Spilagleðin ekki lengur kæfð Jónas Sen skrifar 21. september 2013 11:00 "Ilan Volkov er vaxandi listamaður, Beethoven og Rameau voru flottir undir stjórn hans." Tónlist. Verk eftir Rameau, Bach og Beethoven á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu. Fimmtudaginn 19. september. Stjórnandi: Ilan Volkov. Einleikari: Jonathan Gandelsman. Fyrir um mánuði síðan skrifaði Egill Helgason bloggfærslu þar sem hann sagði vera augljóst að Sinfóníuhljómsveit Íslands „og aðalstjórnandi hennar, Ilan Volkov, eiga ekki samleið. Hljómsveitinni og stjórnandanum lyndir einfaldlega ekki. Ýmsir gestastjórnendur sem koma hafa náð meiru út úr sveitinni en Volkov. Styrkur hans liggur helst í nútímatónlist, en miklu síður í rómantík eða því sem hefur verið nefnt Vínarklassík. Þegar hann stjórnar er eins og hann kæfi spilagleði hljómsveitarinnar“. Mér varð hugsað til þessara orða á tónleikum í Hörpu á fimmtudagskvöldið. Þegar ég heyrði Volkov upphaflega (ég held að hann hafi fyrst stjórnað hljómsveitinni fyrir um áratug) fannst mér vissulega tónleikarnir stundum daufir og litlausir. Engu að síður verður ekki litið fram hjá þeirri staðreynd að Volkov hefur vaxið gríðarlega sem listamaður frá því að hann varð aðalstjórnandi Sinfóníunnar fyrir tveimur árum. Skoska sinfónía Mendelssohns í vor var t.d. mögnuð undir hans stjórn. Þar var spilagleðin svo sannarlega í fyrirrúmi. Ekki síðri voru tónleikarnir nú. Á dagskránni var fyrst Dardanus-svítan eftir Rameau í útsetningu Nicholas McGegan. Frumgerð verksins er ópera, en McGegan útsetti hluta úr henni fyrir nútímahljómsveit árið 2001. Svítan samanstendur af gömlum dönsum og er skemmtileg. Túlkunin nú var einkar lífleg og litrík. Tambúrínan var í áberandi hlutverki, léttur en snarpur hljómurinn í henni var töfrum líkastur. Í heild lék hljómsveitin fallega og Volkov stjórnaði henni styrkri hendi. Næst á dagskrá var fiðlukonsert BWV 1041 í a-moll eftir Bach. Einleikari var Jonathan Gandelsman, sem spilaði af sjaldheyrðri fegurð. Leikurinn var hófsamur en einlægur, tær og í prýðilegu jafnvægi. Hljómsveitin var líka örugg á sínu; útkoman var afar ánægjuleg. Aukalagið var hægur kafli úr einleikssónötu eftir Bach, engin flugeldasýning, engin tilgerð. Gandelsman lék af auðfundnu innsæi, heildaráhrifin voru einhvers konar illskilgreinanlegt, heiðarlegt látleysi sem var ákaflega heillandi. Eftir hlé var flutt þriðja sinfónía Beethovens. Það er stórbrotin tónsmíð, yfirleitt fremur glaðleg, þótt hægi kaflinn sé jarðarfararmars. Skemmst er frá því að segja að meðhöndlun Volkovs og hljómsveitarinnar á verkinu var mjög sannfærandi. Hröðu kaflarnir voru átakamiklir og dramatískir, og gleðin náði smátt og smátt yfirhöndinni. Jarðarfararmarsinn var líka magnaður, innhverfur og dulúðugur, alveg eins og hann átti að hljóma. Þetta voru fínir tónleikar.Niðurstaða: Ilan Volkov er vaxandi listamaður, Beethoven og Rameau voru flottir undir stjórn hans. Einleikarinn var frábær. Gagnrýni Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Tónlist. Verk eftir Rameau, Bach og Beethoven á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu. Fimmtudaginn 19. september. Stjórnandi: Ilan Volkov. Einleikari: Jonathan Gandelsman. Fyrir um mánuði síðan skrifaði Egill Helgason bloggfærslu þar sem hann sagði vera augljóst að Sinfóníuhljómsveit Íslands „og aðalstjórnandi hennar, Ilan Volkov, eiga ekki samleið. Hljómsveitinni og stjórnandanum lyndir einfaldlega ekki. Ýmsir gestastjórnendur sem koma hafa náð meiru út úr sveitinni en Volkov. Styrkur hans liggur helst í nútímatónlist, en miklu síður í rómantík eða því sem hefur verið nefnt Vínarklassík. Þegar hann stjórnar er eins og hann kæfi spilagleði hljómsveitarinnar“. Mér varð hugsað til þessara orða á tónleikum í Hörpu á fimmtudagskvöldið. Þegar ég heyrði Volkov upphaflega (ég held að hann hafi fyrst stjórnað hljómsveitinni fyrir um áratug) fannst mér vissulega tónleikarnir stundum daufir og litlausir. Engu að síður verður ekki litið fram hjá þeirri staðreynd að Volkov hefur vaxið gríðarlega sem listamaður frá því að hann varð aðalstjórnandi Sinfóníunnar fyrir tveimur árum. Skoska sinfónía Mendelssohns í vor var t.d. mögnuð undir hans stjórn. Þar var spilagleðin svo sannarlega í fyrirrúmi. Ekki síðri voru tónleikarnir nú. Á dagskránni var fyrst Dardanus-svítan eftir Rameau í útsetningu Nicholas McGegan. Frumgerð verksins er ópera, en McGegan útsetti hluta úr henni fyrir nútímahljómsveit árið 2001. Svítan samanstendur af gömlum dönsum og er skemmtileg. Túlkunin nú var einkar lífleg og litrík. Tambúrínan var í áberandi hlutverki, léttur en snarpur hljómurinn í henni var töfrum líkastur. Í heild lék hljómsveitin fallega og Volkov stjórnaði henni styrkri hendi. Næst á dagskrá var fiðlukonsert BWV 1041 í a-moll eftir Bach. Einleikari var Jonathan Gandelsman, sem spilaði af sjaldheyrðri fegurð. Leikurinn var hófsamur en einlægur, tær og í prýðilegu jafnvægi. Hljómsveitin var líka örugg á sínu; útkoman var afar ánægjuleg. Aukalagið var hægur kafli úr einleikssónötu eftir Bach, engin flugeldasýning, engin tilgerð. Gandelsman lék af auðfundnu innsæi, heildaráhrifin voru einhvers konar illskilgreinanlegt, heiðarlegt látleysi sem var ákaflega heillandi. Eftir hlé var flutt þriðja sinfónía Beethovens. Það er stórbrotin tónsmíð, yfirleitt fremur glaðleg, þótt hægi kaflinn sé jarðarfararmars. Skemmst er frá því að segja að meðhöndlun Volkovs og hljómsveitarinnar á verkinu var mjög sannfærandi. Hröðu kaflarnir voru átakamiklir og dramatískir, og gleðin náði smátt og smátt yfirhöndinni. Jarðarfararmarsinn var líka magnaður, innhverfur og dulúðugur, alveg eins og hann átti að hljóma. Þetta voru fínir tónleikar.Niðurstaða: Ilan Volkov er vaxandi listamaður, Beethoven og Rameau voru flottir undir stjórn hans. Einleikarinn var frábær.
Gagnrýni Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira