Frekari afléttingar samkomubanns og skimun hefst á Keflavíkurflugvelli Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. júní 2020 00:00 Skimun á Keflavíkurflugvelli hefst í dag, samhliða tilslökun á samkomubanni. Vísir/Vilhelm Nú á miðnætti tóku gildi frekari tilslakanir á samkomubanni hér á landi, í samræmi við auglýsingu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra þess efnis. Ákvörðunin var tekin í samræmi við tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um hvernig haga ætti tilslökunum. Þá hefst skimun fyrir kórónuveirunni hjá farþegum sem koma í gegn um Keflavíkurflugvöll í dag. Helstu breytingar sem urðu nú á miðnætti er að fjöldatakmörk á samkomum hækka úr 200 í 500. Þá falla niður þær takmarkanir á gestafjölda sundlauga og líkamsræktarstöðva sem hafa verið í gildi frá því slíkir staðir opnuðu aftur eftir að samkomubann var hert í mars. Þá var leyfilegur fjöldi gesta takmarkaður við 75% af þeim fjölda sem húsrúm leyfði. Fyrstu farþegar lenda upp úr tíu Í dag hefst skimun fyrir kórónuveirunni hjá farþegum sem koma í gegn um Keflavíkurflugvöll. Settir hafa verið upp tíu sýnatökubásar og munu um 60 manns koma með beinum hætti að sýnatöku. Farþegum sem neita að fara í skimun eða sóttkví á landamærum Íslands verður vísað úr landi. Áætluð flug til landsins í gegn um Keflavíkurflugvöll í dag eru alls níu talsins. Það fyrsta er flug ungverska flugfélagsins Wizz Air frá London, sem áætlað er að lendi klukkan 10:10. Gera má ráð fyrir að farþegar þeirrar vélar verði þeir fyrstu sem verði skimaðir fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Hér má nálgast nánari upplýsingar um fyrirhuguð komuflug til Keflavíkur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardag var fjallað nánar um málið, og skimunaraðstaðan skoðuð. Fjórða afléttingin Fyrsta aflétting á samkomutakmörkunum var gerð þ. 4 maí síðastliðinn, önnur aflétting var gerð 18. maí en þá voru sundlaugar opnaðar með 50% leyfilegum hámarksfjölda gesta og þriðja aflétting var gerð 25. maí síðastliðinn. Samkomubanni var komið á hér á landi þann 15. mars, með það fyrir augum að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. Bannið var tilkynnt tveimur dögum áður og sett til fjögurra vikna. Þá máttu ekki fleiri en hundrað koma saman á hverjum stað. Þann 22. mars var síðan tilkynnt um að samkomubannið yrði hert þann 24. mars og það framlengt. Þá var tilkynnt að ekki mættu fleiri en 20 koma saman á hverjum stað, nema um væri að ræða rými á borð við matvörubúðir eða lyfjaverslanir. Í maí fór að rofa til í þessum málum, en þann 4. maí voru gerðar fyrstu tilslakanir á banninu. Þá voru samkomutakmörk hækkuð upp í 50. Eins hófst starf í leik- og grunnskólum með eðlilegum hætti að nýju. Hárgreiðslustofur, nuddstofur, sjúkraþjálfun, snyrtistofur, söfn, kvikmyndahús og sambærileg starfsemi gat opnað á ný en áfram átti að tveggja metra fjarlægð milli viðskiptavina eins og kostur var. Þann 18. maí opnuðu sundlaugar síðan á nýjan leik, mörgum til mikillar gleði. Líkamsræktarstöðvarnar fylgdu fljótlega á eftir, en þær opnuðu dyr sínar þann 25. maí. Voru það síðustu tilslakanir sem gerðar voru á samkomubanninu þar til í dag. Samkomubann á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Sundlaugar Fréttir af flugi Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Fleiri fréttir Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Sjá meira
Nú á miðnætti tóku gildi frekari tilslakanir á samkomubanni hér á landi, í samræmi við auglýsingu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra þess efnis. Ákvörðunin var tekin í samræmi við tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um hvernig haga ætti tilslökunum. Þá hefst skimun fyrir kórónuveirunni hjá farþegum sem koma í gegn um Keflavíkurflugvöll í dag. Helstu breytingar sem urðu nú á miðnætti er að fjöldatakmörk á samkomum hækka úr 200 í 500. Þá falla niður þær takmarkanir á gestafjölda sundlauga og líkamsræktarstöðva sem hafa verið í gildi frá því slíkir staðir opnuðu aftur eftir að samkomubann var hert í mars. Þá var leyfilegur fjöldi gesta takmarkaður við 75% af þeim fjölda sem húsrúm leyfði. Fyrstu farþegar lenda upp úr tíu Í dag hefst skimun fyrir kórónuveirunni hjá farþegum sem koma í gegn um Keflavíkurflugvöll. Settir hafa verið upp tíu sýnatökubásar og munu um 60 manns koma með beinum hætti að sýnatöku. Farþegum sem neita að fara í skimun eða sóttkví á landamærum Íslands verður vísað úr landi. Áætluð flug til landsins í gegn um Keflavíkurflugvöll í dag eru alls níu talsins. Það fyrsta er flug ungverska flugfélagsins Wizz Air frá London, sem áætlað er að lendi klukkan 10:10. Gera má ráð fyrir að farþegar þeirrar vélar verði þeir fyrstu sem verði skimaðir fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Hér má nálgast nánari upplýsingar um fyrirhuguð komuflug til Keflavíkur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardag var fjallað nánar um málið, og skimunaraðstaðan skoðuð. Fjórða afléttingin Fyrsta aflétting á samkomutakmörkunum var gerð þ. 4 maí síðastliðinn, önnur aflétting var gerð 18. maí en þá voru sundlaugar opnaðar með 50% leyfilegum hámarksfjölda gesta og þriðja aflétting var gerð 25. maí síðastliðinn. Samkomubanni var komið á hér á landi þann 15. mars, með það fyrir augum að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. Bannið var tilkynnt tveimur dögum áður og sett til fjögurra vikna. Þá máttu ekki fleiri en hundrað koma saman á hverjum stað. Þann 22. mars var síðan tilkynnt um að samkomubannið yrði hert þann 24. mars og það framlengt. Þá var tilkynnt að ekki mættu fleiri en 20 koma saman á hverjum stað, nema um væri að ræða rými á borð við matvörubúðir eða lyfjaverslanir. Í maí fór að rofa til í þessum málum, en þann 4. maí voru gerðar fyrstu tilslakanir á banninu. Þá voru samkomutakmörk hækkuð upp í 50. Eins hófst starf í leik- og grunnskólum með eðlilegum hætti að nýju. Hárgreiðslustofur, nuddstofur, sjúkraþjálfun, snyrtistofur, söfn, kvikmyndahús og sambærileg starfsemi gat opnað á ný en áfram átti að tveggja metra fjarlægð milli viðskiptavina eins og kostur var. Þann 18. maí opnuðu sundlaugar síðan á nýjan leik, mörgum til mikillar gleði. Líkamsræktarstöðvarnar fylgdu fljótlega á eftir, en þær opnuðu dyr sínar þann 25. maí. Voru það síðustu tilslakanir sem gerðar voru á samkomubanninu þar til í dag.
Samkomubann á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Sundlaugar Fréttir af flugi Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Fleiri fréttir Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent