Togstreita á milli bræðra Freyr Bjarnason skrifar 28. september 2013 10:00 Bíó: Mistaken For Strangers Leikstjóri: Tom Berninger RIFF-hátíðin Leikstjóri Mistaken For Strangers, Tom Berninger, er yngri bróðir Matts Berninger, söngvara bandarísku hljómsveitarinnar The National. Í byrjun myndarinnar, árið 2010, er The National á leið í sitt stærsta tónleikaferðalag til þessa. Söngvarinn ákveður af góðmennsku sinni að ráða litla bróður sem aðstoðarmann sveitarinnar á ferðalaginu og notar hann tækifærið og gerir heimildarmynd í leiðinni. Í myndinni skyggnist Tom á bak við tjöldin hjá þessari vinsælu rokksveit en fyrst og fremst fjallar hún um samband hans við hinn fræga bróður sinn. Matt er sá sem hefur náð langt í lífinu en Tom er kærulaus letingi sem hefur áorkað litlu sem engu. Gaman er að fylgjast með samskiptum þeirra og greinilegt að litli bróðir á frekar erfitt með að sætta sig við hlutskipti sitt. Þó að myndin risti ekki djúpt er hún áhugaverð og gefur manni ágæta innsýn inn í lífið á tónleikaferðalögum og togstreitu á milli tveggja ólíkra bræðra.Niðurstaða: Myndin gefur ágæta innsýn inn í lífið á tónleikaferðalögum og togstreitu á milli tveggja bræðra. Gagnrýni Mest lesið Heitustu trendin í haust Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Bíó: Mistaken For Strangers Leikstjóri: Tom Berninger RIFF-hátíðin Leikstjóri Mistaken For Strangers, Tom Berninger, er yngri bróðir Matts Berninger, söngvara bandarísku hljómsveitarinnar The National. Í byrjun myndarinnar, árið 2010, er The National á leið í sitt stærsta tónleikaferðalag til þessa. Söngvarinn ákveður af góðmennsku sinni að ráða litla bróður sem aðstoðarmann sveitarinnar á ferðalaginu og notar hann tækifærið og gerir heimildarmynd í leiðinni. Í myndinni skyggnist Tom á bak við tjöldin hjá þessari vinsælu rokksveit en fyrst og fremst fjallar hún um samband hans við hinn fræga bróður sinn. Matt er sá sem hefur náð langt í lífinu en Tom er kærulaus letingi sem hefur áorkað litlu sem engu. Gaman er að fylgjast með samskiptum þeirra og greinilegt að litli bróðir á frekar erfitt með að sætta sig við hlutskipti sitt. Þó að myndin risti ekki djúpt er hún áhugaverð og gefur manni ágæta innsýn inn í lífið á tónleikaferðalögum og togstreitu á milli tveggja ólíkra bræðra.Niðurstaða: Myndin gefur ágæta innsýn inn í lífið á tónleikaferðalögum og togstreitu á milli tveggja bræðra.
Gagnrýni Mest lesið Heitustu trendin í haust Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira