Keflavíkurflugvöllur að nálgast þolmörk Aðstoðaryfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir flugvöllinn að nálgast þolmörk. Suma daga þurfi lögregla á flugvellinum að taka á móti þrjú þúsund farþegum á einum og hálfum klukkutíma. Innlent 18. júlí 2021 13:32
Raðir mynduðust á Leifsstöð í morgun og 47 flugvélar fljúga frá vellinum í dag Svakalegar raðir mynduðust á Keflavíkurflugvelli snemma í morgun. Raðir voru margar byrjaðar að myndast fyrir klukkan fimm, en þá voru enn um þrír tímar í að lang flestar flugvélar, á leið til Evrópu, legðu af stað. Innlent 18. júlí 2021 07:19
Þrennt lést í flugslysi í Þýskalandi Lítil flugvél brotlenti í Baden-Württemberg í Þýskalandi í dag. Í vélinni voru þrjár manneskjur sem létust allar. Erlent 17. júlí 2021 22:36
„Kraftaverk“ að allir lifðu flugslysið af í Rússlandi Allir sem voru um borð í flugvél sem hvarf af ratsjám yfir Rússlandi í morgun lifðu af. Neyðarsendir flugvélarinnar fór í gang þegar henni var brotlent á akri í Síberíu. Það að þau átján sem voru um borð hafi öll lifað af og bara meitt sig lítillega hefur verið lýst sem kraftaverki. Erlent 16. júlí 2021 16:17
Önnur flugvél brotlent í Rússlandi Farþegaflugvél hvarf af ratsjám yfir Rússlandi í morgun. Nánar tiltekið hvarf flugvél af gerðinni Antonov AN-28 yfir Tomsk-héraði. Alls eru sautján manns um borð í flugvélinni, þar af þrír áhafnarmeðlimir og fjögur börn. Erlent 16. júlí 2021 11:25
Flugvélin sem gæti orðið sú fyrsta rafknúna hjá Icelandair Ráðamenn Icelandair telja að vetnis- og rafmagnsflugvélar geti orðið raunhæfur kostur í innanlandsfluginu á fáum árum og hafa skrifað undir tvær viljayfirlýsingar við erlend fyrirtæki með það að markmiði að verða á meðal fyrstu flugfélaga heims til að gera innanlandsflug kolefnislaust. Viðskipti innlent 14. júlí 2021 22:44
Grunaður um manndráp en komst úr landi á nýju vegabréfi Til stendur að gefa út evrópska handtökuskipun vegna rúmensks karlmanns sem flúði land á dögunum þrátt fyrir að vera í farbanni grunaður um manndráp. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir lögreglu vita hvar maðurinn er niðurkominn en talið er að hann hafi orðið sér út um nýtt vegabréf og þannig komist út landi. Innlent 14. júlí 2021 11:51
Icelandair skoðar vetnis- og rafknúið innanlandsflug Icelandair Group hefur skrifað undir tvær viljayfirlýsingar um að kanna möguleika á orkuskiptum í innanlandsflugi félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Viðskipti innlent 14. júlí 2021 10:17
„Algjör sprenging“ í einkafluginu Sprenging hefur orðið í komum einkaflugvéla á Reykjavíkurflugvöll frá mánaðamótum, að sögn rekstrarstjóra á vellinum. Reiknað er með meiri umferð nú í júlímánuði en í júlí 2019, sem var einn besti mánuður fyrirtækisins frá upphafi. Viðskipti innlent 14. júlí 2021 07:00
Lögreglan mátti ekki vísa georgískum tannlækni úr landi Kærunefnd útlendingamála hefur fellt ákvörðun lögreglustjórans á Suðurnesjum um að vísa georgískum ferðamanni úr landi úr gildi. Innlent 12. júlí 2021 18:14
Sjöfalt fleiri brottfarir erlendra farþega Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru 42.600 í nýliðnum júnímánuði eða sjö sinnum fleiri en í júní 2020, þegar brottfarir voru um sex þúsund. Viðskipti innlent 12. júlí 2021 15:45
Skúli hefði viljað sjá lægra verð hjá Play Skúli Mogensen, stofnandi og fyrrverandi forstjóri WOW air, segist hafa viljað sjá flugfélagið Play bjóða upp á lægri fargjöld með það fyrir augum að standast aukna samkeppni úr öllum áttum. Skúli reiknar með því að framboðið í flugi til og frá Íslandi nái nýjum hæðum sumarið 2022. Viðskipti innlent 12. júlí 2021 15:16
Þungur dagur á Keflavíkurflugvelli Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurnesjum, segir daginn hafa verið þungan á Keflavíkurflugvelli. Talið sé að þrettán til fjórtán þúsund manns hafi farið í gegnum flugvöllinn en álagstímarnir á morgnanna og seinni partinn séu erfiðastir. Innlent 10. júlí 2021 19:52
Flugbáturinn flaug hringi yfir öflugum gosstrókum Bandaríski Grumman Goose-stríðsáraflugbáturinn, sem kominn er til landsins vegna flughátíðar á Hellu, flaug hringi yfir eldstöðinni í Fagradalsfjalli um ellefuleytið í morgun á leið sinni frá Keflavíkurflugvelli til Helluflugvallar. Innlent 10. júlí 2021 12:36
Gömlu góðu en löngu innritunarraðirnar komnar aftur Langar raðir mynduðust við innritunarborð Leifsstöðvar í morgun og varð seinkun á öllu morgunflugi frá vellinum. Svo langar innritunarraðir hafa ekki sést lengi á vellinum, bæði vegna heimsfaraldursins en einnig vegna þess að við ástandið í dag er ekki hægt að nota sjálfsinnritunarvélar, sem var komið fyrir á vellinum fyrir örfáum árum. Innlent 10. júlí 2021 11:53
Grumman flugbátur á leið á flughátíð á Hellu Bandarískur flugbátur frá árum síðari heimsstyrjaldarinnar af gerðinni Grumman Goose er væntanlegur á flughátíðina Allt sem flýgur, sem stendur yfir á Helluflugvelli. Þar verður flugbáturinn til sýnis á morgun, laugardag, en honum var flogið sérstaklega til Íslands frá Seattle til að taka þátt í hátíðinni. Innlent 9. júlí 2021 16:27
Jay-Z og Beyoncé komu ekki með vélinni Rapparinn Jay-Z var ekki um borð í einkaþotunni sem lenti á Reykjavíkurflugvelli í dag. Rapparinn vinsæli ferðast iðulega um á þotunni en hún er merkt með íþróttavörumerkinu Puma, sem Jay-Z á í samstarfi við auk þess sem skráningarnúmer hennar vísar beint í rapparann. Lífið 9. júlí 2021 15:04
Engin bilun varð í vélarbúnaði flugvélarinnar sem hrapaði Níu fórust í flugslysi í Örebro í Svíþjóð í gær. Umfangsmikil rannsókn um orsakir og aðdraganda slyssins stendur nú yfir en samkvæmt gögnum sem sænska ríkisútvarpið hefur undir höndum er ekkert sem bendir til þess að bilun í vélinni hafi valdið því að hún hrapaði. Erlent 9. júlí 2021 14:54
Verð á hlutabréfum Play rauk upp í morgun Hlutabréfaverð flugfélagsins Play hefur hækkað mikið í fyrstu viðskiptum eftir að félagið var skráð í Kauphöllina í morgun. Þegar best lét í morgun höfðu bréfin hækkað um 41 prósent í verði, miðað við útboðsgengið 18, sem var gengi almennra fjárfesta. Viðskipti innlent 9. júlí 2021 11:19
Níu látnir eftir alvarlegt flugslys í Svíþjóð Níu eru látnir eftir að lítil flugvél hrapaði á flugvellinum í Örebrö í Svíþjóð um klukkan fimm að íslenskum tíma. Átta farþegar voru um borð í vélinni auk flugmanns en hún hrapaði skömmu eftir flugtak og lenti rétt fyrir utan flugbrautina. Erlent 8. júlí 2021 20:14
Þota frá Play lenti í fyrsta sinn á Reykjavíkurflugvelli Forráðamenn flugfélagins Play og Kauphallar Íslands fögnuðu því í tólf þúsund feta hæð yfir hálendi Íslands í dag að fyrirtækið er að fara á hlutabréfamarkað. Hin hefðbundna bjölluhringing var tekin upp til að sýna á föstudag þegar markaðsviðskipti hefjast með bréf félagsins. Viðskipti innlent 7. júlí 2021 22:55
Bogi afhenti Boga fyrsta Verndarvænginn Icelandair Group og Slysavarnafélagið Landsbjörg skrifuðu í gær undir áframhaldandi samstarfssamning til næstu fimm ára en félagið hefur frá árinu 2014 verið einn af aðalstyrktaraðilum Landsbjargar. Samningurinn var undirritaður við einn vinsælasta ferðamannastað landsins um þessar mundir, gosstöðvarnar í Geldingadölum. Innlent 7. júlí 2021 13:49
Fjöldi farþega þrefaldaðist milli mánaða Fjöldi farþega í millilandaflugi Icelandair rúmlega þrefaldaðist á milli maí og júní 2021. 72 þúsund farþegar flugu með félaginu í júní samanborið við 22 þúsund í fyrri mánuði. Samhliða því heldur farþegum í innanlandsflugi áfram að fjölga. Viðskipti innlent 6. júlí 2021 17:50
Enginn komst lífs af í flugslysinu á Kamtsjatka Allir fórust þegar farþegaflugvél hrapaði á Kamtsjatkaskaga í Austur-Rússlandi, að sögn björgunarsveita þar. Um borð voru tuttugu og tveir farþegar auk sex manna áhafnar. Erlent 6. júlí 2021 11:12
Rússnesk flugvél með 28 um borð hrapaði við Kamtsjatka Rússnesk farþegaflugvél af gerðinni Antonov An-26 hrapaði í sjóinn nærri Kamtsjatka-skaga í austurhluta Rússlands í nótt. Alls voru 22 farþegar um borð og sex í áhöfn. Erlent 6. júlí 2021 07:25
Yfir 10 þúsund farþegar á einum degi í fyrsta sinn í fimmtán mánuði Alls fóru 10.580 manns um Keflavíkurflugvöll síðastliðinn laugardag, en svo margir farþegar hafa ekki farið um völlinn á einum degi frá því 13. mars 2020, eða fyrir rúmum fimmtán mánuðum. Viðskipti innlent 5. júlí 2021 09:01
Minnst 29 látnir eftir að herflugvél brotlenti Minnst 29 manns létust þegar herflugvél brotlenti á filippseysku eyjuna Jolo rétt fyrir hádegi að staðartíma, eða á fjórða tímanum í nótt að íslenskum tíma. Erlent 4. júlí 2021 10:12
„Fjólubláa hjartað er svo sannarlega orðið rautt“ Hildur Hilmarsdóttir er þrjátíu ára gömul flugfreyja sem hefur komið víða við þrátt fyrir ungan aldur. Hún hefur meðal annars starfað hjá lúxusflugfélaginu Emirates. Hildur starfaði þó lengst af hjá WOW air og lýsir falli þess eins og að missa ástvin. Eftir nokkurra ára pásu heldur Hildur af stað upp á háloftin á ný - nú með flugfélaginu Play. Lífið 4. júlí 2021 09:00
Fyrsta Chicago-vélin lenti á Keflavíkurflugvelli Bandaríska flugfélagið United Airlines hóf í dag í fyrsta sinn beint flug milli Keflavíkurflugvallar og Chicago. Þetta er í fyrsta sinn sem United býður upp á beint flug milli Íslands og Chicago en bandarískt flugfélag hefur ekki áður boðið upp á beint flug á þessari leið. Viðskipti innlent 2. júlí 2021 14:49
Loftrýmisgæsla hefst í næstu viku Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland er að hefjast með komu flugsveitar bandaríska flughersins. Innlent 2. júlí 2021 13:33