Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Fyrsta sinn í tvö ár sem Icelandair skilar hagnaði

Icelandair hagnaðist um 2,5 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi þess árs. Þetta er í fyrsta sinn í tvö ár sem regluleg starfsemi félagsins skilar hagnaði. Bogi Nils Bogason, forstjóri, segir í tilkynningu frá Icelandair að heimsfaraldur Covid-19 hafi enn áhrif á starfsemi félagsins en þrátt fyrir það sé það á réttri leið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Maður féll hundrað metra af loftbelg og lést

Karlmaður féll af loftbelg í um hundrað metra hæð og lést í Ísrael í dag. Lögregla segir að maðurinn hafi hangið utan á körfu loftbelgsins. Hann er sagður hafa starfað við loftbelgjaflugið á jörðu niðri.

Erlent
Fréttamynd

Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjöl­far falls WOW air

Skúli Mogensen, fyrrum forstjóri WOW air, segist þakklátur fjölskyldu sinni í viðtali í Fréttablaðinu í dag. Hann hafi orðið líkamlega og andlega gjaldþrota í kjölfar falls flugfélagsins og þakkar fjölskyldu sinni fyrir að hafa komið í veg fyrir að hann legðist í langvarandi þunglyndi.

Lífið
Fréttamynd

Geimfari náði mynd af þotu á flugi

Geimfarar um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni hafa annað sjónarhorn á Jörðina en við hin. Það sést glögglega á ljósmynd sem bandaríski geimfarinn Megan McArthur náði úr geimstöðinni á dögunum.

Erlent
Fréttamynd

Enn skráð trúnaðarmaður á innri vef og hjá Vinnueftirlitinu

Ólöf Helga Adolfsdóttir var enn skráður bæði trúnaðarmaður og öryggistrúnaðarmaður á innri vef Icelandair þegar henni var sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Stéttarfélagið Efling ætlar í hart vegna málsins og hyggst meðal annars höfða mál fyrir dómstólum.

Innlent
Fréttamynd

Krefjast þess að Icelandair dragi uppsögn trúnaðarmanns til baka

Forsvarsmenn Eflingar fara fram á að uppsögn hlaðmanns hjá Icelandair verði dregin til baka.Umræddur hlaðmaður, Ólöf Helga Adolfsdóttir, var trúnaðarmaður í hlaðdeild Icelandair á Reykjavíkurflugvelli og átti í viðræðum við fyrirtækið um réttindi starfsfólks þegar henni var sagt upp störfum.

Innlent
Fréttamynd

Mikil­vægur sigur FÍA gegn Blá­fugli og SA

Mikilvægur sigur vannst í baráttu Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) gegn gerviverktöku flugmanna þegar Félagsdómur kvað upp dóm í máli FÍA gegn Samtökum atvinnulífsins og Bláfugli þann 16. september sl.

Skoðun