Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Risa Evrópu­leikur á Hlíðar­enda: „Tökum Spán­verjana á taugum með fullu húsi“

Vals­konur geta með sigri á heima­velli í dag gegn spænska liðinu Malaga tryggt sér sæti í átta liða úr­slitum Evrópu­bikar­keppninnar í hand­bolta. Um seinni leik liðanna er að ræða, þeim fyrri lauk með jafn­tefli úti á Spáni. Boðið verður upp á al­vöru Evrópu­stemningu á Hlíðar­enda. Ótrúlegri sigurgöngu Vals hér heima lauk á dögunum en hvergi betra en að svara því á heimavelli í Evrópukeppni. 

Handbolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Þetta var alls­herjar klúður þarna“

„Þetta var bara lélegt“ segir landsliðsfyrirliðinn Elliði Snær Viðarsson sem var ósáttur við sjálfan sig eftir að hafa fengið reisupassann í leik Íslands við Grænhöfðaeyjar á HM í handbolta í fyrrakvöld. Hann vonast til að spila meira í næsta leik við Kúbu í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

„Þurfum að taka Dani til fyrir­myndar“

„Það eru blendnar tilfinningar eftir leikinn gegn Grænhöfðaeyjum þó svo við hefðum unnið stórt. Það kom tíu mínútna kafli þar sem var deyfð yfir þessu,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson á hóteli landsliðsins í Zagreb í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad

Slök prentvél í Kristianstad orsakaði það að Sveinn Jóhannsson gat ekki spilað meira en raun ber vitni í leik Íslands og Grænhöfðaeyja í fyrsta leik strákanna okkar á HM í Zagreb.

Handbolti
Fréttamynd

Gapandi hissa á „kata­strófu“ í leik Ís­lands: „Hvaða grín er þetta?“

Sér­fræðingar Besta sætisins voru gapandi hissa á at­viki sem að kom upp í leik Strákanna okkar við Græn­höfða­eyjar á HM í hand­bolta í gær. Nú­merið og nafn Sveins Jóhans­sonar, línu­manns Ís­lands, flagnaði af treyjunni hans og ekki var vara­treyja til reiðu sem olli því að Sveinn mátti ekki spila síðasta stundar­fjórðung leiksins.

Handbolti
Fréttamynd

Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“

Ís­lenska karla­lands­liðið hóf veg­ferð sína á HM í hand­bolta með þrettán marka sigri gegn Græn­höfða­eyjum. Rætt var um frammistöðuna í Besta sætinu þar sem að sér­fræðingar þáttarins létu þennan sigur á móti liði „sem ætti erfitt með að halda sér í Olís deildinni“ ekki slá ryki í augun á sér. Margt gott við leik ís­lenska liðsins en mikið rými til bætinga.

Handbolti
Fréttamynd

Mynda­syrpa úr stór­sigri strákanna í fyrsta leik á HM

Íslenska karlalandsliðið í handbolta byrjaði heimsmeistaramótið á öruggum þrettán marka sigri í Zagreb í gærkvöldi. Fyrri hálfleikurinn var vissulega betri en sá síðari hjá strákunum en sigurinn var aldrei í hættu eftir 8-2 byrjun. Tólf leikmenn komust á blað og allir fengu að spila.

Handbolti
Fréttamynd

Skýrsla Vals: Píptest og svefn­lyf

Þetta var skrýtinn handboltaleikur. Strákarnir okkar gerðu sitt, drápu allan vonarneista snemma og náðu í 13 marka sigur. Þetta var hins vegar ekki merkilegt eftir hlé.

Handbolti
Fréttamynd

Myndaveisla: Fá­menn en góð­menn upp­hitun í Zagreb

Ekki má búast við mörgum Íslendingum í stúkunni þegar Ísland spilar fyrsta leik liðsins á HM karla í handbolta í Zagreb í Króatíu við Grænhöfðaeyjar klukkan 19:30 í kvöld. Nokkrir tugir voru saman komnir til að hita upp á knæpu í bænum.

Handbolti
Fréttamynd

Á­nægja með Dag og hetjan hyllt

Króatar, undir stjórn Dags Sigurðssonar, hófu HM í handbolta af krafti í Zagreb í gærkvöld og völtuðu yfir Bareinana hans Arons Kristjánssonar. Fyrrverandi aðstoðarþjálfari Króatíu hrósar Degi og fyrirliðanum Domagoj Duvnjak, sem var hylltur sérstaklega af áhorfendum en hann er á sínu síðasta stórmóti.

Handbolti