Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Air Canada sektað vegna frönskuleysis

Kanadíska flugfélagið Air Canada hefur verið dæmt til þess að greiða frönskumælandi hjónum tæpar tvær milljónir króna (CAD 21.000) fyrir að hafa brotið á tvítyngilögum Kanada.

Erlent
Fréttamynd

Ljóst fyrir áramót hvort Icelandair velji Airbus

"Við höfum átt í viðræðum við Airbus og Boeing varðandi langtíma flota félagsins og þær viðræður standa þannig að við stefnum að því að taka ákvörðun fyrir lok þessa ársfjórðungs en auðvitað hefur þetta svokallaða MAX-mál áhrif á þetta verkefni líka,“ segir forstjóri Icelandair Group.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rætt um að flugið verði fjármagnað líkt og strætó

Aðgerðir til að bæta stöðu innanlandsflugs þola enga bið að mati þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Skoða þurfi hvort ríkið geti fjármagnað flugið líkt og almenningssamgöngur. Skoska leiðin dugi ekki til að mæta rekstrarvandanum en hún þurfi þó að koma til framkvæmda strax á nýju ári.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðin stendur nú einkar vel að vígi

Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi og stjórnarformaður Icelandair Group, sér fyrir sér að bætur frá Boeing til flugfélagsins verði að hluta til í formi reiðufjár. Bílasala hefur ekki aukist þótt kjarasamningar séu í höfn og óviss varðandi WOW Air er frá.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Loftslagshópur boðar alvöru aðgerðir

Loftslagshópur á vegum Landverndar boðar aktivisma og alvöru aðgerðir til að hvetja stjórnvöld til mun róttækari aðgerða í loftslagsmálum en nú liggur fyrir, eins og það er orðað í yfirlýsingu á vegum hópsins sem send var á fjölmiðla í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Fjölskylda flugmanns slegin vegna athafnar

Fjölskylda Grants Wagstaff, sem lést í flugslysi í Eyjafirði, kveðst harmi slegin vegna minningarathafnar án sinnar vitneskju. Arngrímur Jóhannsson, sem flaug vélinni og ekkjan stefnir í dómsmáli, stóð að uppsetningu minnismerkis.

Innlent
Fréttamynd

Erfiðleikar í innanlandsflugi

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur miklar áhyggjur af samdrætti í innanlandsflugi og vill ekki að Ísland breytist í borgríki. Það sem af er ári hefur farþegum um aðra flugvelli en í Keflavík fækkað um 12 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Tókst að lenda flugvélinni án vandkvæða

Búið er að virkja viðbúnaðarstig á Keflavíkurflugvelli eftir að flugmenn vélar Delta Airlines á leið frá Keflavík til New York óskuðu eftir því að koma inn til lendingar skömmu eftir flugtak.

Innlent