliðið,“ sagði Sigvaldi Björn Guðjónsson sem valinn var maður leiksins annan leikinn í röð, í sigri Íslands gegn Hollandi á EM í kvöld. Handbolti 16. janúar 2022 21:29
„Við höfum upplifað eitt og annað í þessum bransa“ „Það var nú ekki mikill svefn í nótt. Þetta er oft erfitt þegar við spilum svona seint,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari á hóteli landsliðsins í gær. Handbolti 16. janúar 2022 16:30
Erlingur mætir gömlum lærisveinum og tengdasyninum í kvöld Erlingur Birgir Richardsson á sérstakt kvöld í vændum. Hann þjálfar nefnilega landslið Hollands sem mætir Íslandi í Búdapest í kvöld. Handbolti 16. janúar 2022 15:00
Aron: Höfum ekkert efni á að vera með eitthvað vanmat Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson var jarðbundinn daginn eftir fyrsta leik á EM enda veit hann sem er að ekkert er unnið. Handbolti 16. janúar 2022 14:00
Sigvaldi: Það gæti verið eitthvað í loftinu Sigvaldi Björn Guðjónsson byrjaði EM af krafti gegn Portúgal. Spilaði stórkostlega og minnti handboltaheiminn á hversu magnaður leikmaður hann er orðinn. Handbolti 16. janúar 2022 13:01