Strákar í sjóræningjaleik Freyr Bjarnason skrifar 4. október 2013 10:00 Tölvuhakkarinn Gottfrid tekst á við erfitt dómsmál í myndinni. Bíó The Pirate Bay: Away From the Keyboard Leikstjóri: Simon Klose RIFF-hátíðin Í þessari heimildarmynd er skyggnst á bak við tjöldin í umdeildu dómsmáli gegn stofnendum sænsku deilisíðunnar Pirate Bay vegna höfundarréttarbrota. Þegar myndin var gerð var Pirate Bay tífalt umsvifameiri deilisíða en þegar Napster var hvað vinsælust. Hakkarinn Gottfrid, talsmaðurinn Peter og tölvunjörðurinn Fredrik voru hundeltir af stóru kvikmyndaverunum í Hollywood sem töldu á sér brotið. Þeir þrjóskuðust við og neituðu að loka síðunni. Myndin er sögð frá sjónarhóli sjóræningjastrákanna þó svo að leikstjórinn geri lítið aukalega til að réttlæta þeirra málstað. Myndavélin er meira eins og fluga á vegg og er áhugavert að fylgjast með skipulagsleysi „glæpamannanna“ og hversu litlir hugsjónamenn þeir virðast vera. Myndin heldur athyglinni ágætlega. Vissulega hefði verið gaman að heyra einhvern áhrifamann frá Hollywood rakka drengina niður eða heyra þá sjálfa vera brjálaða út í „gráðugu“ kvikmyndaverin. En þetta er einfaldlega ekki þannig mynd, heldur rólegheitaferðalag í gegnum sérstætt dómsmál.Niðurstaða: Fluga á vegg í formi myndavélar fylgist með þrjóskum strákum í sjóræningjaleik.Hér fyrir neðan er hægt að horfa á myndina en aðstandendur hennar gerðu hana aðgengilega í heild sinni á YouTube. Þeir benda á heimasíðu myndarinnar, tpbafk.tv, fyrir þá sem vilja fræðast nánar um málið. Gagnrýni Mest lesið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Jól Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Munur er á manviti og mannviti Menning „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Tíska og hönnun Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Fleiri fréttir Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Bíó The Pirate Bay: Away From the Keyboard Leikstjóri: Simon Klose RIFF-hátíðin Í þessari heimildarmynd er skyggnst á bak við tjöldin í umdeildu dómsmáli gegn stofnendum sænsku deilisíðunnar Pirate Bay vegna höfundarréttarbrota. Þegar myndin var gerð var Pirate Bay tífalt umsvifameiri deilisíða en þegar Napster var hvað vinsælust. Hakkarinn Gottfrid, talsmaðurinn Peter og tölvunjörðurinn Fredrik voru hundeltir af stóru kvikmyndaverunum í Hollywood sem töldu á sér brotið. Þeir þrjóskuðust við og neituðu að loka síðunni. Myndin er sögð frá sjónarhóli sjóræningjastrákanna þó svo að leikstjórinn geri lítið aukalega til að réttlæta þeirra málstað. Myndavélin er meira eins og fluga á vegg og er áhugavert að fylgjast með skipulagsleysi „glæpamannanna“ og hversu litlir hugsjónamenn þeir virðast vera. Myndin heldur athyglinni ágætlega. Vissulega hefði verið gaman að heyra einhvern áhrifamann frá Hollywood rakka drengina niður eða heyra þá sjálfa vera brjálaða út í „gráðugu“ kvikmyndaverin. En þetta er einfaldlega ekki þannig mynd, heldur rólegheitaferðalag í gegnum sérstætt dómsmál.Niðurstaða: Fluga á vegg í formi myndavélar fylgist með þrjóskum strákum í sjóræningjaleik.Hér fyrir neðan er hægt að horfa á myndina en aðstandendur hennar gerðu hana aðgengilega í heild sinni á YouTube. Þeir benda á heimasíðu myndarinnar, tpbafk.tv, fyrir þá sem vilja fræðast nánar um málið.
Gagnrýni Mest lesið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Jól Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Munur er á manviti og mannviti Menning „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Tíska og hönnun Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Fleiri fréttir Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira