Gagnrýni

Gagnrýni

Gagnrýni á kvikmyndum, bókmenntum, tónlist, leikhúsverkum og fleiru.

Fréttamynd

Rómantískt sjónarhorn

Snotur sýning, eins konar sýnishorn fyrir ákveðin tímabil í listasögunni, og gefur smá viðbótarinnsýn í íslenska listsköpun fyrir og eftir aldamótin 1900.

Gagnrýni
Fréttamynd

Martröð Mikkelsen

Það sem margir óttast mest af öllu er að vera sakaður ranglega um hræðilegan glæp. Hin martraðarkennda Jagten fjallar einmitt um það, og segir frá Lúkasi, leikskólakennara í litlu þorpi, sem grunur leikur á að hafi brotið kynferðislega gegn barni í sinni umsjá.

Gagnrýni
Fréttamynd

Glettilega framreiddur gjörningur

Það er alltaf stemning að koma í Norðurpólinn á Seltjarnarnesi. Þeir sem þar fremja sína list leggja líf og limi í sýningarnar, sem oft eru nýstárlegar og frumlegar. Á fimmtudagskvöldið mætti Tryggvi Gunnarsson til leiks með verkið Punch.

Gagnrýni
Fréttamynd

Óhugnaður í Kassanum

Þetta er ekkert þægileg sýning. Þeir sem vilja fara í leikhús til að hlæja, skemmta sér og gleyma ættu sennilega ekkert að eltast við hana. En það var engin tilviljun að allir frumsýningargestir risu á fætur við sýningarlok á föstudaginn.

Gagnrýni
Fréttamynd

Saga tveggja manna

Saga Gunnars um þá Nonna og Jón Sveinsson er mikið og vandað verk. Vonandi er þessi bók bara upphafið, höfundur Nonnabókanna er enn þá að mörgu leyti ráðgáta.

Gagnrýni
Fréttamynd

Hressilegt heimabrugg

Eva er þekkt og umdeild en hér sýnir hún á sér aðra hlið. Ljóðin hennar, sem eru hugleiðingar um lífið, eru fyrst og fremst snotur.

Gagnrýni
Fréttamynd

Í fótspor stórstjarnanna

Þó að Geir Ólafsson sé umdeildur tónlistarmaður þá er ekki annað hægt en að dást að honum. Er hann ekki dæmi um mann sem leggur allt undir til að láta drauma sína rætast?

Gagnrýni
Fréttamynd

Eldhress endurkoma

The Last Stand mun seint teljast til lykilmynda Svakanaggsins, en er eldhress endurkomumynd og stendur undir öllum þeim væntingum sem til hennar eru gerðar.

Gagnrýni
Fréttamynd

Hermikrákur af Guðs náð

Liðsmenn The Bootleg Beatles voru fljótir að slá á mögulegar efasemdarraddir um ágæti þeirra er þeir mættu á svið í Eldborgarsalnum í Hörpu á sunnudagskvöld.

Gagnrýni
Fréttamynd

Handverksmaðurinn Spielberg

Ef til vill er erfitt fyrir Íslending norður í ballarhafi að tengja við aðdáun Bandaríkjamanna á þessum löngu látna pólitíkus, en myndin er góð kennslustund og aldrei leiðinleg.

Gagnrýni