

Allt það helsta sem viðkemur flugi.
Farþegaþotu Wizz Air sem var á leið frá Ungverjalandi til Íslands var nauðlent á Sola flugvelli í Noregi í morgun eftir að flugmenn tilkynntu um tilraun til flugráns.
Tuttugu og þrír farþegar rússneskrar farþegaþotu eru slasaðir eftir að vélin flaug inn í fuglasverm og þurfti að nauðlenda á engi nærri Moskvu.
Icelandair hefði getað tapað hátt í 1,1 milljón flugsæta vegna kyrrsetningar MAX-vélanna ef félagið hefði ekki gripið til mótvægisaðgerða samkvæmt greiningu leiðandi greiningarfyrirtækis.
Eftir að Sveinn Andri Sveinsson var skipaður skiptastjóri í þrotabúi EK 1923 ehf. var sextíu kröfum lýst í búið innan tilskilins frests.
Norska flugfélagið Norwegian Air hefur ákveðið að leggja niður allar þær flugleiðir frá Evrópu til Norður-Ameríku sem Boeing 737 MAX-vélar félagsins flugu áður en þær voru kyrrsettar.
Fyrirhugaðar framkvæmdir Bandaríkjahers og Atlantshafsbandalagsins, sem áætla að verja samtals um fjórtán milljörðum króna til uppbyggingar og viðhalds á varnarmannvirkjum hér á landi á næstu árum, munu skapa rúmlega þrjú hundruð ársstörf á svæðinu á meðan á framkvæmdum stendur og meira þegar horft er til afleiddra starfa.
Airbus-flugvél þýska utanríkisráðherrans, Heiko Maas, bilaði tvisvar sinnum á leiðinni frá Þýskalandi til New York, í seinna skiptið á Keflavíkurflugvelli.
Greinandi Capacent segir að launaliðurinn í uppgjöri Icelandair hafi valdið vonbrigðum
Skúli Mogensen er einn þeirra sem hefur gert kröfu í þrotabú flugfélagsins WOW Air. Alls bárust 5964 kröfur í búið fyrir lok kröfulýsingarfrests þann 3. ágúst síðastliðinn.
Kröfur í þrotabú flugfélagsins WOW Air nema rúmlega 138 milljörðum króna en 5964 kröfur bárust fyrir lok kröfulýsingarfrests þann 3. ágúst síðastliðinn. Ekki hefur verið tekin afstaða til krafanna en farið verður yfir kröfuskrá á skiptafundi WOW Air 16. ágúst næstkomandi.
Ísraelsk flugfreyja, sem veiktist af mislingum í áætlunarferð flugfélagsins EI AI frá New York til Ísrael, er látin.
Þann 30. september árið 2017 tók Airbus A380 vél Air France, stærsta farþegaþota heims, á loft frá Charles de Gaulle flugvellinum í París með 521 innanborðs. Förinni var heitið til Los Angeles í Bandaríkjunum. Yfir Grænlandsjökli bilaði einn af fjórum hreyflum vélarinnar og stór hluti hans féll til jarðar og fjóra metra ofan í jökulinn.
Himininn virtist vera að hrynja yfir íbúa Isola Sacra svæðisins í suðurhluta Róm síðasta laugardag þegar rigndi málmbrotum yfir íbúa.
Enn hefur ekki verið skipaður dómari í máli ekkju Kanadamannsins sem fórst í flugslysi í Barkárdal gegn flugmanninum og tryggingafélaginu Sjóvá.
Flugvél á leið til Seattle þurfti að snúa við eftir að tæknibilun kom upp.
Þetta kemur fram í kröfuskrá þrotabúsins sem afhent var þeim kröfuhöfum sem óskuðu eftir í dag.
Stærsti kröfuhafinn fer fram á 52,8 milljarða króna.
Sagði starfi sínu lausu í apríl.
Icelandair hafði hörfað frá Dallas vegna American Airlines.
"Miðað við þá vinnu sem hefur verið unnin að þá hefur verið bent á að einhverjar 700-800 milljónir myndu geta snúið við, talsvert þessari þróun, og veita fólki þennan möguleika á að fá niðurgreiddan flugmiða upp að tilteknum fjölda flugferða og þá fjármuni höfum við í dag," segir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Spitfire-vélin sem flýgur umhverfis jörðina lenti í Reykjavík í gær. Veður hefur leikið flugmennina grátt en vélin stendur fyrir sínu. Þeir skiptu byssunum út fyrir eldsneytistanka sem þrefaldaði flugdrægið.
Verði ekki flogið til Akureyrar í vetur gætu fyrirtæki á svæðinu tapað rúmum hálfum milljarði króna. Helmingur flugsætanna var seldur og reiknað er með að níu þúsund gistinætur glatist á tveimur mánuðum. "Mikið högg,“ segir formaður bæjarráðs Akureyrar.
Ein sögufrægasta flugvél síðari heimsstyrjaldar, Spitfire-orrustuflugvél, lenti á Reykjavíkurflugvelli nú á sjötta tímanum.
Hundruð íbúa á Ermarsundseyjum, sem áttu bókaðar ferðir til Íslands frá Jersey, sitja eftir með sárt ennið eftir að breska ferðaskrifstofan Super Break, sem bauð upp á beint flug milli Bretlands og Akureyrar, hætti rekstri.
Birna Erlingsdóttir hefur verið ráðin til Digido sem sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu.
Vefsíðan vildarpunktar.com býður notendum peninga í skiptum fyrir vildarpunkta frá flugfélaginu Icelandair.
Breska Spitfire-orustuvélin er nú í þann mund að lenda í Færeyjum ásamt fylgdarvél sinni.
Ný íslensk flugfélög gætu horft fram á verri kjör hjá erlendum leigusölum vegna kyrrsetningar Isavia á Airbus-vél bandaríska félagsins ALC. Kyrrsetningin hafði neikvæð áhrif á Ísland sem flugrekstrarland að mati leigusalanna sem meta áhættu í starfsumhverfi flugfélaga þegar þeir ákvarða leigukjör.
Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skera flugflota sinn niður um þriðjung og fækka flugvélum úr sex niður í fjórar. Tíu prósenta samdráttur er í farþegafjölda frá áramótum.
Oft er sagt að einn maður hafi bjargað Íslendingum úr hruninu og að það hafi verið ferðamaðurinn. Sviptingar á markaði undanfarið valda áhyggjum. Fall WOW air réði þar mestu.