

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.
Íþróttaárið 2022 hófst í miðjum heimsfaraldri sem setti stórt strik í reikninginn hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta sem keppti á EM í upphafi árs. Þrátt fyrir það vann liðið einn sinn stærsta sigur í sögunni.
Það var nóg um að vera hjá Íslendingum í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Alls fóru fimm leikir fram á sama tíma og voru Íslendingar í eldlínunni í þeim öllum.
Langt er síðan spennan fyrir stórmóti í handbolta var jafn mikil og hún er fyrir HM í Svíþjóð og Póllandi sem hefst eftir rétt rúmar tvær vikur. Rasmus Boysen, einn helsti handboltasérfræðingur heims, fór yfir möguleika Íslands á mótinu í sérstakri viðhafnarútgáfu af hlaðvarpinu Handkastið.
Landsliðsmennirnir Arnar Freyr Arnarsson, Elvar Örn Jónsson og Ýmir Örn Gíslason léku sinn síðasta leik í þýsku úrvalsdeildinni áður en þeir fara á HM í janúar. Díana Dögg Magnúsdóttir, leikmaður Zwickau, skoraði fimm mörk í jafntefli gegn Oldenburg.
Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson áttu mjög góðan leik í fjögurra marka sigri Magdeburg á Göppingen, lokatölur 33-29.
Janus Daði Smárason verður hluti af íslenska landsliðinu þegar flautað verður til leiks á HM í handbolta þann 11. janúar næstkomandi. Janus hefur verið hluti af íslenska landsliðinu frá árinu 2017 og hann gerir sér grein fyrir þeim væntingum sem hvíla á liðinu á þessu móti.
Þeir Arnar Daði Arnarsson og Theodór Ingi Pálmason hringdu til Danmerkur í sérstakri viðhafnarútgáfu af hlaðvarpinu Handkastinu. Þar ræddu þeir við Rasmus Boysen, einn helsta handboltasérfræðing heims um heimkomu Arons Pálmarssonar.
Janus Daði Smárason hóf sinn atvinnumannaferil í handbolta hjá danska stórliðinu Álaborg árið 2017. Hann varð danskur meistari í þrígang með liðinu áður en hann færði sig yfir til Göppingen í Þýskalandi, en í dag leikur hann með verðandi ofurliðinu Kolstad í Noregi.
Landsliðsmennirnir Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Bjarki Már Elísson eru allir tilnefndir sem bestu handboltamenn heims á heimasíðu Handball-Planet.
Janus Daði Smárason var einn af sex leikmönnum sem kynntir voru til leiks þegar norska félagið Kolstad tilkynnti um áform sín að ætla sér að verða stórveldi í evrópskum handbolta. Hann var einn af fjórum leikmönnum sem gekk til liðs við félagið í sumar og liðið trónir nú á toppi norsku úrvalsdeildarinnar með fullt hús stiga að fjórtán umferðum loknum.
Heimkoma Arons Pálmarssonar, eins besta handbolta- og íþróttamanns Íslands, undnafarinn áratug hefur eðlilega vakið mikla athygli. Hvaða áhrif mun heimkoman hafa á Olís deild karla í handbolta og FH?
Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari karlalandsliðs Íslands í handbolta, hefur ekki áhyggjur af því að ákvörðun Arons Pálmarssonar um að snúa aftur til FH úr atvinnumennsku muni hafa áhrif á gæðin sem leikmaðurinn hefur upp á að bjóða.
Guðmundur Guðmundsson segir að það reynst erfitt að velja íslenska landsliðshópinn fyrir HM. Eftir reynslu síðasta móts ákvað hann að velja tvo hægri hornamenn.
Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem Guðmundur Guðmundsson tilkynnti hópinn sem fer á HM í Svíþjóð og Póllandi í næsta mánuði.
Teitur Örn Einarsson og Stiven Tobar Valencia eru hvorugir í HM-hópi Guðmundar Guðmundssonar sem var tilkynntur í dag.
Handknattleiksamband Íslands hefur aldrei kynnst annarri eins sölu, annars vegar á miðum á leiki á heimsmeistaramótið í janúar og hins vegar á nýja landsliðsbúningnum. Gaupi ræddi við framkvæmdastjóra Handknattleikssambands Íslands.
Bjarni Fritzson var sendur burt af Ólympíuleikunum í Peking 2008 með nánast engum fyrirvara. Hann fylgdist með einum fræknasta sigri íslenska handboltalandsliðsins á flugvelli í Þýskalandi.
Sigursteinn Arndal, þjálfari FH í Olís-deild karla, segist upphaflega ekki hafa haft mikla trú á því að Aron Pálmarsson væri á leið til liðsins. Hann hafi þó farið að trúa því þegar líða fór á og vonast til þess að þessi frábæri leikmaður geti hjálpað FH að taka næsta skref.
Óhætt er að segja að eftirvænting íslensku þjóðarinnar fyrir HM í handbolta sé orðin mikil. Logi Gerisson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, er líklega einn spenntasti maður landsins þessa dagana og hann var á línunni í seinasta þætti af Handkastinu.
Óhætt er að segja að mikil spenna hafi ríkt í hvíta hluta Hafnarfjarðarbæjar í dag eftir að fréttir bárust af því að Aron Pálmarsson væri á heimleið á næsta tímabili til uppeldisfélags síns FH. Sú spenna náði svo hámarki þegar Aron var kynntur til leiks í Kaplakrika fyrr í kvöld.
Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta og einn besti handboltamaður heims undanfarin áratug, skrifaði fyrr í kvöld undir samning við uppeldisfélag sitt FH og mun leika með liðinu á næsta tímabili í Olís-deild karla.
Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson var rétt í þessu kynntur sem nýr leikmaður FH í Olís-deild karla í handbolta á blaða- og stuðningsmannakvöldi FH-inga. Hann gengur til liðs við félagið frá danska liðinu Álaborg að þessu tímabili loknu.
Teitur Örn Einarsson og félagar hans í Flensburg eru komnir í átta liða úrslit DHB Pokal, þýsku bikarkeppninnar í handbolta, eftir öruggan sjö marka sigur gegn Hamburg í kvöld, 35-28.
Vísir er með beina útsendingu frá blaðamannafundi FH þar sem landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson verður kynntur til leiks hjá félaginu.
Handknattleiksdeild FH hefur boðað til blaða- og stuðningsmannafundar í Sjónarhóli í Kaplakrika klukkan 20 í kvöld. Húsið verður opnað klukkan 19 og eru allir FH-ingar hvattir til að láta sjá sig.
Aron Pálmarsson er sigursælasti handboltamaður Íslands á erlendri grundu. Nú hefur hann ákveðið að snúa aftur heim til Íslands eftir mögnuð fjórtán ár í atvinnumennsku í bestu deildum heims.
Bæði Álaborg og Aron Pálmarsson sjálfur hafa nú staðfest heimkomu sigursælasta íslenska handboltamannsins á erlendri grundu. Aron klárar bara tvö af þremur tímabilum af samningi sínum við Álaborgarliðið og kemur heim næsta sumar.
Álaborg hefur staðfest að Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, muni yfirgefa félagið eftir tímabilið. Hann gekk í raðir þess í fyrra.
Á morgun, á 62 ára afmælisdaginn sinn, tilkynnir Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska landsliðsins, hópinn sem hann tekur með á HM í Svíþjóð og Póllandi í næsta mánuði.
Bjarni Fritzson lærði nokkur orð í kínversku á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og smyglaði Red Bull orkudrykkjum inn í Ólympíuþorpið.