Boeing sagt skoða uppfærðar útgáfur af bæði 757 og 767 Kristján Már Unnarsson skrifar 1. maí 2020 11:30 Boeing 767 og 757 Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Gunnarsson. Boeing-verksmiðjurnar eru sagðar skoða þann möguleika að hefja framleiðslu nýrrar útgáfu af bæði Boeing 757 og 767-vélunum. Fréttirnar eru hafðar eftir ónafngreindum innanbúðarmönnum hjá Boeing en það sem gerir þær trúverðugar er að þær koma frá Reuters, einni virtustu fréttastofu heims. „Mikið var“ hugsa eflaust margir sem fylgst hafa með flotamálum Icelandair og spyrja kannski hvort þessar fréttir hefðu ekki mátt koma 10-15 árum fyrr. Þetta eru einmitt þær flugvélartegundir sem stærsta flugfélag Íslendinga hefur notað um árabil en það er núna með 27 eintök af 757 á skrá og 4 eintök af 767-breiðþotunni. Boeing 757-þota Icelandair í flugtaki á Keflavíkurflugvelli. Styttri gerðin er að jafnaði með 184 farþegasæti.Vísir/Vilhelm Gunnarsson. Raunar hefur Boeing 757 verið burðarklár Icelandair í þrjá áratugi. Hækkandi meðalaldur þeirra hefur hins vegar lengi verið áhyggjuefni en í frétt Stöðvar 2 í janúar kom fram að hann væri orðinn 24 ár hjá félaginu: Sjá einnig hér: Þrítugar 757-þotur þurfa að endast lengur hjá Icelandair Boeing hætti smíði 757-vélanna árið 2004, fyrir sextán árum, og hefur ekki smíðað 767 sem farþegavél frá árinu 2014. Boeing hefur þó haldið áfram að framleiða 767 sem fraktvél. Reuters segir að til að geta einbeitt sér að lausn 737 MAX-krísunnar hafi Boeing í janúar lagt á hilluna áform um að þróa nýja vél af millistærð, sem það sjálft kallaði NMA (New Midsized Airplane) en flugáhugamenn nefndu Boeing 797. Sú vél var hugsuð til að leysa af bæði 757 og 767 og var nefnd sem álitlegur valkostur hjá Icelandair-mönnum í viðtali á Stöð 2 fyrir þremur árum: Sjá einnig hér: Icelandair horfir til arftaka Boeing 757 Í frétt Reuters kemur fram að Boeing skoði núna annarsvegar nýja útgáfu af vél í líkingu við Boeing 757 ásamt uppfærslu á Boeing 767-breiðþotunni, með sparneytnari hreyflum og jafnvel nýrri vænghönnun. Vitnað er til þess að flugfréttasíðan Flightglobal hafi í október birt frétt þess efnis að Boeing væri í viðræðum við hreyflaframleiðandann General Electric um hreyfla fyrir „767-X“. Boeing 767 þota í lendingu. Þær eru að jafnaði með 262 farþegasæti hjá Icelandair.Skjáskot/Youtube. Nýrri 757 er ætlað að mæta miklum vinsældum Airbus A321 og segir einn heimildarmaður Reuters að farið sé að nefna hana „757-Plus“. Hún yrði með lengra flugdrægi og eitthvað fleiri sætum. Ráðamenn Icelandair skýrðu frá því í fyrra að félagið væri að móta nýja flotastefnu og að þrír kostir kæmu til greina: Í fyrsta lagi að halda óbreyttri stefnu með MAX-vélum og síðan 757 og 767 fram til ársins 2025, hið minnsta. Í öðru lagi að halda MAX-vélunum en bæta við Airbus A321. Í þriðja lagi að skipta algerlega yfir í Airbus: Sjá einnig hér: Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Icelandair hugðist taka ákvörðun um endurnýjun flugflotans síðastliðið haust en henni hefur síðan ítrekað verið slegið á frest vegna óvissu um endurkomu MAX-vélanna. Núna þegar kórónukrísan hefur bæst við, og félagið rær lífróður, má ljóst vera að ráðamenn þess hafa um allt annað að hugsa næstu vikurnar en hvaða flugvélar eigi að kaupa. Takist hins vegar að endurreisa Icelandair blasir við að þar á bæ fýsir menn að vita meira um hugmyndir Boeing um endurnýjaðar 757 og 767-vélar. Sjá einnig hér: Icelandair frestar endurskoðun flotastefnu vegna MAX-óvissu Boeing Icelandair Airbus Fréttir af flugi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Boeing-verksmiðjurnar eru sagðar skoða þann möguleika að hefja framleiðslu nýrrar útgáfu af bæði Boeing 757 og 767-vélunum. Fréttirnar eru hafðar eftir ónafngreindum innanbúðarmönnum hjá Boeing en það sem gerir þær trúverðugar er að þær koma frá Reuters, einni virtustu fréttastofu heims. „Mikið var“ hugsa eflaust margir sem fylgst hafa með flotamálum Icelandair og spyrja kannski hvort þessar fréttir hefðu ekki mátt koma 10-15 árum fyrr. Þetta eru einmitt þær flugvélartegundir sem stærsta flugfélag Íslendinga hefur notað um árabil en það er núna með 27 eintök af 757 á skrá og 4 eintök af 767-breiðþotunni. Boeing 757-þota Icelandair í flugtaki á Keflavíkurflugvelli. Styttri gerðin er að jafnaði með 184 farþegasæti.Vísir/Vilhelm Gunnarsson. Raunar hefur Boeing 757 verið burðarklár Icelandair í þrjá áratugi. Hækkandi meðalaldur þeirra hefur hins vegar lengi verið áhyggjuefni en í frétt Stöðvar 2 í janúar kom fram að hann væri orðinn 24 ár hjá félaginu: Sjá einnig hér: Þrítugar 757-þotur þurfa að endast lengur hjá Icelandair Boeing hætti smíði 757-vélanna árið 2004, fyrir sextán árum, og hefur ekki smíðað 767 sem farþegavél frá árinu 2014. Boeing hefur þó haldið áfram að framleiða 767 sem fraktvél. Reuters segir að til að geta einbeitt sér að lausn 737 MAX-krísunnar hafi Boeing í janúar lagt á hilluna áform um að þróa nýja vél af millistærð, sem það sjálft kallaði NMA (New Midsized Airplane) en flugáhugamenn nefndu Boeing 797. Sú vél var hugsuð til að leysa af bæði 757 og 767 og var nefnd sem álitlegur valkostur hjá Icelandair-mönnum í viðtali á Stöð 2 fyrir þremur árum: Sjá einnig hér: Icelandair horfir til arftaka Boeing 757 Í frétt Reuters kemur fram að Boeing skoði núna annarsvegar nýja útgáfu af vél í líkingu við Boeing 757 ásamt uppfærslu á Boeing 767-breiðþotunni, með sparneytnari hreyflum og jafnvel nýrri vænghönnun. Vitnað er til þess að flugfréttasíðan Flightglobal hafi í október birt frétt þess efnis að Boeing væri í viðræðum við hreyflaframleiðandann General Electric um hreyfla fyrir „767-X“. Boeing 767 þota í lendingu. Þær eru að jafnaði með 262 farþegasæti hjá Icelandair.Skjáskot/Youtube. Nýrri 757 er ætlað að mæta miklum vinsældum Airbus A321 og segir einn heimildarmaður Reuters að farið sé að nefna hana „757-Plus“. Hún yrði með lengra flugdrægi og eitthvað fleiri sætum. Ráðamenn Icelandair skýrðu frá því í fyrra að félagið væri að móta nýja flotastefnu og að þrír kostir kæmu til greina: Í fyrsta lagi að halda óbreyttri stefnu með MAX-vélum og síðan 757 og 767 fram til ársins 2025, hið minnsta. Í öðru lagi að halda MAX-vélunum en bæta við Airbus A321. Í þriðja lagi að skipta algerlega yfir í Airbus: Sjá einnig hér: Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Icelandair hugðist taka ákvörðun um endurnýjun flugflotans síðastliðið haust en henni hefur síðan ítrekað verið slegið á frest vegna óvissu um endurkomu MAX-vélanna. Núna þegar kórónukrísan hefur bæst við, og félagið rær lífróður, má ljóst vera að ráðamenn þess hafa um allt annað að hugsa næstu vikurnar en hvaða flugvélar eigi að kaupa. Takist hins vegar að endurreisa Icelandair blasir við að þar á bæ fýsir menn að vita meira um hugmyndir Boeing um endurnýjaðar 757 og 767-vélar. Sjá einnig hér: Icelandair frestar endurskoðun flotastefnu vegna MAX-óvissu
Boeing Icelandair Airbus Fréttir af flugi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira